Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Side 23
um það, í slíkri tvísýnu, hvort leggja ætti af stað með
svo dýran farm, sem ekki mátti skemmast eða eyði-
leggjast. Þó varð það ofan á, að þei fóru að bera korn-
vöruna á skipið, og var þá farið að líða á daginn.
Alltaf ljókkaði útlitið, og brimið gekk upp, svo þegar
þeir komu upp undir land, móts við Ingveldarstaði, var
þar alveg ófært að lenda, enda þá komið myrkur.
Héldu þeir þá inn með ströndinni og ætluðu að reyna
að lenda í Hólakoti, því þar er góð lending, þegar
lágsjóað er. En þá var komið myrkur, og koldimm hríð
að skella á. Þá allt í einu brast á grenjandi hríð með
ofsa stórviðri, svo ekki réðist við neitt. — Urðu þeir
þá að flaksa undan og ryðja af farminum, og varð þá
metningur um það, hver ætti að taka að sér stjórnina
í slíkum háska; dæmdist það á Rögnvald, því hann var
viðurkenndur stjórnari. Bárust þeir svona langa stund
undan stórviðrinu í hríðarsortanum, án þess þeir gætu
haft nokkra hugmynd um, hvar þeir mundu lenda í
brimskaflinum við landið. Alltaf urðu þeir að ryðja
útbyrðis af farminum, svo skipið sykki ekki ef það
fengi stórsjó yfir sig; en Rögnvaldur stýrði af mikilli
snilli. Vissu þ'eir eigi fyrri til, en þeir voru komnir í
organdi brimskaflinn við land, og var þá ekki um annað
að gera en hleypa upp í landskaflinn upp á líf og
dauða. Sjór gekk nú yfir skipið og voru þeir þá búnir
að kasta í sjóinn kornvörufarminum, nema 2% tn.
Skipinu gátu þeir bjargað undan sjó lítið skemmdu.
Þeir sáu, að þá hafði borið að landi á svokölluðum
Skarðskrók fyrir utan Gönguskarðsána. Þá fóru þeir
að bera saman ráð sín, að hvaða bæjum þeir skyldu
helzt ieita; sumir vildu vaða Gönguskarðsána og fara
undan veðrinu inn að Sauðá, en Stefán Reykjalín vildi
ákafur fara upp að Skarði og eins Halldór stóri; en
Erlendur sagðist treysta sér til að rata á móti veðrinu
hvað sem á gengi, og lagði áherzlu á, að þeir hyrfu að
því ráði. Stefán vildi aftur á móti leita að Skarði, því
þá þurfti ekki að sækja beint á móti veðrinu. Þá var
komin sorta-stórhríð með gaddfrosti, en menn allir
sjóvotir, svo klæði þeirra fruáu. Þar sem þeir settu upp
skipið heitir Skipagil. Svo fékk Erlendur því ráðið, að
fara á móti veðrinu út að Innstalandi, í því trausti,
að þeim tækist að finna Innstaland. Skarðskrókurinn
er langur, gamall fjöruvegur af Reykjaströndinni til
Sauðárkróks; nær að Gönguskarðsá, en þar sem hann
endar að norðan, var rudd sniðgata upp úr honum,
upp á bakkann. — Stefán vildi ekki láta af skoðun
sinni, og hvarf félögum sínum í hríðarsortanum upp
fyrir bakkann (sem er nokkuð hár). Halldór fór þá
í hámót á eftir honum. Hinir 5 héldu út fjöruna, unz
þeir komu að sniðgötunni, þá var Ólafur alveg magn-
þrota; og gátu þeir með herkjum komið honum upp
í sniðgötuna; var hann þá kominn alveg að dauða.
