Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 7
kröfurnar eftir því, sem ástæða hefir þótt til á hverjum tíma, en í daglegu tali hafa þau oft- ast verið nefnd minna og meira prófið, hið minna fyrir þá, sem aðallega ætluðu sér að sigla á fiskiskipum, og hið meira, sem hinir tóku, sem vildu geta stjórnað hvaða skipi, sem var og hvar sem var. Auk þess var árið 1912 byrjað að halda vélfræðipróf við skólann fyrir þá, sem stjórna vildu eimskipum. Með hinum nýju lög- um frá 1936 voru aftur gerðar allverulegar breytingar á þessu fyrirkomulagi, prófunum var fjölgað og þeim breytt, sem fyrir voru. M. a. hvarf þá vélfræðiprófið, en vélfræði var gerð að skyldunámsgrein við hærri prófin. Hvað er nú orðið starf þessa skóla í 50 ár? Hefir hann látið rætast þær vonir, sem við hann voru bundnar í upphafi, og orðið sjávarútvegi okkar sú lyftistöng, sem slíkum stofnunum er ætlað að vera? Ef litið er á beinan árangur af starfi hans, þá höfðu nú um síðustu áramót útskrifast ná- kvæmlega 1000 manns frá byrjun, og til við- bótar koma svo þeir, sem nú hafa útskrifast, en það eru, sem fyrr segir, 17 með með minna fiskimannaprófi, 24 með meira fiskimannaprófi og 5 farmannaprófsnemendur, samtals 46 manns, eða 1046 manns frá byrjun. Þetta er ekki óálitleg tala, þó hinsvegar sé meira um það vert, hverskonar veganesti þessir menn hafa fengið hjá skólanum. Það er gefið, að sér- skóli sem þessi, hjá kotþjóð eins og okkur Is- lendingum, getur ekki, hvað mannval, tækni og annan útbúnað snertir, verið sambærilegur við það bezta þeirrar tegundar hjá milljónaþjóðum þeim, sem lengst eru komnar, og hafa stundað siglingar og farmennsku í aldaraðir. Til þess er heldur ekki ætlazt, heldur hins, að hann fullnægi þeim kröfum, sem siglingar okkar sjálfra gera til hans á hverjum tíma. Hvort svo hefir verið, er ef til vill ekki mitt að dæma um, en benda má á það, að íslenzkir sjómenn hafa ekki þótt standa að baki stéttar- bræðra sinna í öðrum löndum, hvorki í starfi né framkomu, og ég veit, að yfirmenn skipanna hafa átt sinn þátt í að skapa þetta álit. Þegar einnig er litið á það, að margir af lærisveinum þessa skóla hafa, máske að nokkru leyti fyrir þann undirbúning, sem þeir fengu hér á skól- 7 anum, orðið brautryðjendur og máttarstoðir annars höfuð atvinnuvegar okkar, þess, sem hef- ir lagt þjóðinni til nausðynlegt fjármagn til þeirrar alhliða viðreisnar, sem framkvæmd hef- ir verið, einmitt á síðustu 50 árunum, þá verður varla annað sagt, en að skólinn hafi haft þarft, verk að vinna með okkar þjóð, og geti litið kinnroðalaust yfir 50 ára starf. Hitt er svo annað mál, að þessi störf hafa verið unnin hávaðalítið og ekki verið hirt um að auglýsa þau meir en nauðsynlegt hefir talizt, og má vera, að því megi nokkuð um kenna, hve erfitt skólanum hefir veitt að fá uppfyllt þau skilyrði til vaxtar og þroska, sem velunnurum hans finnst hann eiga kröfu til, samkvæmt tilgangi sínum og því, hvernig búið er að öðrum hlið- stæðum stofnunum. Ekki verður sögð saga þessa skóla án þess að minnast að nokkru þeirra manna, sem borið hafa hita og þunga starfseminnar, en það er hinn mikli fjöldi kennara skólans og prófdóm- ara á umliðnum árum. Skólinn hefir verið svo heppinn að hafa jafn- an haft á að skipa mjög hæfum kennurum, og nokkrum afburða góðum. Langflestir þeirra hafa verið stundakennarar, því fastir starfs- menn hafa frá byrjun ekki verið nema 7—8, en stundakennararnir skipta mörgum tugum. Brautryðjandans, Markúsar Bjarnasonar, naut aðeins við tilsölulega stuttan tíma, því hann andaðist árið 1900. Þá tók við skólastjórn Páll Halldórsson, sem hafði verið aukakennari við skólann síðan árið 1897, og hefir hann starfað Guðmundur Krist- jánsson hefir vcrið kennari við stýri- mannaskólann í 34 ár samfleytt, og ekki vantað í eina einustu kennslustund. V IKTN G'U'R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.