Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1940, Blaðsíða 42
kyrrð hinnar fögru náttúru andar úr hverju vísuorði. Þorsteinn Erlingsson, sem sennilega hefir verið einn hag- asti Islendingur um gerð og hrynjandi stökunnar segir: Sléttu bæði og Homi hjá heldur Græðir anda, meðan hæðir allar á aftanklæðum standa . Þannig hafa líka bræSumir Sigurjón og Erlingur EriS- jónssyni séð sólina og hafið. Ægir gljár við ljósbjart land; leikur már um dranga. FaSmar bára svai’tan sand með silfurtár á vanga. S. F. Nóttin heldur heimleið þar, himinfeldur blánar. Logar eldur ársólar yzt í veldi Ránar. E. Fr. Stundum einkennir stökuna þunglyndiö, biturleiki eða jafnvel svartsýni — og er nærri furðulegt, hve slíkt efni getur fariS vel og blátt áfram í hinu létta formi ferskeytl- unnar. Eg hefi reynt í éljum nauSa jafnvel meira en þér . A landamerkjum lífs og dauða leikur enginn sér. Snœbjörn í Ilergilsey. Aðrar eru svo glettnar og spaugsamar, græskulaust gaman, sem vekur kímni og hlátur áheyrandans eða les- andans. Þyrsklingur um þoi’ska grand þykir nauSatregur; sá hefir fiplað seima hrund, sem að fyrstur dregur. lllt er að sitja við ullartó upp á palli kvenna, betra er að láta í breiöan sjó blöðin ára renna. Þó ég seinast sökkvi í mar, sú er eina vörnin: ekki kveina ekkjurnar eða veina börnin. Stakan á líka gott meS að segja frá rjúlcandi fei-ð og æstum öflum stomis og sjávar. Það er eins og maSur finni þytinn, sjái seglin þanin, böndin strengd, og beljandi hrönn fyrir stafni; VÍKINGUR Óslaöi gnoðin, beljaöi boöinn, bungaöi voðin, Kári söng. Stýrið gelti, aldan elti, inn sér velti á borðin löng. Arni Jónsson. Vinda þengill viti fjær veltir skeiöa-grúa. Hrannar engið ólmur slær upp í breiðu múga. Andrés Björnsson. Öllum verður talið til tekna, að kunna mikiö af ljóöum og lausavísum. Það er ekki einungis fróðleikurinn, sem veldur því, heldur og sú ánægja, sem margíróðir menn í þeim efnum hafa að miöla, svo ekki sé nú talað um sjálfa hagyrðingana. „Víkingurinn“ hefir því minnst á nokkrar vísur, sem fjalia um hafiö, skipið og náttúruna á sæ úti. Framveg- is myndi blaðið fúslega birta vel kveðnar vísur frá les- endum sínum — þær, sem fjalla um sæinn, sjómaxminn og lífsbai'áttu hans. Þessvegna hefir orðið aS ráði, að stofna tii samkeppni milli kaupenda blaðsins um bezt gerðu vísuna um áður greint efni, eins og getiö er um á öðram stað hér í blaðinu. Svo skal þessum fáu oröum lokið meö þessari vísu Guðmundar Friðjónssonar skálds á Sandi: Þar til hinnzti dagur dvín, djörfum huga, gljúpni sál. Iián og Ægir syngja sín Sólarljóð og Hávamál. Skipstapar ýmsra þjóða sídan stríðið hófst. Bretar .. .. 167 skip. Smál. 876,849 Þjóðverjar .. 98 skip. Smál. 316,017 Hlutlaus .. .. 86 skip. Smál. 278,654 Norðmenn einir hafa misst skip upp á 114 þúsund smálestir. Loftflotinn. , Bretar era álitnir eiga 2400 flugvélar, og mánaðarfram- leiSsla ca. 750. Þjóðverjar .. .. .. 5200 Bandaríkin .. . .. 4500 Rússland .... .... 3700 Frakkland .. . .. 3000 Mánaðai’framleiðsla áætluð Ítalía .. .. 2000 Japan . .. 3000 Rúmenía .. ... 700 Tyrkland .. ... 600 Grikkland .. .. .. 300 Búlgaría .. ... 200 ReiknaS er með að Þjóðverjar hafi fengið 700 flug- vélar í Póllandi, en Rússar 400. 42

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.