Tóku þeir það fangaráð, að setjast niður og bíða,
þangað til þeir hefðu fulla vissu fyrir því, að hann
væri dáinn. Við það að bíða svona á sig komnir kólnaði
þeim afar mikið. Þeir urðu að leiða Rögnvald á miili
sín, því sjór hafði farið mikill í augun á honum meðan
hann var við stýrið. Þeir drógust þó smátt og smátt
í áttina að Innstalandi, og var komið langt fram yfir
háttatíma, þogar þeir komu að baðstofuveggnum. Þá
voru þeir svo þrekaðir, að enginn gat haft sig upp
á vegginn til að guða á gluggann. Þeir gátu þó hjálpast
VÍKINBUR
að því, að lyfta Erlendi upp á gluggann til að guða
og gera vart við sig. Merkisbóndinn Árni Jónsson bjó
þá á Innstalandi, og brá hann skjótt við og veitti þeim
alla aðhlynningu eins og hann bezt gat. Árni spurði
þá aðkomumennina um hina tvo, Stefán og Halldór;
sagði Árni að það hefði verið hið mesta óráð, að ætla
sér að finna Skarð í slíkum hríðarsorta; sagði hann
ennfremur, að þeir yrðu úti, nema því aðeins að þeir
hefðu snúið aftur ofan að sjónum. Þegar búið var að
koma hinum sjóhrökktu mönnum ofan í rúm og hlynna
að þeim eins og hægt var, þá kapp-klæddi Árni sig og
gekk svo um gólf fram í bæjardyrum, ef ske kynni, að
þeir tveir, Stefán og Halldór, kæmust lifandi þangað. —
Svo leið tíminn um nóttina, þangað til klukkan 6 um
morguninn; þá heyrir Árni, sem beið í bæjardyrunum,
að barið er í bæjarhurðina. Hann brá við skjótt, og sá
þá fannbarið ferlíki, sem ekki líktist vanalegri manns-
mynd; var þar kominn Halldór, klökugur og fann-
barinn. Árni reyndi svo áð verka af honum klaka-
klambrið og snjóinn, áður en hann fór með hann inn
í baðstofu. Halldór var kalinn á höndum og fótum, en
ekki hættulega; var hann látinn vera um stund niðri í
köldu vatni með hendur og fætur. Þegar hann var búinn
að sofa og hvíla sig um daginn og fá viðeigandi hress-
ingu, fór Árni og þeir félagar hans að spyrja hann
um hrakning hans, og eins um það, hvað hefði orðið
af Stefáni Reykjalín. Því svaraði Halldór þannig:
„Þegar ég kom upp á bakkann á eftir Stefáni, sá ég
ekki handa minna skil fyrir hriðarsortanum og nátt-
myrkrinu, og sá þvi ekkert til Stefáns. Ég vissi þá,
að ógjörlegt var fyrir mig, að fara lengra á eftir
honum, og sneri svo við ofan í fjöruna aftur. Ég gekk
svo út fjöruna á móti veðrinu, unz ég kom út að snið-
götunni; fór ég svo, þó stirður væri, að brjótast áfram
upp sniðgötuna. Sá ég þar öll vegsummerki, er hafði
mjög slæm áhrif á mig. Á traðkinu í sniðgötunni sá
ég að félagar mínir mundu vera nýfarnir þaðan. Ég
treysti mér hvorki að rata né hafa mig áfram út að
Innstalandi móti veðrinu. Ég afréði því að bíða eftir
háfjöru og reyna svo að klöngrast fyrir framan for-
vaðana, út í Innstalandsvörina, því þá þóttist ég viss um
að ná gilbarminum og halda honum svo heim að bænum.
Ég reyndi svo að sparka á fjörugrjótinu og berja mér
eins og ég hafði afl til. Mér heppnaðist svo með guðs-
hjálp að komast út í vörina, og ná gilbarminum; en
oft gekk sjór yfir mig í ólögunum. Það hjálpaði mér,
að alltaf gat ég haft góða handfestu í klettunum".
Stefán heitinn fannst aldrei, (hefur að líkindum hrapað
í Gönguskarðsárgilinu, og svo lent í ánni), Erlendur
Sigurðsson og ég vorum samtíða á Reykjaströndinni
í 20 ár; og hefi ég skrifað upp eftir honum sjóhrakn-
ingssögu þessa; hann var skýr og greinargóður og
hinn mesti dugnaðarmaður. Þegar þessir sjóhraknings-
menn gistu um nóttina á bæjum handan fjarðarins,
svaf Ólafur gamli Kristjánsson hjá blindum manni,
sem hafði orð á því, að bráðfeigur maður hefði sofið
hjá sér um nóttina. —
Árið 1879 (8. nóvember) drukknuðu 17 menn af 4
skipum. Um morguninn var logn, en brimalda mikil;
það var þvi almennt róið beggja vegna fjarðarins.
En allt í einu gekk hann í sunnan stórviðri, og svo
seinnipart dagsins í stólparok á suðvestan, svo sjólagið
141