Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Page 1
SlÓmnHHRBLnQlÐ
U í K I H 5 U R
ÚTGEF A.NDI: FARMANNA- OG FIS KIM A N N AS A M B A N D ÍSLANDS
IV. árg. 1. tbl.
Reykjavík, janúar 1942
GEIR
SIGURÐSS ON:
Við áramót
Árið 1941 er liðið. Jólahátíðin og nýárshá-
tíðin eru þær hátíðir, sem allir fagna, en
þreytast eigi á, þótt þær sjeu hinar sömu eða
svipaðar, ár eftir ár og öld eftir öld. En margt
er það á hverju ári, sem líður, er menn lcysu
að eiga kæmi fyrir aftur. Eitt er sameigin-
legt fyrir alla, að ef sorgin og þrengingarnar
berja að dyrum, þá er það hið mesta böl er
viðkomandi getur hent.
Á þessum tímum, hins æðisgengna hildar-
leiks, sem nú er háður í lofti, á láði og legi,
eiga margir um sárt að binda víðsvegar um
heim allan, og eigi fer okkar litla þjóð var-
hluta af afleiðingum hinna viltu hamfara, er
það öllum landslýð kunnugt hvílíkar mann-
fórnir hafa af oss verið krafðar fyrir sakir
þess, og svo þegar hin erfiða barátta þjóðar-
innar og þó einkanlega sjómannastéttarinnar,
við vetrarveðrin hér á hafinu umhverfis land-
ið, er einnig tekin til athugunar, og þau hörmu-
legu slys, er af þeim leiðir, þá er eigi furða
þótt menn um stund setji hljóða, en enginn
skyldi örvænta, því ávalt kemur skin eftir
skúr og bjartari og betri tímar renna upp,
þegar ofviðrið hefir geysað um stund.
Fyrir fáum dögum var eitt stórslysið að
henda okkar litlu þjóð, er b.v. Sviði hvarf í
djúpið, með 25 hinna vöskustu manna innan-
borðs. Hætturnar eru alstaðar á hafinu nú á
þessum tímum, enginn skyldi gera lítið úr
þeim, né bregða mönnum um kjarkleysi, þótt
á þær sé minnst, staðreyndirnar tala sínu máli.
Þannig hefir þjóð vor orðið að sjá á bak yfir
130 hraustra manna í hafið á síðasta ári, það
er mikill hópur og eftirsjár verður. Það þarf
1
ekki að taka það fram, að mikill meiri hluti
þeirra féll fyrir morðtólum stríðsþjóðanna,
það er sái't til þess að vita, að lítil þjóð, sem
vill lifa í friði við alla menn, skuli þurfa að
færa þessar fórnir, af völdum stríðsins, og
ávalt er það þó sárast þeim ástvinum og ætt—
mennum, er eftir lifa, en þeirra huggun er, að
þeir létu lífið sem góðir synir ættjarðarinnar,
við drengileg og heilbrigð störf í þágu lands
og þjóðar. Þeir háðu sitt stríð, eins og góðum
íslendingum sæmir, sú eina barátta, er við
viðurkennum, að sé siðuðum mönnum sam-
boðin, er baráttan fyrir lífi og brauði, til
handa þeim, er land vort byggja, og barátt-
an fyrir hugsjónunum um betri og bjartari
framtíð til handa þjóð vorri og fósturjörð. All-
ir þessir menn, er þannig létu lífið, hafa því
unnið sigur, sigur lífsins sem er í því innifal-
inn að starfa, öðrum til gagns og blessunar.
Það, sem við því getum gert, er eftir lifum, er
að þakka þeim vel unnið starf og biðja þeim
hinum mörgu góðu drengjum fararheilla, til
hins nýja heimkynnis, og þeim er harma látna
ástvini, þreks og huggunar. — Okkar litla þjóð
sem svo oft hefir átt í harðri baráttu, á nú í
vök að verjast, frá mörgum, hliðum, alstaðar
eru hætturnar og óráðnar gátur, sem að
steðja, aldrei er eins og nú, þörf á þreki og
samhug, einlægum vilja til þess að vernda og
gæta þess, sem áunnist hefir í baráttu þjóð-
arinnar, á undanförnum árum. Einasta frelsis-
von lítilli þjóð til handa, er óeigingjarnt og
einlægt samstarf á örlagastund, dæmin úti
um heim eru deginum ljósari, um það, hvern-
VÍKINGUR