Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 35
GRÍMUR ÞORSTEINSSON, stýrimaður:'C Lýðfrelsi og málefni sjómanna Á síðari helming 19 aldarinnar og því, sem af er þessari öld, hafa orðið meiri byltingar og breytingar á kjörum almennings, en dæmi eru tdl áður í sögu þjóðanna. Með stjórnar- byltingunni frönsku fer frelsisalda sigurför um heiminn. Einvaldsherrum, vikapiltum þeirra og lénsherrunum, sem haldið höfðu fólk- inu niðri í fáfræði og kúgun, var víðast velt af stóli og lýðveldi, eða þingbundin konungs- stjórn sett á laggirnar í staðinn. Réttur ein- staklingsins, til þess að lifa frjálsu lífi var al- mennt viðurkenndur. Það var álitið sjálfsagt, að hver einstakur maður hefði skýlausan rétt til þess að fara frjáls ferða sinna og hafa ofan af fyrir sér og sínum, eftir beztu getu, en auð- vitað þó innan vissra takmarka. Lög voru sett, er tryggðu öryggi og reglu í þjóðféláginu. Afleiðingar þess, að réttur einstaklingsins til frjálsra athafna ogtilveru, hafa orðið geysi- miklar. Meðan einvaldarnir réðu yfir lífi og limum fólksins og notuðu það eftir eigin geð- þótta og duttlungum, eins og skynlausar skepnur, var ástandið víða mjög bágborið. En með auknu frelsi og bættum lífsskilyrðum leystust kraftar úr læðingi, sem urðu til þess að umskapa og gjörbreyta fyrst hugsunarhætti og síðan lífsskilyrðum almennings. Nú var það ekki lengur aðalatriðið að vera stórættaður, eins og sagt var, heldur var spurt um það fyrst og fremst, hvað hver einstakling- ur gæti lagt til málanna. Vísindi og listir tóku stórstígum framförum og þekkingu manna og tækni fleygði sem óð- ast fram á öllum sviðum, eins og eðlilegt var, þar sem ekki þurfti nú lengur að óttast myrkra- stofur og aftökur, þótt komið væri fram með nýjar uppfyndingar og djarflegar kenningar á ráðgátum og viðfangsefnum náttúrunnar. í stað valdboða frá einstökum sjálfskipuð- um valdaræningjum, voru löggjafarþing sett á stofn með þar til kjörnum fulltrúum, sem kosnir voru af fólkinu sjálfu með almennri at. kvæðagreiðslu. í stuttu máli sagt: Þar sem lýðfrelsi var við- urkennt, var allt stjórnarfyrirkomulag miðað við það, að hver einstakur þegn þjóðfélalgsins hefði þar sem jafnastan rétt til íhlutunar og áhrifa eftir því, sem hægt var að koma því við. En þar sem nú hver einstaklingur var búinn að öðlast jafnan rétt til áhrifa í þjóðfélaginu, varð afleiðingin sú, að hver fór að hugsa um sjálfan sig fyrst og fremst, einnig á sviði lög- gjafarinnar, því að hver er sjálfum sér næstur, þegar á allt er litið. — Það er sú driffjöður, er stjórnar gerðum hvers einasta manns í stórum dráttum, hvað sem sagt er og sagt kann að verða í gagnstæða átt. Þó eru menn að vísu í þessum efnum, sem öðrum, misjafnlega ófyrir- leytnir og vandir að virðingu sinni. Brátt kom í Ijós, að margir einstaklingar, eða hópar manna í hverju þjóðfélagi höfðu sömu hagsmuna, eða svipaðra að gæta. Fór það venjulega eftir atvinnu eða því, hvar menn voru niður komnir í byggðalögum. Þessir hópar mynduðu brátt með sér félags- skap í því skyni að hrinda hagsmuna- og á- hugamálum sínum áfram. Þarna höfum við þá sjórnmálaflokkana, sem flestir eiga sammerkt í því, að hver þeirra ber hagsmuni sérstaks hóps, eða klíku, fyrir brjósti. Sama gildir um fagfélögin og stéttafélögin. Þau eru stofnuð til þess að vinna að bættum kjörum síns eigin VÍKINGUR 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.