Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Side 24
Ymislegt komið er, og þá eina. Þeir hafa staðið þvert í g'ötu fyrir endurnýjun stórskipaflotans og eðlilegum vexti hans. Ekkert fals, enga mærð, ekki ,,Capitönur“, „Hamónur" eður ,,Guide Me-ur“. Það er kom- ið nægilegt af þeirri tegund skipa, og væri fróðlegt að vita, hver bæri ábyrgð á því, að fleygja dýrmætum gjaldeyri á glæ, gegn slík- um endemum. Hjer er þörf skjótra aðgerða, mörg stór ný- tísku fiskiskip, togara og línuveiðara. Það er og verður mál málanna. Það er öllum fjár- sjóðum dýrmætust eign okkar litla eyríkis. Steindór Arnason. Til lesendatina Eins og öllum er kunnugt, er vinnustöðvun í prentiðninni að miklu leyti. En þar sem Vík- ingurinn átti tilbúnar 24 blaðsíður fyrir ára- mót og óvíst um hvenær full vinna verður upp- tekin í pr.entiðninni, taldi ritnefnd Víkingsins sjálfsagt, þar sem möguleikar voru fyrir hendi, að senda það efni, sem tilbúið var, til lesend- anna. Aftur á móti hefir verið ákveðið að bæta lesendunum upp aftur síðar þessa skerðingu efnismagnsins. Um leið vill ritnefndin nota tækifærið og skora á menn víðsvegar um land, að senda blaðinu greinar um ým.s efni. Hr. ritstj. Vill Sjómannablaðið Víkingur upplýsa eftirfarandi: Er það ekki mishermi eða rangt frá skýrt, sem stendur í grein í Tímanum, eftir J. J. í sambandi við Snorra- hátíðina í Reykholti s.l. haust, en þar segir J. J. að Pálmi Loftsson forstjóri hafi siglt skipinu frá Alaborg til íslands, fyrstu ferð skipsins eftir byggingu þess. Þar sem mig minnir, að Ásgeir Sigurðsson hafi ver- ið skipstjóri á skipinu frá byrjun og að hann hafi ver- ið í Álaborg til umsjár með byg-gingunni á meðan á henni stóð, vil ég biðja Vikinginn að upplýsa þetta. Norðlenzkur sjómaður. Svar: Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir aflað sér, mun spyrjandinn hafa alveg rétt fyrir sér. Ritstj. G)/ 6)) i a n 11 a L n edsL apur Blíða sumar, bjartir, fagrir dagar, blómgvir skógar, iðjagrænir hagar. Friður yfir hauðri og úthafsöldum. Ó, sú dýrð, á fögrum sumarkvöldum. Um haust, er stormar haf og hauður geisa, hrannast ský og birgja sólar eld. Hvítan fald á hafi öldur reisa. Iiaustið það á líka fögur kveld. Kaldi vetur, mikill er þinn máttur, mjallar þaki hylur freðna gruna. Stirndur himinn, guðdóms gullinn þáttur, glitra norðurljós um aftanstund. G. E. ★ Þó yrki jeg ljóð, um himins háleitt veldi, um haf og okkar blessað föðurland, er morgunbaga burtu týnd að kveldi, og braga fleytu nærri rennt í strand. Sama er að segja um mansöngs kvæði, þau svífa burt í gleymsku djúpan hyl. Ég reyni samt að bagia, ef býðst mér næði, þó búi sjaldan góða stöku til. ★ Tímans fylling dæmir dáð, dug og snilli manna. Sólin gyllir lög og láð, landið hyllinganna. J. B. Orðskviðir. Sjaldan skortir þann vísuna, sem viljugur er að syngja. Oft eru þau sárin verst, sem ekki blæða. Reiðin er hávær, en harmurinn þögull. Að geðjaft öllum er guði um megn; einn vill fá sól- skin, annar regn. Væri enginn agi, færi vereldin úr lagi. Sá, sem agalaus lifir, ærulaus deyr. Ekki tárast músin við útför kattarins. VÍKINGUR 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.