Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Side 12
Sóun á sjófangi Fyrir nokkru rakst ég á grein í enska tímaritinu World Digest, með ofanritaðri fyrirsögn. Greinin er skrifuð af enskum sjómanni í blaðið Daily Mail í London, afar víðlesið blað, en tekin upp í ofanritað tímarit í samanþjöppuðu formi. 1 greininni er vikið nokkuð að íslenzkum sjómönnum, meðal annars, á þann hátt, að ég tel hana eiga erindi fyrir augu lesenda Víkings og sneri henni því á íslenzku. Enginn dómur skal hér lagður á réttmæti staðhæfinga greinarhöf- undar, sem heitir Allan K. Taylor. En greinin er svona: „Hversu mörgum brezkum húsmæðrum er kunnugt að milljónum fiska er sóað af togarasjómönnum okkar. Fleygt í sjóinn aftur, að yfirlögðu ráði? Ég er nýkominn aftur úr annarri ferð minni í íshafið á togaranum Stoke City. Á einni viku var ég sjónar- vottur að því, að skipstjórinn á Stoke City, Albert Hutchinson („Storm Hutch“!), elzti togaraskipstjóri Englanda,- lét fleygja 400 kits, þ. e. 4000 stone, af fyrsta flokks þyrsklingi í sjóinn aftur. Hvers vegna? Af því hann vissi að hinir flibbaklæddu herrar á fiskmarkað- inum vildu ekki kaupa hann. Hver fiskur var þó 114 lbs. á þyngd, tilvalin stærð fyrir litla fjölskyldu. Fiskiðnaðurinn og sérstaklega þeir, sem selja fiskinn steiktan, heimta hann stóran og hausaðan. Þeir vilja hann hausaðan, hreinsaðan og flakaðan. Það voru minnst 300 togarar á veiðisvæðinu, á sama tíma og Stoke City. Það þýðir að ef hver skipstjóri hefur látið fleygja í sjóinn aftur sama magni, hefur 'það orðið á einni viku meira en 1.200.000 stone af þyrsklingi sem skiiað hefur verið í sjóinn aftur. Dauðum! Það er aðalatriðið. Hér er ekki aðeins um að ræða að geysi- mikið magn af mat fari forgörðum, 1.200.00, af þyrskl- ingum stráð á hafsbotninn á tiltölulega litlu svæði á nokkrum dögum. Togaramenn fullyrða, að þetta sé áðalorsök þess að fiskurinn hverfi af þessu veiðisvæði. Vegna þess. að botninn, sem áður var frjósamur, sé bókstaflega orðinn spilltur af billjónum dauðra fiska og hausa. „Sérfræðilegir ráðunautar Matvæiaráðuneytisins eru á öðru máli, þeir vita þetta sennilega betur en við“ sagði Hutchinson skipstjóri mér. í maí og júní 1947 voru 800.000 stone af fiski (þ. e. ein máltíð fyrir 16 milljónir manna) dæmd af Matvæla- ráðuneytinu skemmd og óhæf til manneldis í Grimsby einni. „Ég er sannfærður um að tjón þetta orsakaðist mest af því, að fiskinum var haldið of lengi óvörðum á þilfari til afhausunar", sagði Mr. Jack Croft Baker, forseti Félags togaraeigenda. „Óhausaður fiskur þolir ekki aðeins betur geymslu, heldur tekur helmingi styttri tíma að koma honum í ísgeymsluna. Auk þess er það sóun á vinnuafli, þar sem þetta „skemmdarbrjálæði" útheimtir stærri skips- höfn“. Mestum hluta aðflutts fiskjar á stríðsárunum var landað af íslenzkum togurum og þar sem matvæla- ráðuneytið enn hefur þörf fyrir fisk þeirra, hefur nýlega verið gerður samningur við íslenzka togara- eigendur. Islendingarnir héldu því fram, að núverandi hámarksverð á óhausuðum fiski (£2 — ls — 6 d fyrir kit) væri ekki nóg fyrir fiskimennina. Verðið á hausuð- um fiski er £ 3 — 1 s — 6 d og 5 sh. hærra yfir vetrar- mánuðina. Þarna er hundurinn grafinn. Okkar menn verða að halda áfram að hausa fiskinn, sjá hann rotna á dekk- inu, hafa stærri áhöfn til að halda afköstunum, eyði- leggja dýrmæta matvöru, eyða kolum og vinnuafli vegna þess að þetta leiðir af sér lengri veiðitíma, og vita fiskimið sín spillast — aðeins til þess að íslenzkir fiski- menn, sem eingöngu hirða um að ná hinu háa verði á meðan markaðurinn er góður, hagnizt betur. Menn okkar hafa aðeins eitt svar við þessum íslenzku samningum. — Byggið fleiri togara!“ M. Jensson. £tckur Ferlegar bylgjur sig fetta og bretta, fangbrögðin heyja við lclettana gretta, á skipssúðir hraðar þær slcvetta — og detta skipverjum löðrunga þétta svo rétta. 1 vorsins yndi vxri synd viljans binda fætur, ég vil synda um sjáva/r-lind svalar vinda-nætur. Ég vil fráu fleyi á í faðmi sjáar bruna. Kvikur smáar kyssa brá, kveikja þrá og funa. Náttsvartur Dagbjartsson. 130 VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.