Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 25
öðrum sem við sjóinn búa verður nú á að spyrja: Hvernig stendur þá á því, að mjólkin, kjötið, smjörið og eggin hefir hækkað svo gífurlega í verði, sem raun ber vitni um? Er ekki t. d. smjörið komið upp í tæpar átta krónur kílóið og kostar ekki kílóið af kjötinu nokkuð á fjórðu krónu? — Nú, og hvert hefir svo þessi verð- hækkun runnið? Hefir hún ekki runnið til bænd- anna — eða hefir hún kannske týnst á leiðinni til þeirra frá neytendunum? Að öllu athuguðu virðist manni svo sem bænd- urnir hafi „fengið sér snúning“ í dýrtíðardans- inum, engu síður en mennirnir á „sjávarbakk- anum“, einkanlega þegar þess er gætt, að megn- ið af þeirri landbúnaðarframleiðslu, sem nú er seld við þessu gífurlega háa verði, er framleidd við „normal“ skilyrði, þ. e. vetrarfóðurs búpen- ingsins — heyjanna — er aflað með jafnódýrri vinnu og var fyrir stríð, og allir muna eftir síld- armjölinu, sem bændurnir fengu s. 1. haust fyrir mjög skikkanlegt verð á kostnað sjómanna og útgerðarmanna og fyrir þau „liðlegheit" við bændurna virðist manni að J. J. ætti frekar að þakka sjómönnunum heldur en hitt. — f niðurlagi máls síns kemur greinarhöf. með þá uppástungu, að myndaður verði nokkra mill- jóna króna sjóður (Því brezki milljónasjóður- inn, sem allt í einu fannst, hrekkur sjálfsagt ekki nógu langt), sem varið verði til þess, að hækka verðið til bændanna á framleiðsluvörum þeirra. Og J. J. er svo sem ekki í vandræðum með að benda á leiðir til að ná í þessar milljónir. Það má bara, að hans hyggju, taka þær af fólk- inu á „sjávarbakkanum“ með sérstökum skatti á sjávarafurðir og sérstökum launaskatti. — Það er svo sem ekki hætt við að hann gangi af áttinni, hann J. J.! — Frá honum stendur alltaf sami norðan-gjósturinn gegn sjómönnum og fólkinu á „sjávarbakkanum“. Það á svo sem að sjá um það, að sem minnst verði eftir af af- rakstri sjómannanna og annara , sem við sjóinn búa, frá þessu eina ári, 1940, sem segja má að hafi verið þeim betra en meðallag um margra ára skeið. Og það virðist líka eiga að hafa ein- hver ráð með það, að reita svo af sjávarútvegn- um, að honum verði ókleyft að endurnýja skipa- flotann þegar styrjöldinni lýkur. — En ætlar fólkið á ,,sjávarbakkanum“ að láta þetta viðgangast? Eða hvenær ætlar fólkið við sjóinn að láta sverfa til stálsins og taka upp markvissa baráttu gegn norðangarranum frá J. J. og hans sálufélögum. — Er ekki kominn tími til þess? Óblauður sjómaður. Framh. af bls. 15. 26. /4. Fimmtugur Björgvin Guð- nnmdsson tónskáld á Akureyri. * 27. /4. Báðir fitstjórar dagblaðs- ins „þjóðviljinn" í Beykjavík, þeir Einar Olgeirsson alþingism. og Sigfús Sigurhjartarson teknir fastir af Bretum, og ennfremur Sigurður Guðmundsson blaðamað- ur, og voru þeir allir fluttir út í skip og sendir til Englands. Einn- ig var útkoma „þjóðviljans" bönnuð. * 28. /4. Sameinað Alþingi mót- mælir á fundi sínum handtöku ofangreindra manna og útgáfu- banni þjóðviljans. * 29. /4. Flugvélin T. F. Örn rakst á hermannaskála í Vatnsmýrinni, er hún var að hefja sig til flugs, og stórskemmdist. Flugmann og einn farþega, scm var í flugvél- inni, sakaði ekki. * 29./4. Undirritaður samningur milli eigenda farmskipanna og sjómanna um breytingar á kjör- um sjómanna og aukið öryggi skipanna. Samkv. þeim er búizt við, að siglingar hefjist á ný áður en langt um líður. Samningar milli fiskiskipaeigenda og sjó- manna munu skammt á veg komnir. Framh. af bls. 16. 22./4-. Barist af mikilli hörku i Grikklandi, og segja þjóðverjar að styrjöldinni þar sé að verða lokið. * 25./4. Boosevelt hefir ákveðið að stækka eftirlitssvæði Bandaríkj- anna á Atlantshafi til öryggis fyr- ir flutninga Breta. Talið er að þjóðverjar séu komn- ir að hliðum Aþenuborgar, en Bret- ar tilkynna, að herir þeirra og Grilckja hörfi skipulega undan. * 26./4. Gríska ríkisstjórnin er flú- in lil eyjarinnar Krít. Enn er bar- isf í fjöllunum norðan við Aþenu, cn svo virðist sem styrjöldinni í Grikklandi sé að verða lokið með sigri þjóðverja og ítala. * 2S./4. Hernámi þjóðverja á Grikklandi talið að vera um það bil lokið. — Telja þeir sig hafa tekið mikið herfang frá Bretum og sökkt, mörgum herflutninga- skipum þeirra, en Bretar telja að brottflutningur herliðsins hafi gengið slysalítið. — * þýzkar og ítalskar hersveitir hafa tekið Sollum í Libyu. — VÍKINGUR 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.