Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 11
Það voru morðin á íslenzku sjómönnunum,
sem gáfu tilefni til athugunar og varfærni.
Vegna þeirra atburða voru Englandssigling-
arnar stöðvaðar, meðan rannsókn fór fram á
því, hvort hægt væri að fá meira öryggi fyrir
menn og skip en verið hafði. Eins og á stóð,
voru sjómenn ekki ginkeyptir að láta senda sig
út á hafið til slátrunar. Ef til vill verður það
talið, að þeir hafi misst kjarkinn við fyrstu
raun. Við því er ekki neitt að segja. Þeir dæma,
sem vilja, og aldrei koma til með að sigla.
Það er ekki nýtt, að krafizt sé af sjómönnun-
um, að þeir geri skyldu sína. Nú er krafizt af
þeim, að þeir láti ekki öflun verðmæta úr djúp-
um hafsins niður falla. Að þeir sigli frá, til og
með landinu með varning, svo landslýðurinn
þurfi ekki að herða sultarólina, eða taka upp
„lífsvenjubreytingu“, sem stríðstímar væru til
kjörnir til að kenna mönnum. Samtímis þessum
þegnlegu kröfum er þeim ámælt fyrir, að flana
ekki hugsunarlaust og öryggislitlir út í sívax-
andi hættur. Sjómenn munu gera skyldu sína
nú, sem fyrr, eins og aðrir góðir þegnar þjóð-
félagsins. Sér að skaðlausu mættu ýmsir aðrir
taka þá sér til fyrirmyndar.
P. L. segir að orsök stöðvunarinnar sé að
kenna mistökum forráðamanna sjómannasam-
takanna. Þetta er ekki rétt. Sjómenn þeirra
skipa, sem voru í höfninni, þegar siglingarstöðv-
unin var ákveðin, neituðu að fara nema bætt
öryggi fengist, Þeir fólu sínum forustumönn-
um að ræða við útgerðarmenn og atvinnumála-
ráðherra, sem sameiginlega tóku þá ákvörðun,
sem að framan getur.
f 41. tbl. Tímans skrifar einhver J. J. grein
með yfirskriftinni: „Sjálfsvörn“.'Þessi sjálfs-
varnargrein er ásökun á sjómenn vegna sigl-
ingarstöðvunarinnar. Greinin ber með sér, að
höfundurinn hefir ekki snefil af sjómanns
þekkingu. Hálf greinin er bollalegging út af
grein P. L. Falla þær í sömu átt, það sem það
nær. Annars er J. J. ýmist kominn aftur í
Napoleonsstyrjöld eða upp í sveit á íslandi, og
hingað og þangað þar á milli. Þar sem uppi-
staðan í grein J. J. er tekin úr grein P. L., þá
er því svarað hér að framan, en tveggja atriða
verður þó sérstaklega að geta, þar sem þau eru
ýmist óprúttin eða ósönn. J. J. segir að öll
frystihús landsins séu full af fiski, sem ekki
fáist fluttur út, vegna siglingabannsins. Sú vel-
megun, sem leiddi af starfi hraðfrystihúsanna,
sé að snúast upp í hallæri, sem geti orsakað
ríkinu stór mikil töp.
Tvö íslenzk skip hafa annast útflutning
hraðfrysta fiskjarins til Englands. „Brúarfoss“
og „Artic“, skip fiskimálanefndar. Brúarfoss
hefir siglt frá stríðsbyrjun. Hann kom til
Reykjavíkur um páskana úr Englandsför. Þeg-
ar affermingu var lokið, lá hann innan við viku
aðgerðarlaus, þar til siglingarbanninu var af-
létt. Artic lá fullfermd og tilbúin til utanlands-
ferðar löngu áður en siglingabannið var sett á.
Töfin á burtferð skipsins var talin manna á
milli af sölutregðu fiskjarins, enda staðfestir
Jón Árnason forstjóri S. í. S. þetta í eftirmæl-
um eftir Runólf heitinn Sigurðsson í 38. tbl.
Tímans, þar sem hann segir að Runólfur heit-
inn hafi sagt sér, að hann hafi ákveðið að fara
út með fyrstu ferð til Englands. Samningar
um sölu þessa árs framleiðslu af frosnum fiski,
hafi staðið yfir frá því fyrir áramót, og gekk
ekkert eða rak. Af þessu sést, að sjómennirnir
eiga ekki sök á erfiðleikum hraðfrystihúsanna.
Það, sem ég kalla óprúttinn rithátt J. J., er í
þessari klausu: „Engum getur dottið í hug, að
þó að skotið væri með vélbyssum á bæi í sveit,
eða bændafólkið við vinnu, að allir sveitamenn
myndu þess vegna hætta að vinna að öðru en
því, að grafa sér skotheld byrgi“. Þarna er
verið á óviðeigandi hátt, að drótta því að sjó-
mönnunum, að þeir af hræðslu hafi flúið frá
skyldustörfunum á sjónum. Ég ætla ekki að
véfengja hugrekki bændafólksins. Þeir eru
samt mannlegir eins og við sjómennirnir. Trú-
að gæti ég því, að þeir stöldruðu við og hugs-
uðu ráð sitt, ef t. d. skotin yrðu í bál og rústir
nokkur sveitabýli, nokkrir tugir karla, kvenna
og barna yrði drepin á jafn miskunnarlausan
hátt og sjómennirnir hafa verið. Ég ætla ekki
að mikla hætturnar á sjónum, en trúað gæti
ég því, að J. J. vildi fá 10 sjómannsgjöld, eins
og aðrir sendlar þess opinbera, ef hann hefði
þá hugrekki til að koma með eina Englands-
ferð. Það er ofur einfalt og krefst einskis hug-
rekkis, að kasta fram á prenti, að þessi eða
hin stétt þjóðfélagsins sé hugrakkari á hættu
n
VÍKINGUR