Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 16
30./3. Klukkan 10 árdegis birtist þýzk fjögra hreyfia sprengjuflug- vél yfir Reykjavík. Sveimaði hún þar nokkra stund og hvarf siðan í suðurátt. Flugvélin sleppti ekki neinum sprengjum. Skotið var á flugvélina úr loftvarnabyssum brezka setuliðsins, en ckkert skot- anna hæfði. * 1. /4. Togarinn „Hilmir" bjarg- aði í síðustu Englandsför sinni 10 mönnum af norska olíuflutninga- skipinu „Betuin". * Mokafli hefir verið undanfarna daga á togarana, sem nú stunda saltfiskveiðar. * 2. /4. Brann til kaldra kola i- búðarhús á Strönd í Seyðisfirði eystra. * 4. /4. Skipuð hefir verið að til- hlutan barnaverndaráðs, bæjar- stjórnar Reykjavíkur og Rauða kross íslands, sjö manna nefnd til þess að hafa með höndum undir- búning að brottflutningi barna úr kaupstöðunum í sveit í sumar. * 5. /4. Áttræður Kristleifur þor- steinsson sagnaþulur á Stóra- kroppi í Reyklioltsdal. * 0./4. Loftvarnanefnd Reykjavík- ur hefir nú skift bænum í 60 hverfi og sett þar á stofn hjálpar- sveitir til aðstoðar ef til loftárás- ar kann að koma. * 7. /4. Við allsherjar framtalið, sem framkv, var 2. des. s. 1. reynd- ist íbúatala landsins vera 121.348. * Togarinn „Gulltoppur" bjargaði 33 skipbrotsmönnum, sem voru að velkjast í björgunarbáti 45 sjóm. út af Reykjanesi. Voru mennirnir af enska skipinu „Beaverdale". * Komu á land á Öndverðarnesi 32 skipbrotsmenn af sama skipi. * 8. /4. 16 norskir skipbrotsmenn lentu á Sandi. 9. /4. Íslendingarnír þórhallur Pálsson og Sigurður Finnbogason, sem Bretar tóku fasta i fyrrasum- ar og fluttu til Englands, hafa nú verið látnir lausir og eru komnir heim. * 10. /4. Haldin minningarathöfn í dómkirkjunni í Reykjavík um mennina, er létu lífið, þegar „Reykjaborg" var skotin í kaf. * 11. /4. Andaðist í Reykjavík Georg Ólafsson bankastjóri. * 15. /4. Tveggja ára stúlkubam að Brúnum undir Eyjafjöllum féll í vatnspott og skaðbrenndist svo, að það beið bana af. * 16. /4. Fór fram í Víkurkirkju í Mýrdal jarðarför þriggja þeirra manna, er þar drukknuðu í lend- ingu þann 6. f. m. Lík 2 þeirra manna, sem þarna drukknuðu, hafa ekki fundist enn. * 18. /4. Radíó-vitarnir á Dyrhólaey, Reykjanesi og Vestmannaeyjum hafa tekið upp reglulegar útsend- ingar eins og áður. * 19. /4. Lauk skákþingi íslend- inga, sem háð hefir vorið á Ak- ureyri að undanförnu. Islands- meistari varð Baldur Möller. * Maður að nafni Thor J. E. A. Olsen ættaður af Siglufirði, 22 ára að aldri, stal vöruflutningabifreið inni í kolaporti í Reykjavík, ók henni austur í Svínahraun, hvolfdi henni þar út af veginum, en varð sjálfur undir henni og beið bana. * 20./4. Samkv. frásögn Úlfars þórðarsonar augnlæknis, sem ný- kominn er heim frá Færeyjum, hafa þýzkar flugvélar gert nokkr- um sinnum loftárásir á eyjarnar, aðallega þórshöfn. Nokkur skip hafa Færeyingar misst vegna árása þjóðverja. * 22./4. Tilkynnt að komin væri til Reykjavikur 4 manna sendi- nefnd, brezk, til þess að semja við rikisstjórnina um kaup á fiski. * 24. /4. Ríkisstjórnin hefir tekið upp umræður við fulltrúa út- gerðarmanna og sjómanna um það, að reynt verði að hefja sigl- ingar að nýju, og hefir verið á- kveðið að fela 3 manna nefnd, sem í eru Björn þórðarson lögmaður, Pétur Magnússon hrm. og Emil Jónsson vitamálastjóri, að freista ]>ess að ná samkomulagi milli sjó manna og útgerðarmanna um hér að lútandi atriði. * Til styrktar sumardvalar barna hafa safnast í Reykjavík fyrir for- göngu Barnavinafél. „Sumargjöf", í'úmar 57 þúsund krónur. * 25. /4. Vigt á Akureyri nýtt og vandað sjúkrahús. * 26. /4. Kom til Reykjavíkur 3 möstruð skonnorta, með hjálpar- vél, sem Magnús útgerðarmaður Andrésson hefir keypt í Banda- ríkjunum. Skipið er 277 smál. brúttó. Framh. á bls. 25. VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.