Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 36
flokks, eða meðlima hans, hafandi þó samtím- is hag- alþjóðar fyrir aug-um. En mörgum mál- um er þannig háttað, að um leið og þau snerta líf einstakra stétta alveg sérstaklega, hafa þau jafnframt stórfelda þýðingu fyrir þjóðfé- lögin í heild. Að því var vikið í upphafi þessarar greinar, að aukið lýðfrelsi hefði fært þjóðum Evrópu aukna þekkingu og bætt lífsskilyrði. ísland var hér engin undantekning. í kjöl- far frelsisins sigldu framfarirnar. Hver sétt þjóðfélagsins beytti sér fyrir bættri menntun og betri lífsskilyrðum, einnig sjómennirnir, þótt með öðrum hætti væri, en aðrar stéttir. Sjómennirnir hafa ekki enn þá komið fram sem heild í nokkru máli. Þeir hafa aldrei átt sameiginlegan fulltrúa á löggjafarþingi þjóð- arinnar. 1 stað þess hafa þeir átt fulltrúa og eiga enn í öllum flokkum. Þetta er eðlilget. Sjómennirnir hafa skiftar skoðanir á málum þeim og stefnum, sem efst hafa verið á baugi með þjóðinni á undanförnum árum og mark- að hafa stefnur hinna einstöku stjórnmála- flokka. Ósamheldni sjómannastéttarinnar í þjóðmálum almennt og stuðningur hennar við alla hina ólíku flokka, gefur að vísu ástæðu til að ætla, að fátt sé innan stéttarinnar um sameiginleg áhugamál og böndin ekki sem traustust, er tengja sjómennina saman. En svo er þó ekki í raun og veru. Sjómenn- irnir eiga sín áhugamál, knýjandi áhugamál, er skipa þeim öllum í heild á sameiginlegan baráttugrundvöll, hvar sem þeir annars kunna að hafa markað sér braut á öðrum sviðum þjóðmálanna. Meðal þessara mála eru t. d. skólamál stéttarinnar og vitamálin, en það eru þau mál, sem mest er aðkallandi að fá við- unandi afgreiðslu á. Sjómennirnir hafa verið þolinmóðir og beðið rólegir eftir því, að fulltrúar þeirra á löggjaf- þinginu gerðu skyldu sína í þessum efnum. En á því bólar ekki enn. Þvert á móti. Aldrei hefir sinnuleysið og aðgerðaleysið verið þar augljós- ara en síðan sjómennirnir tóku að vakna til meðvitundar um það, hve greinilega þeir væru hafðir útundan. Fulltrúar sjómanna eru auð- sjáanlega að nota sér það, að sjómennirnir VÍKINGUR standa ekki sameinaðir. Eða er ástæðan kann- ske sú, að með framferði þessu sé verið að sýna þeim, að bezt sé fyrir þá að þegja, og geri þsir sig líklega til þess að heimta eitthvað, sé ráðið það, að sýna kröfum ‘þeirra og óskum full- komna fyrirlitningu. Á annan veg er varla hægt að túlka framferðið, sem haft er í frammi gagnvart þessum málum. En er þá ekki ástæða til að spyrja: Hvar er lýðræðið, sem öllum á að skapa sem jfanast- an rétt? Er ekki hér verið að misþyrma því herfilega? Eru ekki þeir menn, sem sitja yfir hlut sjómanna í þessum málum að feta í fót. spor einvaldsherranna gömlu? Ekki verður betur séð. En nú eru sjómennirnir vaknaðir. Það hafa alltaf fundist ráð til þess að afnema ofbeldi og kúgun og svo mun enn. Sjómennirnir eru smám saman að vakna til meðvitundar um það, að málefnum þeirra hefir verið sýnt óheyrilegt tómlæti og sinnuleysi og það jafnvel, þótt þeir séu lang-fjölmennasta stéttin í þjóðfélaginu. Þeir vilja ekki lengur sitja á glerhörðum kjaftastólum í fornfálegum timburhjalli og fá sér þar úthlutaða þekkingu, til undirbún- ings undir lífsstarf sitt, þekkingu, sem er út- hlutað við miðaldaskilyrði og er af skornum skammti. Sjómennirnir eru búnir að koma auga á, hvernig búið hefir verið að öðrum stéttum í þessum málum og þeir heimta sama rétt sér til handa, sem frjálsir menn í frjálsu landi. Sjómennirnir vita, að menntun er máttur og ef að sjómannastéttin dregst aftur úr í þeim efnum, verða þeir aftur úr á öðrum sviðum. Hún verður þá ekkert annað, en sálarlaust vinnudýr, sem hinar betur menntuðu stéttir geta haft að leiksoppi. Sjómennirnir sem heild vilja ekki stunda atvinnu sína lengur í löngu skammdegis- myrkri í roki, byljum og þokum við hina vog- skornu og skerjóftu íslenzku strönd, nema eitthvað sé gert til þess að létta þeim störfin og draga úr hættum þeim, sem umkringja þá á alla vegu. Þeir vita, að þjóðir, sem okkur eru næstar og skyldastar hafa gert þetta og látið 36

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.