Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Page 27
Já* JJ úaáon at'. jariá.: ATHUGASEMDIR VIÐ GRÆNLANDSRITGERÐ ÓLAFS LÁRUSSONAR í ANDVARA 1924 Ritstjóri víkings vill taka það fram, að eftirfarandi rit8míð Jóns Dúasonar er birt samkvsemt ákveðnum fyrirmælum stjórnar F.F.S.Í. G. G. I Orðstír greinar Ólafs. Snemma árs 1926 kom ég til Reykjavíkur. Var mér þá sýnd áður séð ritgerð eftir Ólaf Lárusson, „Réttar- staða Grænlands að fornu“. Fannst það á sumura, eink- um lögfræðingum, að þarna hefði risið upp spámaður meðal vor, er bjargað hefði sóma og gagni landsins. En meðal fjölda skynbærra manna hafði greinin vakið stórhneyksli og andstyggð.' Sagt var, að greinin hefði orðið til með þeim hætti, sem ég hirði ekki að nefna. Var Einar Benediktsson síst myrkur í máli um það. Aðrir sögðu, að beint mundi ekki vera hægt að sanna slíkt. Það, sem myndi sannanlegt, væri mikil vinátta milli Ólafs og Fontenay, og að varla myndi Fontenay hafa haldið svo veizlu, að Ólafi væri ekki boðið. Öllum fannst þeim stórfurða, að íslenzkum manni gæti verið það jafnmikið kappsmál og Ólafi, að afsanna rétt síns föðurlands. II Fáfræði greinarhöfundarins. Ritgerð Ólafs sýnir ekki einvörðungu vondan hug, heldur og stórkóstlega og alveg ótrúlega fáfræði höf- undarins í fornnorrænni og forngermannskri réttarsögu og jafnvel einnig í almennum stjórnlagavísindum nú- tímans og þjóðarétti. Ritgerðin getur ekki verið samin af innri þörf á að miðla löndum sínum réttarsögulegum fróðleik, heldur er hún rituð þrátt fyrir getuleysi höfundarins á því sviði. Höf. kann t. d. engin skil á því, hvað fornnorræn þjóðfélög voru, engin skil á því, hvað fornnorræn nýlenda var, né á því, hvernig þjóð- félagsvaldi forngermannsks þjóðfélags var fyrir komið o. s. frv. Höf. vantar þannig allan hinn einfaldasta og nauðsynlegasta, almenna, réttarsögulega þekkingar- grundvöll til að geta ritað um réttarstöðu Grænlands eins og' koma mun í ljós síðar. Ritgerð Ólafs sýnir því bæði tilganginn og meistarann. III Höfuðdrættir stjórnarstöðu fornnorrænnar nýlendu. Hvert barnið veit það, sem réttarsöguspekingi og 1. prófessor lagadeildar Háskóla íslands er hulið, að eitthvert helzta höfuðeinkenni fornnorræns eða forn- germannsks þjóðfélags var það, að þegnar þess fóru sjálfir með allt þjóðfélagsvaldið og áttu engan yfir sér nema lögin. Ef konungar voru í þeim þjóðfélögum, fóru þeir ekki með þjóðfélagsvald nema meðan á ófriði stóð, sem herforingjar. Tilsvarandi vald höfðu kjörnir hertogar, en aðeins meðan ófriðurinn varði. Stjórnarfyrirkomulag fornnorrænnar nýlendu var i fám orðum sagt, að hún var í lögum móðurlandsins, þ. e. að lög móðurlandsins giltu þar sem valdskipulag alls þjóðfélagsins. Stofnanir og þegnar í nýlendunni voru um allt jafnréttháir og þegnai' og stofnanir í móðurlandinu, en æðsta þing nýlendunnar, mót eða al- þing eða hvað sem það var kallað, var aðeins æðsta dóm- þing nýlendunnar, en hafði ekki löggjafarvald, en gat auðvitað gert samþykktir fyrir sitt svæði til fyllingar laga móðurlandsins, en ekki breytt þeim. Samt kunna að vera þess dæmi, að dómsmál frá þingi nýlendu hafi verið lagt til lögþings móðurlands. Eins kann það að vera til í hinni síðari tíð, að lögmaður móðurlands hafi verið kvaddur til að leggja úrskurð á mál í ný- lendu, er dómsvöldum þar var ofvaxið. En slíkt er óhugsanlegt í hinni elztu tíð. Þegnarnir í nýlendu höfðu ekki þingskyldu til lögþings móðurlandsins, en þingreið þangað var þeim frjáls, ef þeir vildu. Dómar, dæmdir í nýlendu eða móðurlandi, giltu jafnt um allt þjóð- félagið, og svo var um öll lögskil.1) IV Hvað er nýlenda ? Ólafur segir, að Grænland hafi „fyrr og síðar verið nefnt nýlenda, ýmist norsk nýlenda eða íslenzk". Ekkert bendir til, að Ólafur telji Grænland verið hafa norska nýlendu. En nú rekur hann tærnar í það vanda- mál, hvað nýlenda sé. Og til að leysa þann vanda, slær hann upp í „Kolonien und Kolonialpolitik í Conrads Handwörterbuch der Staatswissenschaften, Conrad: Grundr. zum Studium der politischen Oekonomie 1“!! 1) Itarlegri greinargerð um fornnorræn þjóðfélög og nýlendur er að finna í Réttarstöðu Grænlands, 1. og2. kap. og 11. kap., en í ísl. þjóðfélaginu sérstaklega á víð og dreif í I. og II. bindi. VIKINGUR 145

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.