Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Side 4
ínni frá stöðinni. Consoí stöðvar eru nu hjá Stavanger í Noregi, Bush Mills í Norður-lr- landi, og tvær á Spáni, önnur hjá Lugo, hin hjá Seville. Langdrægni Consol er talin allt að 1500 sjm. Innan við 25 sjm. er Consol ónothæft. Nákvæmni 0,2 til 1,7 gr. (Consol er raunveru- lega þráðlaus miðun). Allar þessar „keðju“- stöðvar senda án afláts nótt sem nýtan dag, svo hægt er að fylgjast stöðugt með stað og staðarbreytingu skipsins. Hvað segir þið nú um þetta, piltar? Að geta hvenær sem er ákveðið stað skipsins innan hálfrar sjómílu nákvæmni. Hafa svo hið alsjá- andi auga, radarinn, til að forðast alla árekstra í hvað niðdimmri þoku eða náttmyrkri sem er. Stilla gyrokompásinn á þá stefnu er stýra skal, og láta hann sjá um að halda henni innan við gráðu nákvæmni, og þurfa ekkert að hugsa um misvísun eða kompásskekkju. Geta þar að auki fylgst stöðugt með dýpinu, sem sagt, séð hvem- ig hafsbotninn liggur í hæðum og lægðum. Já, jafnvel séð hvort síldartorfur eru að þvælast undir botni skipsins. Geta, ef þörf þykir, radio- miðað radiostöðvar hvort heldur er í landi eða á skipum, og geta siglt þröngar leiðir eftir radio- stefnuvitum þar sem þeir eru. Geta þetta allt þó þú sért inni í tilluktum stjórnklefa skipsins, svo hvergi sæist út úr honum, alveg án tillits til þess, hvort úti er dimmt eða bjart. Glæsileg tilhugsun fyrir skipstjórnarmenn framtíðarinn- ar! En þetta er það, sem koma skal. Og það áður langt um líður. Sumt af því er þegar komið. Máske er þetta þó ekki alveg eins einfalt og auðvelt og út lítur í fljótu bragði. Hér er um að ræða hárfín og flókin verkfæri. Þau geta bilað og brugðist. Sérstaklega í höndum manna, sem ekki hafa næga tæknilega sérþekkingu. Það er að vísu unnið að því, að gera þau tæki, sem sett eru í skip, þannig úr garði, að með- ferð þeirra og starfræksla sé sem auðveldust, svo að skipstjórnarmenn með litla sem enga tæknilega kunnáttu geti notað þau. Einnig að traustleiki þeirra sé sem mestur, svo að bilanir verði sem minnstar. Þrátt fyrir þetta er nokkur þekking nauðsynleg svo hægt sé að fylgjast með því hvort tækin starfa rétt, og til að geta gert við smábilanir. Til þess að þau komi að fullum notum þurfa þau að vera í góðu lagi, og þeir, sem nota þau, þurfa að gera það á réttan hátt. Þeir þurfa að þekkja tækin það vel, að í höndum þeirra verði meðferðin á þeim hárrétt. Þeir þurfa að þekkja kosti þeirra og takmarkanir. Þetta eru dýr tæki. Útgerðarmenn setja þau í skipin til að auka öryggi og til að flýta ferð- um skipanna. Þeir verða að sjálfsögðu að hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Vanræksla og vanhirð- ing má ekki eiga sér stað. Það virðist því ekki einhlýtt lengur fyrir skip- stjórnarmenn, að læra að setja stefnu í sjókort og rétta hana fyrir misvísun og kompásskekkju, mæla hæð himinhnatta og reikna út stað skips- ins eftir því, og hvað það nú er fleira, sem reynt var (og er) að troða inn í höfuðið á mönnum í skólanum! Nútíma „sjómennska" er að verða það vélræn, að þeir er skipum stjórna verða nú einnig að læra meðferð ýmissa véla og tækja, ef þeir eiga að geta talizt starfinu vaxnir. Um það mun þó ekki að ræða, að þeir öðlist það mikla tæknilega þekkingu á öllum þessum tækj- um, að þeir verði fullfærir til að finna og gera við allar þær bilanir, er fyrir kunna að koma. Til að tryggja sem bezt starfhæfni tækjanna, þarf tilhögunin að vera sú, að í landi séu menn, sérfræðingar, sem hafi stöðugt eftirlit með þeim. Þeir komi helzt ótilkvaddir um borð í hvert skipti og skipið kemur í höfn. — Ég hef hér Reykjavík í huga. — Þeir fái upplýsingar hjá skipsmönnum um það, hvernig tækið hefur starfað, og ef um bilanir hefur verið að ræða, athugi það og lagfæri ef þörf krefur og sjái um, að það sé í fullkomlega starfhæfu standi þegar skipið leggur úr höfn. Þeir gefi þeim, er tækin starfrækja í skipunum, ráðleggingar og upplýsingar um starfrækslu þeirra og meðferð. Á hvaða grundvelli þessir eftirlitsmenn ættu a<$ starfa geri ég ekki tillögur um. Þar getur komið til greina, að þetta eftirlit heyri alveg undir Skipaskoðun ríkisins, og mennirnir væru starfsmenn þeirrar stofnunar, og það getur einnig komið til greina, að þeir vinni sjálfstætt, og skipaeigendur fái þá til að taka þessi störf að sér. En hvaða fyrirkomulag sem haft yrði með þetta, þá þarf fyrst og fremst að tryggja það, að eftirlitsmennirnir séu 100% færir til starfsins oggegni því með 100% samvizkusemi. II. 1 Nautical Magazine birtist fyrir skömmu grein um „meðferð Radartækja í skipum“ eftir H. Neville Davies, A. M. Brit. I.R.E. (Kennari í Radiotækni). Til að sýna hvað sérfróðir menn erlendis hugsa í þessum efnum, þá læt ég grein- ina fylgja hér með. Greinina þýddi fyrir mig hr. Gissur Ó. Erlingsson, ioftskeytamaður. Hér kemur greinin. „Þegar farið er að búa verzlunax-skip mjög flóknum rafeindatækjum, svo sem radai’, vakn- ar sú spurning, hvernig bezt verði séð fyrir viðunandi meðferð þeii'ra og starfrækslu. Álit það, sem hér kemur fram, er persónulegt álit 122 VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.