Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Side 11
mnc
L
sextugur
25. nóv. síðastliðinn varð Guðmundur Jóns-
son, skipstjóri á línuveiðaskipinu Freyju, sex-
tugur. Hann á svo langan og merkilegan sjó-
manns- og skipstjóraferil að baki sér að frá-
sagnar er vert.
Guðmundur frá Tungu, er hann ætíð kall-
aður. Auknefnið hlaut hann af Tungu við
Skutilsfjörð í Norður-ísaf jarðarsýslu. Þar
bjuggu foreldrar hans, Jón Ólafsson og
kona hans Sigríður Halldórsdóttir. Þar ólst
hann upp, og þaðan kom hann í skiprúm, 11
ára að aldri; réðist þá, vorið 1893 matsveinn
á þilskipið Bolla frá Ssafirði. Síðan hefir hann
ekkert sumar verið í landi, svo þau eru orðin
49 sumrin, sem hann hefir verið á sjónum,
án þess hlé yrði á.
Þegar Guðmundur var 17 ára, hóf hann
vetrarróðra á opnum bátum. Var hann eftir
það á sjónum vetur og sumar. Réri frá hausti
til vors, en var á skútum á sumrum. Árið 1909
varð hann formaður á vélbát. Það var m.b.
Héðirin. Hann var með Héðinn eitt ár, en varð
þá stýrimaður á Hákarlagunnu, og síðan skip-
stjóri á því skipi. Árið 1911 varð Guðmund-
ur skipstjóri á m.b. Huldu, sem þá var með
beztu vélbátum við Djúp. En 1913kom m.b.
Freyja til ísafjarðar. Hafði Karl Olgeirsson
verzlunarstjóri Edinborgarverzlunar á ísa-
firði látið byggja þann bát í Svíþjóð. Varð
Guðm. skipstjóri á ,,Freyju“ og meðeigandi
skipsins. Var Freyja þá talin bezta og full-
komnasta skip vélskipaflotans vestra. Var
hann skipstjóri á Freyju í 12 ár, og varð þá
landskunnur fyrir dugnað og aflasæld.
Þegar Edinborgarverzlun á Isafirði lagðist
niður, varð Guðm. skipstjóri á línuveiðaskip-
inu Atla. Síðan eitt ár stýrimaður á l.v. Fróða.
Og enn skipstjóri á l.v Pétursey. En árið 1932
keypti hann ásamt nokkrum öðrum l.v. Freyju
og hefir verið skipstjóri á því skipi síðan.
L.v. Freyja er minnsta línuveiðagufuskip
fiskiflotans, 67 smál. brúttó, og var ekki í
miklu áliti, þegar Guðm. tók við formennsku
á henni. Hafði útgerð skipsins ekki fært eig-
endum mikla gæfu. En síðan Guðm. tók við
skipinu, hefiir miki'l gifta fylgt því. Hafa
margir undrast það aflamagn, sem Guðm.
hefir jafnan innbyrt í þetta skip, sem nú er
fertugt að aldri. En ekki er minna um vert þá
gæfu, sem skipinu hefir fylgt í öðrum efnum.
Síðasta sumar var lítið síldarsumar, vertíð
stutt og stopul. En Guðm. frá Tungu tíndi
11500 mál og tunnur upp í litlu Freyju þetta
49. sumar sitt á sjónum. Ber það eigi vott elju-
leysis né glapa.
íslenzkir skipstjórar hafa margir verið af-
reksmenn í aflabrögðum. Er það að vonum
talinn hcfuðkostur fiskimanna. Guðm. hefir
verið þar í fremstu röð, svo að hann er lands-
kunnur fyrir. Þó hefir honum fylgt önnur
gifta, sem ekki er minna um vert. Hann hef-
ir aldrei mist skip, og aldrei hefir farizt
maður af skipi hans. Slíkum mönnum er bezt
farið, sem bæði eru djarfir og forsjálir.
Guðmundur er kvæntur ágætri konu, Krist-
ínu Hansdóttur, sem er fædd og upp alin hér
í Reykjavík. Þau hjónin eiga 4 börn upp kom-
in og mannvænleg.
Á sextugsafmæli Guðmundar, 25. fyrra
mán. barst honum fjöldi árnaðaróska, og
heimsóknir fjekk hann margra vina og sam-
starfsmanna, og vinargjafir. Þar á meðal dýr-
an grip, er skipverjar hans og meðeigendur
færðu honum.
Guðmundi er svo farið, að hann er stiltur
og yfirlætislaus, en skörungur í framkvæmd,
fastlyndur og fastorður. Hinn bezti þegn,
hvenær sem á reynir.
Sigurður Kristjánsson.
11
VÍKINGUR