Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Page 41
Allt frá því að landið byggölst hafa íslendingar hioti'S orð yfrir skáldskap sinn og ljóðagerð, sérstaklega þó vegna þess, hve almenn lj óðageröarlistin hefir verið með þjóðinni. Fornmenn þeir, sem byggðu landið, fluttu kvœði sín fyrir konunga ag' jarla og hlutu fyrir gjafir og lof. Skáldskapargáfan hefir vraðveizt óbrotin með þjóð- inni, þó hinsvegar aö form ljóðanna sé nú með nokkru öðru sniöi frá því er tíðkaðist, þegar EgiU og Sighvatur fluttu tvítugar drápur eða flokka sér til frama eða höf- uðlausnar. Ekkert form ljóðagerðar hefir þjóðin tileink- að sér jafn almennt og stökuna —• eða ferskeytluna — í öllum hennar myndum. í henni speglast líf, skoöanir og eöli íslendingsins í margbreytileik sínum, og til hennar er að sækja margan fróðleik um landið og þjóðina eins og Stephan G. Steijhanson, Klettafjallaskáldið kemst svo snildarlega að orði í vísunni: Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan, þér er upp í lófa lögð; landið, þjóðin, sagan. Sjómennirnir íslenzku eiga vissulega fulltrúa í hagyrð- ingaflokki þjóðarinnar eins og aðrar stéttir í landinu, og ekki er grunlaust um að „frívaktin" hjá mörgum þeirra sé lielguð kveðandi og vísnagerð. Hagyrðingurinn fer vel með vísur sínar og leikur sér fyrst í stað aö þeim sem bamaglingri. Naist trúir liann stökunni fyrir leyndarmál- um sínum, þá yrkir hann um náttúruna eða jafnvel livað sem verða vill, ef til vill í andsvari, sem svíður þá sárar en nokkur byssustingur, eins og Andrés Björnsson segir svo vel í vísu þessari: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta baraaglingur, en verður seinna í höndum lians hvöss, sem byssustingur. ★ Hafið hefir lengi verið fiðfangsefni skálda vorra og hagyrðinga. Breytileiki þess, tign þess og veldi laðar til ijóðagerðar þá, sem eru dyggir og virðingarverðir þjónar ferskeytlunnar okkar. Stephan G. Stephansson klæðir hana í sparifötin þegar hann yrkir um hafið, skipið, og veðrið í snilldarkvæði sínu „Kammislaguri', og erú hér . nokkrar vísur úr því: Grána kampar græði á, gjálpir hampa skörum, titra glampar til og frá, tifur skvampa í fjöram. Ogra læt mér Ægis lið upp úr sæti malar, Ránar dætur dansa við deigum fæti kjalar . Undir bliku beitum þá bát og strikið tökum. Stígum vikivakann á völtum kvikubökum. Skipið stanzar, skýzt á hlið skeið til huidsins horfna. Bárur glansa og glotta við glatt er á dansi norna. Mastrið syngur sveigt í keng, seglið kringum hljómar, raddir þvinga úr stagi og streng stormsins fingurgómar. Leggðu barminn alvot að aftanbjarma gljáa. Strjúkt harm úr lijartastað, hrönn in armabláa. En vísnasmiðurinn fer misjöfnum höndum um fer- skeytluna — og klæðir hana breytilegu rími og hrynj- andi eftir því, liver efni standa til hverju sinni, sumar dýrt kveðnar — aðrar miður —. Þessi vísa úr Griðku- rímu er t. d. ein hin dýrkveðnasta, sem til er um skip, veður og sjó: Yggjar sjó ég út á legg uggandi um Dvalins kugg, hyggju dugur dvínar segg, duggan þegar fer á rugg. Stundum lirífur huga skáldsins hinn slétti, blái sær, stafaður geislum kvelds og morgunsólar. Þá hreyfast við- kvæmir strengir hörpunnar, og þýður blærinn — eða VÍKINGUR 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.