Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Page 14
HALLDOR JONSSON Sekir menn Enginn nema sá, er til þekkir, skilur þá raunverulegu harðneskju, sem íslenskir sjó- menn brynjast í lífsbaráttu sinni á hafinu, og verður þeim eðlisborin. Tökum til dæmis fiski- mennina. Lífsstrit þeirra er háð sífeldum trufl- unum storma og stórviðra, snjóhríða og öldu- róts, eftir árstíðum. Því smærri sem skip þeirra eru, því meiri erfiðleikar og lífshættur. Það hefir því ávalt verið skoðun sjómanna og stór- huga lítgerðarmanna, að stefna að því, að fá sem best og stærst skip. En hver skyldi trúa því, þótt satt sje, að þegar hægt var að kaupa nýtísku togara af stærstu gerð, eins og Bretar og Þjóðverjar not- uðu hjer við land við veiðar fyrir stríðið, að ekki fengist innflutningsleyfi fyrir þá, þótt hægt væri að byggja hundruð þúsunda króna sveitaskóla og lúxusfjós. Skömmu eftir hernám Breta hjer, voru sett ákvæði um bann við því að gefa nokkrar upp- lýsingar um veður. Þessum reglum er mjög nákvæmlega framfylgt gagnvart sjómönnum, og jafnvel svo, að í sjávarháska voru menn hleraðir og gert tiltal fyrir að glapraðist út úr þeim einhver tilvitnun um veðurlag.Auk fjölda fjársekta, er sjómenn hafa orðið fyrir, af því að tala í ógáti af sjer, um veðuraðstæður. En á sama tíma gekk hver veltaiandinn fram úr öðrum lausbeislaður í sjálfu ríkisútvarpinu, og langrausaði oft um hið forboðna efni. Eftir að sú trú margra var snögglega svift rcmantík sinni, að íslensku skipunum væri hlíft við árásum á milliferðum þeirra, og síðan siglingar hófust aftur eftir stutt hlje, hafa sjó- menn gætt ýtrustu varúðar um að láta sem minnst á ferðum sínum bera. Skipin sigla al- gjörlega ljcslaus, þó kolsvarta myrkur sje, og oftast hvernig sem viðrar. Slík sigling er ægi- legaþvingandi, þótt ekki sje gasprað hátt um það af þeim, er í því eiga. En i ríkisútvarpinu er hrópað upp um það, ,,svo heyrast skal um heima alla“, hve mikið sje flutt út frá landinu og nákvæmlega til- VÍKINGUR greint, hve saltfiskur og einkum ísfiskur s.je mikill hluti útflutningsins, og að sá síðarnefndi útflutningur fari sívaxandi. Það er ágætt að blöðin flytji þjóðinni upplýsingar um hvílík feikn sjávarútvegurinn okkar afkastar, en ó- hæft, að hrópa það í eyru þeirra, er mikið vildu á sig leggja til þess að hindra það. Enginn, sem ekki reynir, getur fullkomlega skilið, hvílík feikna taugaáreynsla ferðalög sjómannsins um hafið er á þessum tímum. — Einstakar glamurskjóður hafa lagst svo lágt, sennilega fremur af vanþekkingu á því sem um var rætt, heldur en af beinum illvilja, að slöngva eituryrðum í garð þessara manna, sem í einkastarfi sínu vinna þó þjóðarheildinni svo ómælanlegt gagn — þó margur gætinn maður- inn hafi lagt þeim hræsnislaust góðyrði — og og glymur ávalt hæst ögrunin illa, að áhættu- þóknun sjómannanna væri ,,hræðslupeningar“. En ámátlegur kinnhestur örlaganna væri það, ef satt er, að sá hinn sami, er ,,spakmæli“ þetta er tileinkað, hafi látið byggja öflugasta loftvarnabyrgi, sem hjer þekkist og einasta einkabyrgi hjer á landi í nýbygðu húsi sínu. Og hver skyldi trúa því, að ennþá viðgangist fyrir utan margvíslega tímatöf frá því að kom- ast heim til sín, vegna ýmissa ráðstafana af hernaðarástæðum, eftir að komið er að landi, að sjómennirnir skuli í hvert sinn er þeir sleppa lifandi til baka, vera teknir undir ótakmark- aða rannsókn á föggum þeirra, áður en þeim er sleppt í land, eins og á ferðinni væru stór- þjófar. Og verða oft fyrir stóróþægindum fyrir það, sem þeir hafa keypt til þess að gleðja heimili sín, sem lifa jafnvel undir ennþá þyngra fargi en þeir sjálfir, meðan ástvinur- inn er að heiman. Þó er heimverutími hans miðaður við einn sólarhring, og eru í flestum tilfellum þessar köldu heimkomukveðjur föð- urlandsins þar innifaldar. Hver undrast, þótt sjómönnunum þvki lítið fara fyrir þakklætinu og ennþá minna viður- kenningunni, fyrir það sem svo óspart er lofað í orði, og nefnt hetjuskapur, og stjettin prýdd 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.