Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 12
stundu. Eitt er víst, að illkvitnislegar slettur
leysa ekki vandamálin. Til þess þarf manndóm,
sem nægilegt er af í sjómanna og bændastétt-
um.
1 44. tbl. Tímans er víðavangsgrein um sigl-
ingastöðvunina. Þar segir svo: ,,Það má heldur
ekki þvinga neinn til að sigla. Menn geta farið
á skipin sem sjálfboðaliðar, og hefðu þeir þá
forgangsrétt, sem hefðu verið á þeim áður. Á
þennan háttmyndi áreiðanlega fást meir en nóg
af hæfum mönnum“. Þessi klausa er tekin hér
upp til að sýna rithátt bændablaðsins í garð
sjómanna. Hvernig ætlar greinarhöfundur að
fá meira en nóg af hæfum sjálfboðaliðs-sjó-
mönnum ef sjómennirnir vilja ekki sigla sjálf-
ir? Heldur hann að þeir sjómenn, sem ákveðið
höfðu að sigla ekki, myndu sækja um borð aft-
ur, þegar sjálfboðaliðarnir væru komnir í stað
fyrri félaga? Þessi klausa blaðsins virðist sett
fram sem hótun við sjómenn, að þeirra sé ekki
þörf meira en góðu hófi gegni, að það sé alltaf
hægt að fá meira en nóg af hæfum sjálfboða-
liðum ef sjómennirnir ekki sitji og standi eins
og þeim er sagt, eða Tímanum þóknast að vera
láta. Nú veit þessi greinarhöfundur, að fram-
leiðslan til lands og sjávar er að fara í mola,
vegna þess að vinnuaflið flykkist í Bretavinn-
una. Samt staðhæfir hann að meira en nóg af
hæfum mönnum fáist til að fara á skipin sem
sjálfboðaliðar, ef til dæmis sjómennirnir færu
í Bretavinnuna eins og bændur landsins gera
nú. Þetta sjálfboðaliðshjal blaðsins er ekkert
annað en hugarórar sjúks ímyndunarafls, sem
hefir löngun til þess að knésetja þann sem er
sterkari, en hefir ekki afl til þess.
II.
Allir, sem rita í Tímann um siglingarstöðv-
unina, telja að siglingarnar verði að hefjast að
nýju það allra bráðasta, ef íslendingar eigi að
geta lifað sem menningarþjóð í nútíð og fram-
tíð. Að öll skip verði að vopna, sem um höfin
sigla og með ströndum fram, einnig er talið, að
skipin verði af okkur tekin, ef þau liggja að-
gerðarlaus. öryggis-uppástungur vegna vaxandi
siglingarhættu eru í aðaldráttum þessar: For-
sætisráðherra, Hermann Jónasson, telur, að um
tvær leiðir sé að ræða. „Herskipafylgd, sem
sennilega fæst ekki, eða eigendur skipanna
vopni hin íslenzku skip eða geri hvorttveggja".
Pálmi Loftsson bendir á sem sína skoðun, að
bezta öryggið fyrir sjómennina og skipin sé
að vopna skipin eins vel og föng eru á og láta
þau sigla samflota. J. J. segir: ,,Ef þjóðin vill
grotna niður í eymd og vesaldómi, þá hættir
hún ein af öllum siglingaþjóðum að fara út á
hafið. Ef þjóðin vill verja líf sitt, frelsi sitt,
eignir sínar og manndóm, þá vopnar hún skip
sín og ver sig á grundvelli sjálfbjargarinnar“.
Svo mörg eru þau orð J. J. Það er athyglis-
vert í þessu sambandi, að engir þessara greina-
höfunda leggja hið minnsta upp úr 25 ára
varnarleysis og hlutleysis yfirlýsingu þjóðar-
innar. Þeir vilja skilyrðislaust kasta því fyrir
borð og fá í staðinn byssuhólka. Að vísu hafa
hernaðaraðgerðirnar á sjónum hraklega leikið
varnarleysi okkar og hlutleysi, svo full ástæða
er til að örvænta um að það verði okkur hlífð-
arskjöldur úr þessu, en var ekki varnarleysi og
hlutleysi þjóðarinnar freklega skert með her-
tökunni 10. maí s. 1. ár? Enginn talaði þá um
að vopna landslýðinn til varnar, eða að aldar-
fjórðungs varnarleysis og hlutleysisyfirlýsing-
um þjóðarinnar væri á glæ kastað. Hefir ekki
hertakan að einhverju leyti leitt af sér þær
aðgerðir á sjónum, sem ýmsir vilja nú mæta
með vopnum?
Þeir menn, sem leggja eindregið með vopnun
skipanna, gæta þess ekki, að þjóðin er upp alin
og uppfrædd, mann fram af manni um vopn-
laust öryggi. Þekkingarleysi þjóðarinnar á
vopnun og vopnaburði er tvímælalaust, enda
hefir ekki verið til í landinu nema fjárbyssur
og nokkrar fuglabyssur, sem sérstakt leyfi hef-
ir þurft að fá til að eignast. Svo á allt í einu
að fara að vopna öll skip og bjóða sterkasta
herveldinu í heiminum byrginn, á sjó og í lofti.
Þetta mál er svo auðvelt í augum sumra manna,
að það þurfi ekki nema tveggja til þriggja
daga æfingu í meðferð skotvopna, til að hafa
sömu aðstöðu til sigurs og kafbátur eða flug-
vélar, ef til árása kæmi. Að sjálfsögðu hafa
skyttur kafbáta og flugvéla fleiri mánaða eða
ára þjálfun í meðferð skotvopna, svo leikurinn
yrði til að byrja með ójafn, hvað sem síðar
yrði. Það er talið af kunnugum mönnum, að
VÍKINGUR
12