Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Side 5
Kirkjubekkur, „prestkonusæti“ úr ValþjófsstaðaJcirkju. Bekkurinn er frá 18. öld, smíðaður í „Barok“-stíl. á Suðurlandi, sem kallað var útbrot, og kirkj- urnar útbrotafcirkjur. Síðasta útbrotakirkja var á Syðra-Núpi í Eystrihrepp og var rifin 1876. Þær hafa verið einskonar eftirlíking af hinum fornu kirkjum kristninnar: miðskipi og hliðar- skipum, öllu fremur, að ég ætla, en af hinum fornu skálum. Þeim er lýst svo, að grind kirkj- unnar var mjó, þannig að með báðum hliðum grindarinnar myndaðist einnar til tveggja álna breitt skot eða bil. Stoðir grindarinnar stóðu þar svo niður, og voru aurstokkar undir og laus- holt yfir. Síðan komu stuttar sperrur út frá sperrutánum með sama rishalla og sperrurnar, og féllu þær ofan á lausholt og stuttstoðir út við veggina. Þilgólf var út að útveggjum og þiljuð kirkjan á stuttstoðirnar og súð yfir eða reisifjöl eins og í kirkjunni. Bitar voru í aðal- grindinni á venjulegum stöðum, og stuttbitar gengu frá stuttborðunum yfir í hærri stoðirnar. Milli hástoðanna voru syllur, og voru þær oft skornar me.ð einum eða tveimur bogum milli stoða. Myndaði það þannig eins og boga á milli aðalskips og hliðarskips. í kórnum munu ekki hafa verið hástoðir, og hefur hann því myndað einskonar þverskip og gert kirkjuna í líkingu við krosskirkju að öðru en því, að höfuðálm- una vantaði. Bekkir í framkirkjunni náðu alla leið út að veggjum nema tveir hinir fremstu; þeir náðu ekki nema út að hástoðunum, en fram við þilið var krókbekkur, og náði hann í krók inn með endunum á stuttbekkjunum. Mun það- an vera komið nafnið brókbekkur eða króbekk- ur, sem flestir kalla nú. Þetta lag á kirkjum hefur að líkindum verið all-almennt fyrrum, en verið þegar lagt niður að mestu á 18. öld, þegar öllu var sem mest að hnigna. Þessi kirkja á Stóra-Núpi var byggð um 1760—70, og lét gera hana Brynjólfur Sigurðsson sýslumaður í Hjálmholti (1746—1771) með mikilli prýði. Hvar , strohkvartett léh Hvítur borði í hári hafsins. Báran blá í blíöu morgunsári sté á strönd, hvar strokkvartett lék. Strönd, hvar ég stóö strákur í sjó. Og langt út í lönd landgrunniö vóö, strákur frá strönd. Strokkvartett úthafsins lék. Barn, en nú er borgin þar, sem berangur í morgun var, furöulega fagurlega fléttuö úr sementi og sandi. Sjórinn blek og ströndin ekki ströndin hvar strokkvartettinn lék. Kristinn Pétursson. VÍKINGUR 265

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.