Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Síða 10
Frystitækin. — Eru fleiri framkvæmdir á prjónunum hjá ykkur? Hvað líður hugmyndinni um fisksölu- miðstöðina? — Vel á minnst. Það mál er nú að komast á fastan grundvöll. Þegar Reykjavíkurbær lét fiskiðjuverið hafa lóð til húsabygginga og at- hafna á þessum stað, fylgdi það skilyrði, að gert yrði ráð fyrir í byggingunni allmiklu hús- rúmi, sem nota mætti fyrir fisksölumiðstöð bæjarins. Var svo ráð fyrir gert, að nánar yrði um þetta samið síðar. Húsnæði þetta hefur nú staðið alllengi ónotað. Er það þó að mestu leyti fullbúið til notkunar. Þessar vikurnar hafa stað- ið yfir samningar um rekstur miðstöðvarinnar og hafa verið gerðir um það samningar við Reykjavíkurbæ. Gert er ráð fyrir, að fiskiðju- verið hafi reksturinn með höndum. Sú er ætl- unin, að taka þarna á móti alls konar fiski, þvo hann og meðhöndla á margvíslegan hátt, eftir því sem húsmæður bæjarins girnast helzt. Síðan verður fiskurinn settur í pakka og kassa og geymdur í stórri kæligeymslu, þangað til hann fer út í hinar ýmsu fiskbúðir bæjarins. Úr vinnusal niðursuðuverksmiðjunnar. 12B VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.