Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Page 22
Guðrn. Júní Ásgeirsson.
hver ókyrrð var í Guðmundi þegar fiskur var
tregur. Það var ekki ótítt á síldveiðum að
hann sæist um morguninn út af Horni, en
að kveldi næst dags, austur undir Langanesi,
í eii'ðarlausri leit að hinum gyllta fiski. Nú
síðast hefir Guðmundur stýrt skipi á ófriðar-
svæðinu í fiskflutningum. Það er verkefni,
sem honum fellur vel. Hann hefir reyndar
engin réttindi til þess, eii gerir það samt, —
með ,,leppi“.
,,Pungaprófið“, hefir orðið mörgum ís-
íirzka sjómanninum ónógt. Það dugði vel til
að byrja með, en skipin hafa stækkað örara
en þau réttindi, sem það veitir. Það er hægara
sagt en gjört fyrir fullorðna menn, sem orðn-
ir eru ráðsettir og búnir að stofna heimili, að
fara að setjast aftur á skólabekkinn, þegar
þeim býðst stærra skip. Ef ísfirðingar og aðr-
ir Vestfirðingar vilja gera eitthvað fyrir sína
ungu menn, þá eiga þeir að tryggja sér
heimavistardeild við hinn nýja fyrirhugaða
sjómannaskóla í Reykjavík, og létta þeim á
allan hátt dvölina þar. En ,,pungaprófin“
eiga þeir að leggja niður, og róa með ,,punga-
prófs“ skírteinin út á opna Hornavík, og varpa
þeim þar ofan í sextugt Djúpið.
Hér hefir aðeins lítilsháttar verið skýrt frá
upphafi vélbátaútgerðarinnar á ísafirði, og
sumum þeim mönnum, sem hún skapaði fram
að lokum fyrri heimsstýrjaldar. ísafjörður
var þá orðinn blómlegur bær með fjörugu at-
hafnalífi, og þangað flykktust menn í at-
vinnuleit hvaðanæfa af landinu. Nokkru eft-
ir að stríðinu lauk, urðu snögg þáttaskifti og
kyrrstaða um hríð. Ekki af því, að dregið
hefði af ísfirðingunum, heldur vegna þess
VÍKINGUR
ísafjörður
að þeir spiluðu of djarft, lögðu allt á borðið
á eitt númer, og — töpuðu.
Síldin, sem menn vonuðust til að yrði þeim
hinn mesti bjargvættur, varð þeim að fótakefli
og lágu til þess ýmsar orsakir, er ekki verða
raktar hér.
Menn, sem voru efnaðir en hefðu orðið auð-
ugir, urðu fátækir á einni nóttu. Milljónir
fóru forgörðum. Margir urðu og til að ryðja
um þeim vagninum sem hallaðist. Upplausn
kom í lið ísfirðinganna. Ifinir eftirsóttu bát-
ar þeirra og sjómenn, dreifðust um allan sjó.
Mikill flokkadráttur og kurr varð með mönn-
um, en framtaks eðlið leið ekki undir lok,
heldur hertist í þeirri deiglu og tók á sig nýj-
ar myndir. Menn tóku sig saman um að láta
„verkin tala“, og nú keppa ísfirðingar um
hver ,,flokkurinn“ geti smíðað betri báta.
ísfirðingar hafa aftur eignast samstæð-
asta og bezta mótorbáta flotann á landinu.
Henry Hálfclansson.
Þó ekki byrji árið vel,
og enginn fiskur veiðist,
og yfir gangi austan él,
úr því bráðum greiðist.
J. B.
Af suðaustri er satans él,
svona tíð mér leiðist.
Ekki byrjar árið vel,
enginn fiskur veiðist.
G. E.
22