Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 3
11) Sigurður Jörundsson, stýrim., í. í Hrísey 30. apríl 1917, lauk próii 1940. Þessir menn fórust báðir í árás á l.v. „Fróða“ hinn 11. marz s. 1. 12) porsteinn Magnússon, skipstj., f. í Kálíavík, N.- ísafj.s. 13. apríi 1913. 13) Hallgrímur Pétursson, stýrim., f. í Hnífsdal 16. des. 1916, lauk prófi 1940. Þessir menn fórust báðir með I.v. „Pétursey" á leið til Englands líklega milli 10.—15. marz s.l. Ennfremur hafði annar hásetanna, sem fórst með „Fróða“, Guðm. Stefánsson frá Hólum í Dýrafirði, sótt um inngöngu í skólann á næsta hausti. Þá er fyrir rúmu missiri látinn einn hinn elsti og þekktasti af fyrverandi kennurum þessa skóla, Magnús Magnússon, skipstj. og fram- kvstj. Hann lézt á sóttarsæng hinn 4. sept. s.l. Magnús byrjaði kennslu við skólann árið 1900, fyrst sem settur aukakennari, en var skipaður fastur kennari við skólann árið 1902 og kenndi til ársins 1917. Eftir það var hann í nokkur ár prófdómari við skólann. Magnús var maður af- bragðsvel lærður í sínu starfi og þótti ágætur kennari'. Annars var hann svo merkur maður og þekktur með ísh sjómannastétt, að óþarft er að fara um hann mörgum orðum hér. Ég bið þá, sem hér eru inni, að heiðra minn- ingu allra okkar horfnu félaga og starfsbræðra, með því að rísa úr sætum. Sé litið burt frá þeim áhyggjum og því tjóni, sem þessir utanaðkomandi atburðir hafa valdið okkur, verður þetta skólaár að teijast frekar hagstætt fyrir þennan skóla. Aðsókn að honum var með mesta móti og meiri að sumum deildum hans, en hægt var að sinna, og sú mesta, sem orðið hefir síðan hin nýju lög gengu í gildi. Veldur þar sjálfsagt miklu um hin góða afkoma sjómanna yfirleitt á s.l. ári, sem eins og kunn- ugt er, var þeim mjög hagstætt að þessu leyti. Heilsufar nemenda og kennara hefir mátt kall- ast gott, þrátt fyrir slæman Innflúenzufaraldur, sem geysaði um miðjan veturinn og varð þess valdandi, að skólum var almennt íokað hér í bænum um 2—3 vikna tíma. Þessi skóli var að því leyti betur settur en aðrir, að lokunin varð ekki nema 2 dagar, og þá fékk skólinn sérstakt leyfi til að halda áfram. Af miili 80 og 90 pilt- um, sem á skólanum voru, hættu 3 fyrir tilskild- an tíma vegna veikinda. Af þeim ætlaði einn að ganga undir burtfararpróf. Eins og kunnugt er, notar skólinn mikið af bókum, sjókortum og öðrum kennslutækjum frá Norðurlöndum, og því hefir samgöngubannið við þau lönd valdið nokkrum erfiðleikum. Úr þessu rættist þó allvel á s.l. hausti vegna ferðar „Esju“ til Petsamo, en þá náðist nægilegt af bókum til að komast af með í vetur. Hvernig fer með þetta að vetri er aftur á móti ekki hægt um að segja sem stendur, og vel getur þar horft til vandræða ef ekki rætist úr á einhvern hátt. Skólinn byrjaði starfsemi sína á venjulegum tíma, og starfaði í 6 deildum eins og venja er á seinni árum. Undirbúningsdeildirnar A og B hættu í janúarlok, og þá gengu nemendur þeirra undir próf upp í þær deildir, sem þeir eiga að flytjast í að vetri. Þetta er eins og kunnugt er ný tilhögun við skólann og miðar að því að bæta kennsluskilyrðin í efri deildunum, með því að hleypa ekki upp í þær öðrum en þeim, sem hafa allgóð skilyrði til að standast burtfararpróf að vetri. Þá hætti einnig námskeiðsdeildin fyrir Hið minna fiskimannpróf og nemendur hennar 18 að tölu gengu undir burtfararpróf. Af þeim stóðust 15 próf, en 2 hinna fengu sérstakt leyfi til að ganga aftur undir próf í marz og náðu þá báðir prófi. 2. bekkur Farmannadeildar starfaði til marz- loka, og Ioks hætti kennsla í skólanum að aflokn- um kennslustundum hinn 8. apríl og próf byrj- uðu þann 18. Þannig hefir skólinn starfað meö eðlilegum hætti þetta skóla-ár, þrátt fyrir stríð og veikindafaraldur, en að sjálfsögðu hefir rekstrarkostnaðurinn farið nokkuð fram úr á- ætlun vegna sívaxandi dýrtíðar, en þó hvergi meir en við mátti búast eftir ástæðum. Þá vil ég geta þess með þakklæti, að hinn 15. marz var mér afhent 4000 kr. dánargjöf til skól- ans frá frú Elísabetu Gunnarsson, ekkju Jóns Gunnarssonar, Samábyrgðarstjóra. Gjöfinni á að verja til kaupa á gagnlegum hlutum eða til skreytingar í sambandi við væntanlega bygg- ingu nýs skólahúss. Gjöf þessi er gefin til minn- ingar um eiginmann gefandans. 8 VÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.