Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Qupperneq 21
Á skipum þessum uxu upp dugandi og framsæknir sjómenn. Margir skipstjóranna urðu landsþekktir afla og atorkumenn. Fyrir utan þá, sem þegar hafa verið upptaldir, má nefna: Þorstein Eyfirðing, sem fyrst reri úr Bolungavík, en var síðan skipstjóri á ,,Sóley“ og nú eigandi ,,Fróða“. Hann var svo fiskinn að það var sagt, að hann þyrfti eklci nema reka hendina í sjóinn og bragða á, þá fyndi hann hvar fiskur væri undir. Jóhann Eyfirð- ing bróðir hans, Halldór Samúelsson, Guðjón frá Bakkaseli, bræðurna Halldór, Guðmund og Helga Benediktssyni, Halldór Sigurðsson, Guðmund Magnússon, Jón Barðason, Einar á Eyri, Guðmund frá Eyri, Magnús Vagnsson, og þá ekki sízt Guðmundana þrjá, Guðmund úr Tungu, Guðmund Þorlák og Guðmund Júní, sem árum saman hafa verið hinir hinir ókrýndu aflakóngar mótorbátanna. Guðm. Jónsson, Tungu. Guðmundur Jónsson úr Tungu er þeirra elztur. Hann hefir lengst af verið skipstjóri á ,,Freyju“. Reyndar ekki alltaf hinni sömu ,,Freyju“; hann kærir sig ekki um skip með öðru nafni. Fyrst lengi á Isafjarðar ,,Freyju“ Karls Olgeii'ssonar, og núna síðast á sinni eig- in ,,Freyju“, línuveiðaranum í Reykjavík. Guðmundur er maður sístarfandi og unnir sér aldrei hvíldar. Sennilega hefir enginn ís- lenzkur skipstjóri á sambærilegu skipi, sært upp eins mikinn fisk úr sjó um æfina og hann. Hvort sem um þorsk, síld eða hákarl hefir verið að ræða. Guðmundur Þorlákur Guðmundsson byrj- aði formennsku 1912 á 6 tonna bát og var með fjóra báta á undan ,,ísleifi“, en skip- stjórn sína á ísleifi hór hann með því að vera aflahæstur ísfirzku bátanna. Hann hef- ir aldrei brugðist síðan, til þessa dags. Hann var svo glöggur og djarfur til sóknar, að ekki þótti vit að róa ef hann gerði það ekki. Guð- 21 Guðm. Þ. Guðnuindsson. mundur Þorlákur er að mörgu leyti einstakur maður, og alla hans skipstjóratíð hefir það aldrei komið fyrir að honum hafi nokkurn- tíma hlekkst á, þrátt fyrir mikið kapp, og veður öll válynd. Hið minna fiskiskipst.jórapróf hefir alltaf verið hnappelda um fætur Guðmundar, eins og annarra ísfirzkra skipstjóra. Hann hugðist að taka próf af Stýrimannskólanum í Reykja- vík. veturinn 1918, en var svo óheppinn, að skólanum var lokað á miðjum tíma vegna hinnar mannskæðu influenzu. Síðan hefir hann ekki gefið sér tíma til þeirra hluta. — Línuveiðarinn ,,Ilafþór“, var keyptur undir Guðmund og fengin fyrir hann undanþága til að vera með hann. En þegar Guðmundur komst að því, að undanþágan var bundin við þetta eina skip, og ekkert annað, reiddist hann, og hefir síðan ekki viljað vera með stærra skip en réttindi hans leyfa. Hann lét smíða mótorbátinn ,,Jón Þorláksson“ 1935, og hefir verið skipstjóri á honum síðan og' gert hann út frá Reykjavík, og síðustu vertíð (1941), gaf enginn hásetum sínum hér meiri hlut en Guðmundur Þorlákur. Guðmundur Júni Ásgeirsson er yngstur Guðmundanna. Á Isafirði var það venja að piltar byrjuðu sjómennsku með eldamennsku. En Guðmundur Júní segist aldrei hafa verið kokkur, og aldrei stýrimaður. Hann byrjaði sjóróðra við ísafjarðardjúp þegar hann var 12 ára og fékk 300 króna hlut fyrsta sumarið í Þernuvík. Síðan hefir hann séð mikla pen- inga koma og fara. Á stóru bátunum byrj- aði hann fyrst á ,,Gylfa“ og síðan á ,,ísleifi“ hjá nafna sínum. Tók síðan við skipstjórn, fyrst á „Ármanni", sem kallaður var „Fjósa- rauður“, svo á Sóley, Gissuri hvíta og ótal skipum öðrum, að landsins stærstu línubát- um, og hefir honum alltaf gengið vel. Ein- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.