Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Qupperneq 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Qupperneq 5
I mitt, og byggist á langri, raunhæfri reynslu, bæði í flotanum og síðar á verzlunarskipum. Allt, sem lýtur að því, hverjar kröfur skuli gerðar til þeirra, sem hafa radar undir hönd- um og notfæra sér þau tæki, er enn til athug- unar. Meðan á styrjöldinni stóð, hafði fjöldi sér- fróðra manna með höndum viðgerðir, viðhald og starfrækslu radartækja flotans, bæði á sjó og landi. Af skiljanlegum ástæðum er ókleift að koma við samskonar skipulagi þegar verzl- unarflotinn á í hlut, enda voru frumskilyrði fyrir nothæfum radar fyrir verzlunarskip þau, að skipstjórnarmaður á verði gæti haft hans full not og tækið væri þannig úr garði gert, að ekki þyrfti tæknilega kunnáttu til að geta not- fært sér það og sjá, hvort allt væri í lagi, er það væri í notkun. Með hliðsjón af reynslu, sem fengist hefur í styrjöldinni, er gert ráð fyrir, að gerð tækj- anna og smíði þeirra hluta, sem þau eru byggð úr, sé komið á svo hátt stig, að traustleiki rad- artækja í skipum sé að minnsta kosti jafn og venjulegra loftskeytatækja. Reynsla, sem feng- izt hefur af tilraunatækjum sýnir þó, að þau fullnægja ekki kröfunum að þessu leyti, en ver- ið er að gera endurbætur, sem miða að því. En hvað um það, og þótt tækin séu leigð út þannig, að leigusali sjái um viðhald og viðgerðir, verð- ur engu að síður að hafa eftirlit með tækjun- um um borð í skipunum. Venjuleg notkun tækjanna er tiltölulega ein- föld, skipstjórnarmenn eiga auðvelt með að læra hana, og ekki þarf nema æfingu til að færa sér í nyt þær upplýsingar, sem umhverfisskífan veitir. Þau stillitæki, sem gera tæknilega ófróð- um manni kleift að fylgjast með starfi tækis- ins, eru einföld í notkun. En hvernig fer, ef gæzlutækið sýnir, að tækið vinnur ekki rétt, þegar skipið er í hafi? Þess er ekki að vænta, að tæknilega ófróður maður geri við það, sem vera kann í ólagi, svo að tækið verður að vera óstarfhæft þangað til unt er að láta fara fram viðgerð í landi. Ef til vill er bilunin einungis í því f ólgin, að lampi er í ólagi, og auðvelt mundi vera að skipta um lampa. En þegar þess er gætt, að í radartæki eru meira en 50 lampar, og flest- ir af margbrotinni gerð, gæti reynzt erfitt að finna þann gallaða, nema tæknikunnátta komi til. Að líkindum yrði lofskeytamanni falið að hafa almennt eftirlit með tækinu og framkvæma miíiniháttar viðgerðir. En hver svo sem hefur slíkt með höndum, hlýtur gagnsemi radartækis- ins að velta á því, hve samvizkusamlega hið daglega eftirlit er framkvæmt, án tillits til að- stoðar við lagfæringar, þegar bilanir eiga sér stað. En það er á almanna vitorði, að starf- ræksla radars hefur í för með sér notkun tækja, straumrása og fræðigreina, sem eru alger nýj- ung í radiotækni. Ef loftskeytamönnum verður falið að veita aðstoð við viðhald radartækja, þarf að veita þeim tilsögn í grundvallaratriðum radar-út- sendinga, loftnetum, myndum á .umhverfisskíf- um og einföldum aðferðum til að finna bilanir. Greinarhöfundur veit af reynslu sem kennari í radartækni, að enginn lærir hana með því einu, að grúska í radartæki. Viðhald radartækja er áhyggjuefni flestum þeim, er þau mál varða, bæði á sjó og landi, og framleiðendur tækjanna halda stutt námskeið, þar sem því verður við komið. Vitanlega er hugsanlegt, að sú gerð radar- tækja, sem endanlega verður framleidd fyrir skip, verði algjörlega örugg í rekstri og þurfi ekkert slíkt viðhald. En greinarhöfundur hefur ekki reynslu af slíku áður og dregur í efa, að tæknin sé enn komin á það stig. Óhjákvæmilegt er, að í tækinu verði hlutar, sem snúast, auk margbreytilegra straumrása, sem eiga það und- ir reglulegu eftirliti, að þær vinni eins og vera ber. Þó skal það játað, að þau tæki, sem nú eru búin til, eru miklu auðveldari í meðfei’ð en fyrri tæki og þróunin mun halda áfram í þá átt. Sakir þess, að meðferð radartækja hefur ver- ið álitin fær séi’fróðum mönnum einum og til skamms tíma hafa þau ekki verið í umsjá manna án tæknilegrar þekkingar á þessu sviði, hefur verið nokkrum erfiðleikum bundið að skapa nýtt viðhorf að því leyti. Það hefur þó verið sannreynt, að óhætt er að fela skipstjór- um og stýrimönnum almenna notkun og með- ferð tækjanna, eftir mjög litla tilsögn. En jafn augljóst er það, að þeir þyrftu að fá nokkra grundvallarfræðslu um atriði tæknilegs eðlis. Þótt þess séu dæmi, að sjómenn hafi kveikt á radartækjum, notað þau og síðan slökkt á þeim, í þeirri trú, að þar væru einungis speglar að vei’ki, er það engin sönnun þess, að tækið komi þeim að því gagni framvegis, sem það gæti gert. Til þess, að skiparadar geti tekið þann sess, sem honum ber, að verða eitt hið gagnlegasta hjálpartæki sjófarenda, er nauðsynlegt, að þeir fái nokkra vitneskju um hvernig tækið vinnur, til að geta skilið til fulls kosti þess og takmark- anir. Talið er, að flokkar stuttra fyrirlestra um grundvallaratriði radarfræðinnar ættu að verða hluti af námi hvers skipstjóra- og stýri- mannsefnis, enda er þetta sjónarmið farið að koma fram við suma sjómannaskóla. Að sjálfsögðu munu þessir fyrirlestrar ekki fjalla um flóknar vísindalegar kenningar, né VÍKINBUR 123

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.