Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Síða 30
1130, en Ari þekkti menn, er þekktu menn, er fóru að
nema Grænland. Ekki nefnir Ólafur orsök farar Þor-
valds úr Noregi, og stingur það mjög í stúf við þá
kappkostun hans, að gera alla þá íslendinga seka eða
seka skógarmenn, er riðnir eru við réttarskapandi at-
hafnir Islandi til handa á Grænlandi. Hinu íslenzka
þjóðerni Eiríks vill Ólafur þó ekki neita: „Þótt Eiríkur
væri fæddur í Noregi, mun þó réttmætt að telja hann
íslenzkan mann, þar sem hann elst upp hér á landi“.
Ólafi er bersýnilega ekki ljóst, að taka ungra sveina,
12 vetra þá, í herinn, veitti þeim þegnréttinn. Ólafur
segir, að Eiríkur hafi verið gerður „heraðsekur" úr
Haukadal. Enginn fótur er fyrir því. Heimildir segja,
að hann hafi verið „görr or Haukadal" eða „gerr brott
or Haukadal", og felst engin sekt í þeim orðum. Nær-
tækasta ástæða fyrir þessu er sú, að hinar lítilfjörlegu
eignir Eiríks í Haukadal hafi hvergi nærri hrokkið
upp í vígsbæturnar og fyrir að fella skriðu á bæ Val-
þjófs. Svo fræðir Ólafur okkur á því, að Eiríkur hafi
orðið sekur skógarmaður á Þórsnesþingi 982: „Má
nærri geta, að Þorgestur hefir unað því illa, að skógar-
maður hans sat þar innsveitis [þ. e. á Hólmlátri vetur-
inn 985—35], enda börðust þeir um vorið, og beið
Eiríkur ósigur" (bls. 35). Eyrbyggja, er segir gleggst
og áreiðanlegast frá þingdeilu Eiríks 982 og brottför
hans, getur þess ekki, að hanri hafi fallið í nokkra
sekt. Hinar heimildirnar segja, að hann hafi orðið
sekur, en nefna ekki hverri sekt. Hæfir það bezt því,
að sektin hafi verið fjörbaugarður. En skóggangur,
sú ægilega sekt, er venjulega nefnd sínu fulla nafni.
Það, að helztu höfðingjar við Breiðafjörð leggja Eiríki
til skip, ráða honum skipshöfn, og leggja til farareyri,
(Eiríkur var öreigi), hjálpa honum við búnað skipsins,
veita honum vörn og fylgja honum að lokum á tveim
skium út um eyjar burt úr landinu er algerlega ósam-
rímanlegt við skóggang. Ósamrímanlegt við skóggang
er sömuleiðis loforð hans um að hverfa aftur, ef hann
finni landið, í stað þess að setjast þar að með Þjóðhildi,
börnum sínum og öðru föruneyti. Það hæfir með fjör-
baugssekt en ekki með skóggangi, að Eiríkur hverfur
aftur eftir þriggja vetra útivist, en ósamrímanlegt
við skóggang. Ósamrímanlegt við skóggang er seta
hans á Hólmlátri veturinn 985—86 og opinber og aug-
ljós „agitation" hans fyrir stofnun landnámsfélags og
fyrir námi Grænlands. Að Eiríkur hefir liðstyrk til að
heyja bardaga við Þorgest á Breiðabólstað vorið 986
er og ósamrímanlegt við skóggang. Þetta veit og skilur
hver almúgamaður, þótt réttarsöguspekingi Háskólans
sé ofvaxið að skilja það.
VIII
Landkönnun Eiríks 982—85, nám og bygging Grænlands.
Um landkönnun Eiríks á árunum 982—85 segir
Ólafur: „Mun hann hafa farið um Eystribyggð, er
síðar varð, og eitthvað þar norður fyrir, máske alla
leið norður í Vestribyggð". Heimildirnar segja þó, að
hann hafi farið norður í hina vestri óbyggð og dvalið
þar lengi og farið allt norður til Snæfells eða Snjó-
fjalls, en það er jökull sá, er gengur ofan í Melville-
flóann. Það er ástæða til að trúa þessu, því þá fyrst,
er þangað kom, mátti virðast öruggt, að svæðið sunnan
jökla á Grænlandi væri mannlaust.
„Norðmenn geta ekki hafa verið búnir til Græn-
landsferðar þegar á öðru sumri eftir, að Eiríkur kom
hingað úr hinni fyrri för sinni“, segir Ólafur. Þótt
Grænland væri orðið íslenzkur almenningur og þjóðar-
land, sýnist honum það engin hindrun fyrir þátttöku
Norðmanna í landnáminu. En ég spyr: Hvar gátu
útlendir þegnar numið sér lönd í almenningum annarra
þjóða á þeim tíma? Með ofbeldi var vitanlega margt
gerlegt í þá daga, en Ólafur virðist ekki eiga við það.
Ólafur telur réttilega, að Grænland hafi verið óbyggt,
er íslendingar fundu það. Er síðar fundust minjar
eftir Skrælingja austur og vestur, en ekki þeir sjálfir
enn, hlýtur þetta að hafa verið norðan jökla. Það vakti
einmitt uppþot um 1266, er Skrælingjavistir fundust
norðan til á Króksfjarðarheiði, og að þeir voru komnir
inn í landið þar. Afkomendur þeirra byggja enn á
þessu svæði, og þótt þeir séu orðnir mjög blandaðir,
eru þeir samt enn í dag gei'ólíkir öðrum Grænlend-
ingum að útliti og skapferli.
Framh.
VÍKINGURIIMN
Þetta blað Víkingsins er heldur í minna lagi og flytur
eigi eins fjölbreytt efni og æskilegt væri. Reynt verður
að bæta það upp að fullu með stóru og efnismiklu blaði
næst. Sakir rúmleysis að þeasu sinni bíða margar
greinar júní—júlíblaðsins.
★
Þeir kaupendur Víkings, sem eigi hafa greitt blaðið
í ár ættu vinsamlegast að gera skil við fyrsta tækifæri.
Komið í afgreiðsluna, Fiskhöllinni, Reykjavík, sendið
póstávísanir í pósthólf 425 eða snúið yður til útsölu-
manna Víkingsins úti um land.
★
Sjómenn! Sendið Víkingnum greinar um áhugamál
ykkar, lýsingar á störfum og lífi á sjónum eða frá-
sagnir um minnisstæða atburði.
DIRECTORY OF
ICELAND 1948
er tilvalin handa þeim, sem óska
upplýsinga um: —
land og þjóð
ísl. löggjöf
tollskrá og starfsskrá
stofnanir og embætti
Fæst Iijá bóksölum
Verð kr. 25.00
I4B
VÍ KIN □ U R