Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Síða 23
Endurnýjun fiskiflotans
Engnm þeim manni, er eitthvað hugsar fram
í tímann, lætur sig varða hag Reykjavíkurbæj-
ar, blandast hugur um, að atvinnuleysi muni
gera hjer stórt strandhögg að styrjöld þeirri
lokinni, er nú herjar heiminn, ef alt verður
látið reka á reiðanum, eins og fullt útlit, er fyr-
ir. Jeg geri fastlega ráð fyrir því, að þótt allar
fjehirslur ríkis, bæja og einstaklinga yrðu upp-
urðar, til þess að halda uppi atvinnubótavinnu
eða þegnskylduvinnu,, þá yrði afrakstur sá,
sem af slíkum atvinnuháttum fengist heldur
ljettvægur og hrykki skammt til þess að borga
með allar þær greiðslur, sem við árlega þurf-
um að inna af hendi fyrir brýnustu nauðsynj-
ar. Það er ekki svo lítil fúlga, og ekkert leyfi
höfum við til þess að búast við því að hjer komi
til með að geisa nein sparnaðaralda á næst-
unni. Því síður að þ.eir sem ráða innflutningn-
um komi til með að vitkast í náinni framtíð,
og læri að greina hismið frá kjarnanum.
Um iðnaðinn íslenska er það að segja, eins
og allir vita, að hann er ekki ennþá kominn á
þann rekspöl, að um mikinn útflutning geti
verið að ræða, er þýðingu hefði sem gjaldmið-
ill. Þar kemur aðeins sá iðnaður til greina,
sem byggist á því, að hægt sje að sækja afla-
föng í skaut Ægis.
Þá er það landbúnaðurinn. Hann er nú held-
ur lítils megnugur til þess að bjarga við inn-
flutningi við okkar hæfi. Það neitar því eng-
inn, að bændunum íslensku sje alls góðs unn-
andi, og að þeirra störf hafa ekki verið betur
launuð en önnur störf þjóðfjelagsins. En leitt
er til þess að vita, að einhver allra viðbjóðs-
legasti skattur, sem á okkur er nú lagður, sem
við sjóinn lifum, er verðlag það á landbúnað-
arafurðum, sem malarbúinn verður að greiða
fyrir slæma mjólk, knapplega mældan rjóma,
illa hnoðað smjör, misjafnt og ónákvæm’ega
flokkað kjöt.
Og allt eru þetta vörur, sem engin þjóð í
heimi vildi greiða fyrir þriðjung þess verðs,
sem við erum lögþvingaðir til að greiða út í
hönd, og sjá því allir, hve skattur þessi er gíf-
urlegur að vöxtum. Þegar augsýnilegt er, að
fjárhagslega hagkvæmara væri að sækja og
kaupa landbúnaðarafurðir þær, sem flytjan-
legar eru langleiðir, alla leið til Argentínu,
23
Á þessu heimskulega ástandi fást engar bæt-
ur, fyr en sjómenn og útgerðarmenn hafa kom-
ist að reun um, að það sje eins affarasælt fvrir
þá að ráða einhverju sjálfir, en láta ekki þeim
fjandsamleg öfl flestu ráða i þjóðfjelagi
okkar.
Eftir öllum staðháttum í landi okkar, er
ekki annað betra sem við getum gert en sækja
sjóinn, viljum við halda áfram að lifa sem
framfara þ.jóð, án þess að komast í g.jaldþrota
aðstöðu, eins og á hriflungaöldinni.
Ekkert vantar okkur eins tilfinnanlega eins
og góð, stór nýtísku fiskiskip, bæði togara og
línuveiðara með dieselv.jelum.
Við eigum sæmilegan flota af smærri og
miðlungs fiskisklpum, og gætum kannske fljót-
lega aukið við þann skipastól með innanlands
byggingum, en við eigum ekki nema eitt skip,
sem hugsanlegt vsgri að gæti með góðum á-
rangri stundað fiskveiðar á f.jarlægum miðum.
Það er hægt að fiska á stórum dieselvjelar-
skipum á tvennum miðum, bæði heima og fjar-
lægari, en litlu fleyturnar eru aftur á móti
bundnar við heimamið eingöngu. Stóru skipin
er hægt að nota til flutninga og síldveiða, þó
la ngt þurfi að sækja.
Fiskur og síld geta lagst frá, fjarlægst grunn
mið, máske tugi ára, hver veit. Hvar erum við
þá staddir með smáfleyturnar einar saman?
Endurnýjun stórskipa fiskiflotans er svo að-
kallandi, að ilest annað verður að þoka fyrir
þeirri þ.jóðarnauðsyn, sem einnig er stærsta
hagsmunamál okkar bæjarfjelags, allt verður
að gera sem mögulegt er, til þess að okkur
ekki skorti nægilega mörg nýtísku fiskiskip
af þeim stærðum og gerðum, er okkar færustu
menn á þessu sviði álíta að okkur komi að
sem víðtækustum notum.
Við sjómenn eigum heimtingu á, að þessu
máli sje gaumur gefinn, og því fyr því betra.
Langmestur hluti gjaldeyris þess, sem við
höfum yfir að ráða, er fenginn fyrir sjófang
það, er íslenskir fisk'menn allt í kringum hólm-
ann hafa flutt að landi. Fyrir þetta strit á land-
ið orðið fyrir skuldum. Sjómenn og útgerðar-
menn hafa ekki haft ráð gjaldeyrisins í sín-
um höndum, þess vegna stimplast það á þá
menn, er með þau völd hafa farið, hvernig
VÍKINGUR