Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 33
fyrstu heim í vör klukkan 8 um kvöldið. Og um klukkan 11 e. h. munu allir þeir, er heim komust þann dag, hafa verið lentir. Eitt skip hafði legið undir Yztakletti um nóttina, og komst það líka heim þetta kvöld. En það átti ekki fyrir öllum að liggja, að ná lendingu þennan dag. Þrjú skipin hrakti aftur austur á bóginn. Það voru þau Lang- vinnur, formaður Árni Einarsson frá Lamba- felli undir Eyjafjöllum, Mýrdælingur, en for- maður hans var Þorsteinn Jónsson frá Nýjabæ í Vestmannaeyjum og síðar alþingismaður fyr- ir Eyjarnar, og Blíður, en á honum var for- maður Jón Jónsson hafnsögumaður í Vest- mannaeyjum. Þessi skip, þrjú að tölu, lögðu með flotanum undan Bjarnarey, en virðast hafa haldið vestar eða meir með straumnum en aðrir, komust aldrei í skjól eða lognvar af Heimaey, heldur bárust með straumnum norður flóann og út í sterkviðrið. Kom svo, áð þessi þrjú skip áttu sér ekki annars úrkosta en að hleypa aftur til Bjarnareyjar. En nú var þess enginn kostur að ná suður fyrir eyjuna, og varð því að treysta á að fara norðan við hana, eða sundið milli Bjarnareyjar og Elliða- eyjar. En þar er boði sá, Breki, er áður um getur, sem þennan dag braut alltaf á öðru hvoru. Höfðu margir álitið, að alltaf mætti komast millí boðans og Bjarnareyjar, ef hald- ið væri nógu nálægt eyjunni. En það sýndi sig þennan dag, að ekki var þetta einhlítt í aftök- um. Skipið Langvinnur lagði fyrst í þetta sund og leitaði undir Bjarnarey aftur. Það heppn- aðist, og náði skipið aftur í skjól við eyjuna. Sömu leið fór Mýrdælingur. Þessi tvö skip hittu á lag og náðu að komast fram hjá boð- anum. En Blíður, sem var síðastur, varð fyrir broti af Breka og fórst á svipstundu með allri áhöfn. Drukknuðu þar 14 manns. Að heiman sást, að þrjú skip hröktust aftur austur að Bjarnarey. En mælt er, að enginn hafi séð með v.issu, þegar Blíður fórst í Breka- falli, annar en Pétur Bjarnasen, sem fylgdist nieð skipunum í sjónauka. Hann hafði tekið sjónaukann frá augunum þegar fallið huldi skipið og fölnað við; en enginn vissi, hvað hann hafði séð, fyrr en degi síðar. Þau tvö skip, er komust undir Bjarnarey aftur, Mýrdælingur og Langvinnur, lágu enn úti næstu nótt. En undir morgun, 27. febrúar, lægði vindinn, svo að þau gátu lagt af stað heimleiðis, og komu heim allsnemma. Yoru þá í Mýrdæling þrjú lík manna þeirra, er áður getur, og dáið höfðu úr kulda og vosbúð. Fjórði maðurinn, er beið bana af frosthörkunni, var á öðru skipi. Eins og nærri má geta, höfðu þessar nætur og þrekraunir reynt mjög á krafta þeirra, er þó lifðu þær af, og voru margir, sem ekki tóku á heilum sér lengi síðan. Óhætt er að fullyrða, að enginn viðburður hefir orðið fólki í Vest- mannaeyjum jafnminnistæður á síðustu öld, sem þessi, er hér hefir verið sagt frá. Á sjó fóru útilegudaginn 17 skip úr Vestmannaeyj- um með samtals 286 manns. Þrjú skipanna, með 50 manna áhöfn, náðu heim samdægurs. í útilegunni lentu 14 skip með 218 manns, sum á annan, önnur á þriðja sólarhring, í ofviðri og foráttubrimi, fannkomu og frosti. Og eitt skip með 14 manna áhöfn fórst með öllu. Tvö skip voru yfirgefin, en mönnunum bjargað í önnur skip, fjórir menn létust af kulda og vosbúð. Töpuðust þannig 18 mannslíf og þrjú skip. Skipin, sem lágu úti, voru þau er hér segir: Dúfa, sexæringur; 14 mann áhöfn. Formað- ur Símon Þorsteinsson bóndi að Hólmum í Landeyjum. Þetta skip lá undir Yztakletti að austan. Blíður, sexæringur; 14 manna áhöfn. For- maður Jón Jónsson hafnsögumaður, bóndi á Vilborgarstöðum, Vestmannaeyjum. (Fórst á Breka með allri áhöfn). Haffrú, áttæringur; 18 manna áhöfn. For- maður Magnús Magnússon bóndi á Vilborgar. stöðum, Vestmannaeyjum. Gideon, áttæringur; 18 manna áhöfn. For- maður Árni Diðriksson bóndi Stakagerði, Vest- mannaeyjum. Enok, áttæringur; 18 manna áhöfn. For- maður Lárus Jónsson bóndi í Garðfjósi, síðar hreppstjóri og þá búsettur á Búastöðum. Najaden, áttæringur; 18 manna áhöfn. For-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.