Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Side 40
gerðarmenn annaðhvort orðið að auka skuldir sínar, eða greiða með skipum sínum úr eigin vasa. Nú er það vitað mál, að minnsta kosti tvær síldarverksm.iðjur í eign einstakra manna eða félaga hafa greitt verðuppbætur á bræðslusíld frá síðastliðnu sumri. Er það þá nokkur fjar- SÆða í því, að fara fram á það við ríkisfyrir- tæki, sem á að vera rekið með þjóðarhag fyrir augum, að það gangi jafn langt til móts við kröfur sjómanna og útgerðarmanna í þessum málum eins og einstaklingsfyrirtækin hafa nú þegar gert, og það ekki sízt þegar erfiði útgerðarinnar var jafn almennt og átti sér stað síðastliðið sumar. Heill alþjóðar er því aðeins borgið, að þessi aðal atvinnuvegur þjóðarinnar sé lát.inn njóta verðugs skilnings, og það jafnt þótt það sé að einhverju leyti á kostnað þess óeðlilega gróða, er einstök fyrirtæki hafa safnað vegna þess ástands, er stríðið hefir skapað. Þegar næsta alþingi kemur saman, munu þessar kröfur aftur verða bornar þar fram, því að sjómannastétt landsins er farina ð skilja það, að hún er annað og meira en aumur þiggj- andi, sem hægt er að bjóða hva ðsem er. S. Þ. „Ekki er ein báran stök" Sjómenn kannast vel við þetla máltæki, enda ber það svo oft við að rás viðburðanna gefi manni tilefni til að viðhafa það, þegar um málefni sjómanna er að ræða. Frá því að stríðið hófst og samningar tókust með sjómönnum og útgerðarmönnum um á- hættuþóknun á stríðshættusvæðinu, hefir það venð viðhaft í flestum tilfellum að greiða sjó- mönnum í erlendum gjaldeyri það, sem þeir hafa beðið um. Þetta hefir mælst vel fyrir og sjómenn verið ánægðir. Ekki alls fyrir löngu var gefin út tilskipun um það, að sjómönnum yrði ekki greitt meira í erlendum gjaldeyri en af fastakaupi. Þeir menn, sem vilja virða fyrir sér aðstöðu sjó- mannsins eins og hún er nú, áhættu hans og óvissu sjá vel, að þetta eru miður heppilegar ráðstafanir. Það er verið að guma af því, að sjómenn misnoti þessa peninga til þess að kaupa eitt og annað glingur, og það eru því miður til þeir menn, sem eru svo langt fyrir ofan allt jafnvægi í þessum málum, að þeir geta látið sér um munn fara aðra eins fjar- stæðu og þetta: „Englandsferðirnar eru bara „luxustúrar" hjá sjómönnunum, þeir fá tvöfalt og þrefalt kaup og koma svo með hálffult skipið af smyglvöru til baka“. VÍKINGUR Já, þessir menn eru svo langt frá því að skilja hlutverk sjómannsins og hinnar sjálf- sögðu þóknunar, er hann nú fær, að þeir líta öfundaraugum á það, sem sjómaðurinn hefir nú fram yfir það, sem hann hefir haft áður. Sjólögin mæla svo fyrir, að hverjum íslenzkum sjómanni skuli vera heimilt að krefjast % af kaupinnstæðu sinni í erlendri höfn, en þetta er, eins og margt annað, ekki nema á pappírn- um, því það virðist vera orðin hefð, að rokka til með löggjöf sjómanna eftir geðþótta ein- stakra manna. Eftir því, sem ég hefi kynnst þessum málum, hefir mér virst að útgerðarmenn hér vilji gera sitt til þess að sjómenn verði ánægðir með þetta atrið.i, enda verði stemt stigu fyrir óeðlileg- um upphæðum og það eru sjómenn einnig sam- mála um, því að á tímum eins og þeim, er nú standa yfir, er nauðsynlegt að halda vel á sínu. Sé þessari tilskipun fylgt fram, er gengið svo þóttalega á sjálfsagðan rétt sjómanna, þeirra manna, er mestan þegnskap hafa sýnt. á þessum erfiðu tímum, að slíkt verður ekki lát- ið ómótmælt. Vonandi verður þetta mál fljót- lega afgreitt á viðunandi hátt fyrir sjómenn. G. H. O. 40

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.