Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Síða 10
gagnvart þessari bakteríu og forherðing hug-
arfarsins má enginn heiðarlegur maður vera
hlutlaus. Sérstaklega situr það illa á afkom-
endum þeirra manna sem yfirgáfu eignir og
óðul af því þeir settu frelsið öllu ofar að láta
sem sér komi núverandi átök í heiminum
ekkert við. Að til skuli vera menn á íslandi,
sem aðhyllast afnám sjálfsögðustu mannrétt-
inda, er vissulega kaldhæðni örlaganna eftir
allt sem á undan er gengið. Maður freistast
til að spyrja eins og Jónas Hallgrímsson:
Hvað er þá orðið okkar starf í sexhundruð
sumur o. s. frv., en sú er þó bót í máli, að
þessir ofbeldissinnuðu öfuguggar eru hér í
allmiklum minnihluta, en hættulegir eru þeir
öllu frelsi og sjálfstæði eigi að síður, sé þeim
sýnd nokkur linkind eða undanlátssemi. Boð-
orð eyðimerkurinnar: ,,Auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn“ er það eina, sem að haldi
kemur í viðskiftum við þessa pilta.
Allar líkur benda til, að Islands bíði björt
og fögur framtíð í verzlun og viðskiftum við
hin frjálsu og auðugu Bandaríki, svo framar-
lega sem við sleppum við verstu hörmungar
styrjaldarinnar og það vona allir góðir Is-
lendingar, en uppblástnum og dólgslegum
munkahettumönnum eða ofbeldissinnuðum
þjóðarrembingum má ekki líðast að vaða uppi
og eyðileggja framtíð landsins, því meðan
hinn raunverulegi húsbóndi og lærifaðir þess-
ara manna er önnum kafinn við að handsama
sannleikann, hjá Moskva og Leningrad, þá
láta þeir fá tækifæri ónotuð til þess að stofna
til allskonar vandræða og óeiningar, sérstak-
lega í sambandi við setuliðið og hernám það,
sem Bretar neyddust til að framkvæma hér af
illri nauðsyn.
En munum það, að þegar þessir menn taka
að grobba af eigin föðurlandsvináttu, þá er
illt nærri, því þá vilja þeir fá hér innlenda of-
beldisstjórn setta á laggirnar, en sniðna eftir
erlendri fyrirmynd. Þegar þeir geta ekki orða
bundist yfir undirlægjuhætti annara, við er-
lent vald, þá þrá þeir ekkert heitara en að
fá tækifæri til að flatmaga og velta sér um
hrygg upp úr skarninu frammi fyrir erlendu
valdi og harðstjórum. Þannig er innrætið;
vörumst slíka, því sá andi, sem lýsir sér í
þessu framferði er slíkur, að hann ætti ekki að
þekkjast.
Við lifum nú á alvarlegum tímamótum.
Það hriktir í stoðum voldugra heimsvelda,
fjöldi milljónaþjóða, sem áður nutu frelsís og
sjálfstæðis, engjast nú sundur og saman und-
ir járnhæl kúgarans. Frelsi allra smáþjóða er
í óvissu og á hverfanda hveli, Þótt við njótum
VÍKINGUR
alls ekki fullkomins sjálfstæðis eins og sakir
standa, þá er þó hlutskifti okkar allt annað og
betra en annara hernumdra þjóða. Tvær af
leiðandi þjóðum heimsins dvelja nú á meðal
okkar, báðar hafa þessar þjtóðir það á stefnu-
skrá sinni að losa hinar hernumdu þjóðir und-
an okinu. Þar sem svona stendur á, virðist al-
gerlega óþarft og óviturlegt að berja höfðinu
við steininn eins og óþægur krakki, og hrópa
sífellt um sjálfstæði, en vilja þó ekkert í söl-
urnar leggja til þess að öðlast það. Þegar þar
að kemur, endalaust nudd og nag um kúgun,
þar sem engin kúgun er, virðist óþarfa ávani.
Væri ekki ráðlegra að sýna þessum aðkomnu
þjóðum, sem nú dvelja á meðal okkar, og hafa
allt okkar ráð í hendi sér, að við meinum eitt-
hvað með sjálfstæðistalinu og eigum skilið að
ráða okkur sjálfir, þegar hægt verður að koma
því við. Því hvað á blindur við bók að gera,
þegar allt kemur til alls.
Þetta ætti greinarhöfundur að athuga,
næst þegar hann arkar út á ritvöllinn skrýddur
lánuðum kufli hins óþekkta sjómanns.
Grímur Þorkelsson.
Leiðrétting:
Hér með afturkallast óviðeigandi ummæli
um kaupfélagið á Hvammstanga, sem birt
voru með fréttum þaðan í októberhefti blaðs-
ins síðastliðið haust. Blaðið hefir fengið að
vita, að frásögn þess um fiskkaup félagsins
voru röng. Kaupfélagið er ekki kaupandi að
fiski, en tekur fisk aðeins í umboðssölu. Enn
fremur var það rangt í þessari frétt, að hrað-
frystihús sé á Hvammstanga. Það er ekki til
á þeim stað, og hefir aldrei verið.
ir
Ofanritaða leiðráttingu Skúla Guðmunds-
sonar pr. pr. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga,
birtum við með ánægju. Sjómannablaðið Vík-
ingur hefir ekki og mun ekki verða svo for-
hert, gegn því sem sannara reynist, að það
hliðri sér hjá, að birta leiðrétingar á því, sem
rangt skyldi meðfarið í því, einhverra orsaka
vegna. Hinsvegar vill blaðið benda þeim á, er
ef til vill þyrftu að leita einhveiTar leiðrétt-
ingar hjá okkur, að alger óþarfi er að biðj-
ast þeirra með feitletruðum undirstrikunum.
Útflutningur frá
ársbyrjun til októberlokal941. numið að verð-
mæti í krónum 157.092.300 kr.
Þar af eru sjávarafurðir 148.288.180 kr.,
landbúnaðarafurðir 8.757.180 kr. og ýmsar
vörur 46.940 kr,
10