Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Qupperneq 15
Ellisjóður Dvalarheimili aldraðra sjómanna er mál, er sjómenn, auk margra annarra, bera mjög fyrir brjósti. Sjómennskan er hættulegt og ótryggt starf, bæði hvað snertir efnahag og líf og limi. Starfið er þó lokkandi fyrir hrausta menn, og gefur mörg tækifæri til dáða. Sjómennskan er svo ólík öllum störfum öðrum, að heita má, að menn, er lengi hafa sótt sjóinn, geti ekki unnið aðra vinnu. Erfitt er því fyrir fullorðna sjómenn að taka upp ný og ókunn störf í landi, er starfsdegi á sjónum lýkur. Tilgangurinn með stofnun dvalarheimilis er að veita þessum mönnum öryggi, þá er þeir hníga á efri ár. Jafnframt að skapa þeim skil- yrði til að vinna á heimilinu að störfum skyld- um sjávarútvegi. Stofnkostnaði heimilisins er nú verið að safna, með gjöfum og áheitum, ásamt ágóða af hátíðahöldum sjómannadagsins hér í Reykja- vík. Lítið hefur heyrzt um hvernig skuli afla fé til reksturs heimilinu. Lítið gagnar að reisa heimilið, nema tryggt verði, að þar fái vist fé- vana sjómenn, jafnt hinum betur stæðu. Gera má ráð fyrir, að margir vistmenn vinni fyrir sér að nokkru eða öllu leyti, en þó mun verða nokkuð af óvinnufærum mönnum. Þá kemur til greina ellilífeyrir, en búast má við að hann nægi ekki að fullu. Má því fullvíst teljast, að ekki verði hægt að reka heimilið án utanaðkomandi fjármagns. Eins og flestum er kunnugt, leggja margar stéttir þjóðfélagsins fé til hliðar til elliáranna. Einnig greiða nokkur félög starfsmönnum sín- um ellilaun. Þessi aðstaða er ekki fyrir hendi hjá sjó- mönnum. Þeir leggja ekki fyrir í samtökum, og í fæstum tilfellum að þeir fái greidd eftir- laun frá einstöku félagi, þar eð þeir starfa á mörgum skipum um ævina. Sjáanlegt er því, að sjómenn verða að leggja fé til hliðar hver um sig. Væri ekki skynsamlegra, að sjómenn legðu fram vissan hundraðshluta af kaupi sínu á sjón- um, er rynni til byggingar og reksturs dvalar- heimilisins ? Þá væru þeir að leggja fé til hliðar til elli- áranna, og þannig að stuðla að léttari lífsbar- sjomanna áttu í ellinni. Ekki væri það mjög tilfinnanlegt, þótt þannig drægjust frá hlut 1—2 af hundr- aði. Ekki væri óeðlilegt, að skipaeigendur legðu fram eitthvað. Brátt mundi þetta koma upp í vana og þykja sjálfsagt. Síðar, er menn flytjast að dvalarheimilinu, mun þeim finnast, að þeir séu áð ganga í eigið hús, sem og er, og séu búnir að greiða dvölina. Æskilegt væri að sjómenn landsins hugsuðu málið og ræddu skoðun sína á tillögu þessari. Ef sýnt þykir, að hún hafi fylgi sjómanna, er þess að vænta, að forvígismenn þeirra beri hana fram til sigurs. Friðþjófiir H. Torfason. Guttormur J. Guttormsson Vestur-íslenzka skáldið góðkunna hefur lengi verið viðurkenndur fremstur íslenzkra skálda þar vestra eftir að Stephan G. Stephansson leið. Komið hafa út eftir hann nokkrar kvæðabæk- ur vestan hafs, en engin hér heima fyrr en nú, að Iðunnarútgáfan sendi frá sér kvæðasafn hans allt í einkar vandaðri og fallegri útgáfu. Hefur Arnór Sigurjónsson annazt útgáfuna og ritað formála. I formálanum segir svo, meðal annars: „... Það má því í raun og rétti telja, að maðurinn Guttormur J. Guttormsson, bóndi í Nýja íslandi,. hafi að vísu fengið og þegið boð íslenzku þjóðarinnar að sækja hana heim sum- arlangt, en skáldinu Guttormi J. Guttormssyni hafi eigi verið boðið heim fram til þessa. En til þess er ætlazt, að með þessari heildarútgáfu af kvæðum hans sé fyrir það bætt, með henni sé skáldinu boðið heim. Og með því heimboði þykjast útgefendurnir leiða fram órækt vitni umþað, að niðjar íslendinganna, er vestur fóru, hafa ekki enn horfið um almannaskarðið í myrk- við þjóðanna vestra ... Eigi þarf að efa það, að þessi myndarlega útgáfa á kvæðum Guttorms verður kærkomiii öllum ljóðelskum Islendingum. — Víkingurinn býður skáldið Guttorm J. Guttormsson velkom- ið heim. VÍKINGUR 133

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.