Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Page 18
Dr. Hermann Einarsson: Sumarsíldveiðin 1947 Á kortum þeim, sem fylgja þessu greinar- korni, má sjá fyrsta árangur þeirrar samvinnu milli fiskideildar atvinnudeildar háskólans og síldveiðisjómanna, sem stofnað var til á síðast- liðnu sumri um öflun nákvæmari upplýsinga um veiðistaði og aflamagn. Margir héldu því fram, að sjómenn yrðu tregir til að útfylla kort þau, sem við deildum út, sérstaklega á Siglu- firði. En ég álít tvímælalaust að þessi tilraun hafi heppnast og reyndar gefið góða raun, mið- að við þá byrjunarörðugleika, sem við mátti búast. Skipstjórar voru beðnir að gefa upplýsingar um: 1. Hvenær veiðiförin hófst og hvenær henni lauk. 2. Hvaða daga veitt var. 3. Hve mikið veitt var á hverjum degi. 4. Hvar veitt var. 5. Fjöldi kasta á hverjum degi. 6. Athugasemdir, ef gerðar voru athuganir á hita, átu o. s. frv. Þá var einnig sýnt kort af síldveiðisvæðinu, og skipstjórar beðnir að merkja á það veiði- staðina með krossi. Þessar síðastnefndu upplýsingar hafa nú ver- ið dregnar saman og sýna kortin upplýsingar þær, sem okkur hafa borizt um veiðistaði í viku hverri meðan síldveiðin stóð yfir. Línuritin, sem fylgja kortunum, sýna afla- magnið sem tekið var á móti á ýmsum stöðum í þúsundum hl. (sjá mælikvarða til vinstri í kortinu). Hvítar súlur tákna bræðslusíld, en svartar saltsíld. Heildar aflamagnið í viku hverri er svo dregið saman ofarlega til vinstri (sami mælikvarði). Greint er milli eftirfarandi svæða: H. — Húnaflóaverksmiðjur. S. — Siglu- fjarðarverksmiðjur. E. — Eyjafjarðarverk- smiðjur. R. — Raufarhöfn. SE. — Seyðisfjörð- ur. Þó æskilegt hefði verið að fá miklu fleiri spurningaeyðublöðum svarað, gefa þessi kort þó dágóðar upplýsingar um megindrættina í síld- veiðunum sumarið 1947. Á þeim sést, að um tvær meginaflahrotur hefur verið að ræða. Sú 136 fyrri var á miðsvæðinu 9.—19. júlí, en sú síð- ari á austursvæðinu í lok júlímánaðar. Ef við hefðum í höndum upplýsingar frá öll- um skipum, mætti þannig fylgjast með hreyf- ingu síldarinnar frá degi til dags, og má öllum vera það augljóst, hvílíka þýðingu þessar upp- lýsingar geta haft þegar stundir líða fram. Er hægt að setja þessar hreyfingar síldar- innar í samband við skilyrðin í sjónum á þess- um tíma? Þarna kemur til kasta fiskifræðing- anna og skal strax játað, að hér er margt enn ógert, enda var ekkert fast skip við síldarrann- sóknir síðastliðið sumar, heldur varð ég að þvælast með áhöld og útbúnað úr einu skipi í annað, sem alltaf höfðu jafnframt öðrum störf- um að gegna. Þó tókst að safna dálitlum gögn- um um hitaskilyrðin og átuna á síldveiðisvæð- inu og hefur þegar verið unnið úr þeim gögn- um að nokkru leyti. Mun ég bráðlega skýra frá niðurstöðum þeirra rannsókna. Norskum fiskifræðingum leizt svo vel á til- raun þá, sem hér hefur verið gerð að umtals- efni, að þeir byrjuðu strax í vetur að afla slíkra upplýsinga frá norskum síldveiðisjómönnum. Ég vona að við verðum engir eftirbátar í þessu efni, úr því svo vel tókst með þessa byrjun hjá okkur. Á næstu vertíð munum við senda öllum flot- anum bækur með líkum spurningum og skýrt var frá að framan. Vænti ég þess, að dagblöð og sjómannablöð sýni þessu máli stuðning og hvetji sjómannastéttina til þess að ljá okkur liðsinni í þessu máli. Áður en síldarvertíðin hefst mun ég gera ráðstafanir til að myndir af eyðiblöðum þeim, sem útfylla á, birtist í dagblöðum og sjómannablöðum. Ég vil þakka öllum þeim, sem brugðust vel við þessari málaleitun okkar, og ég vona, að þessar myndir sýni hvers vænta má, þegar hægt er að bera saman athuganir margra ára, ekki sízt, ef enn betur tekst með öflun nauðsynlegra upplýsinga um ástandið í „síldarsjónum". Herviann Einarsson. VÍKINGLiR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.