Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 8
Uppsögn Vélsfjóraskólans eftir 25 starfsár Nýlega fóru fram próf í Vélskólanum, og út- skrifuðust að þessu sinn 4 nemendur. Er þetta 25 starfsár skólans. Alls hafa útskrifast úr skól- anum 244 vélstjóraefni, 32 vélgæslumenn, og auk þess 52 úr rafmagnsdeild skólans. Þegar Vélskólinn var stofnaður 1915, var það vitanlega efst á baugi að fullnægja þörf skipa- flotans um vélfróða menn, en hann var þá í ör- um vexti, og ný skip, millilandaskjpin, í upp- siglingu. En það er athygiisvert, að nemendur Vélskól- ans hafa hafnað víðar en á skipunum. Þeir stjórna nú flestum stærstu orkustöðvum á land- inu, bæði vatnsorkustöðvum og verksmiðjum. Margir eru vinnuformenn og forstjórar í vél- smiðjunum og enn aðrir eftirlits- og skoðunar- menn skipa og véla. Hraðfara aukning véltækninnar í landinu út- heimtir að sjálfsögðu vélfróða menn í nálega hverri starfsgrein, og er því atvinnusvið þeirra manna mjög víðtækt. Þetta skyldu menn, og um skeið var Vélskólinn vel sóttur, og vélstjórum fjölgaði. Undanþágumenn sem grípa þurfti tii á skipin í byrjun, voru leystir af hólmi af ungum og yfirleitt dugmiklum kunnáttumönnum. Var þetta að sjálfsögðu hin rétta leið við vaxandi atvinnuveg og reyndist hin farsælasta. En sökum þess, að vélstjóraefni þurfa að sækja nokkurn hluta af sérnámi sínu til véla- verkstæðanna, þeir vinna þar í fjögur ár, þá allra manna lengst við skólann, eða í 40 ár. Samstarfsmaður hans í mörg ár sem siglinga- fræðikennari var Magnús Magnússon, sem fyrr segir, og annar, Guðm. B. Kristjánsson, sem enn er fastur kennari við skólann, og sem næst Páli hefir unnið honum allra manna lengst, eða 1 34 ár samtals. Ég býst við að þess séu ekki mörg dæmi, en Guðmund hefir ekki vantað í eina einustu kennslustund síðan hann kom að skólanum. Þá hefir Einar Jónssoh magister verið aðaltungumálakennari skólans í 20 ár, og loks var M. E. Jessen, núverandi skólastjóri vélskólans, fastráðinn vélfræðikennari við skól- ann meðan Vélskólinn var deild úr Stýri- mannaskólanum á árunum 1911—1915, en eftir það kenndi hann vélfræði við skólann í mörg ár, eða til ársins 1932. Ennfremur hefir Sveinbjörn Egilsson, fyrrv. ritstj., haldið fyrirlestra við skólann í 19 ár og var auk þess prófdómari við skólann á árunum 1915—1931. Að nefna alla stundakennara eða prófdómara VÍKINGlfR skólans hér, yrði of langt mál, en geta má þess, að í þeirra hópi eru ýmsir af þekktustu mennta- og athafnamönnum þessa lands. Fyrir hið mikla starf, sem allir þessir menn hafa lagt fram í þarfir skólans á umhðnum árum, leyfi ég mér að færa þeim hinar ágæt- ustu þakkir fyrir skólans hönd. Ég bæti hér við samskonar þakklæti frá sjálfum mér til þeirra, sem ég hefi notið samstarfs við þann stutta tíma, sem ég hefi verið við skólann. Um leið og ég hér með segi skólanum slitið fyrir þetta skólaár, vil ég að lokum bera fram þá ósk, að Stýrimannaskólinn megi um alla framtíð verða íslenzkum æskumönnum eftir- sóknarverður áfangi í baráttu þeirra til fjár og frama, og að frá skólanum megi á hverjum tíma renna nýtt og þróttmikið blóð til hinna ýmsu greina sjávarútvegs okkar, honum til viðhalds og eflingar, skólanum til sóma, en landi og lýð til gagns og blessunar. 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.