Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Side 15
Loks skal þess getið, að s. í. sumar smíðaði Héðinn fyrstu íslenzku dieselvélina. Var hún til sýnis á Iðnsýningunni 1952. Er hér um svo merkilegt frumkvæði að ræða, að þegar íslend- ingar heyrðu hljóðið í þessari nýju vél í Ríkis- útvarpinu 4. sept. s. 1., þóttust ýmsir heyra þar hjartaslög nýs tímabils í iðnsögu Islendinga. Var því þá lýst yfir, að höf. vélarinnar væri Jóhann Þorláksson vélvirkjameistari, en út- reikninga og teikningar hefði Geir Óskar Guð- mundsson vélfræðingur annazt, en þeir eru báðir starfsmenn Héðins. Aukin liúsakynni. Með hraðvaxandi verkefnum Héðins í stríðs- byrjun varð ekki lengur unað við húsakynnin í Aðalstræti, enda voru þau löngu orðin allt of þröng. Vorið 1941 var hafizt handa um að reisa verksmiðjubyggingu við Seljaveg, þar sem áður voru fiskreitir Alliance h. f. Sama ár reisti I-Iéðinn einnig, í félagi við Hamar, hús fyrir fullkomna málmsteypu, og nefndist það fyrir- tæki þeirra Járnsteypan h. f. Árið 1941 var Héðinn gerður að hlutafélagi, en vorið eftir voru húsakynnin við Aðalstræti kvödd fyrir fullt og allt. Síðan hefur fyrirtækið starfað í hinum björtu og rúmgóðu salarkynn- um við Seljaveg. Þessi miklu, nýtízku húsa- kynni voru reist í áföngum. Þar starfar nú 5000 mála síldarpressa, er Héðinn smíðaði í SR ’46 rennismiðja, vélvii kjunardeild, logsuðu- og raf- á Siglufirði. suðudeild, eldsmiðja, nýsmíðadeild o. fl. Efnis- geymslur eru þarna miklar, vélaverzlun, um smiðjum í Reykjavík olíustöð mikla í Laug- teiknistofur, skrifstofur, stór borðsalur, ný- arnesi fyrir Olíuverzlun íslands h. f. Enn tízku eldhús, þar sem starfsmenn reka mötu- fremur hafa verið smíðaðar margs konar vélar og áhöld fyrir verksmiðjur og einstakl- inga. Og síðustu árin hafa m. a. verið smíðuð í fjöldafram- leiðslu olíukyndingartæki fyr- ir verksmiðjur, togara og íbúð- arhús. 1950 hóf Héðinn smíði á vökvaknúnum línuvindum fýrir bátaflota landsmanna, samkvccmt norskri uppfinn- ingu, sem smiðjan hefur smíðaréttindi á hér. Hafa 30 bátar þegar keypt sér þessi Héðins-línuspil, sem reynast mjög vel og hafa stórlækkað veiðarfærakostnað bátanna. Á öndverðu árinu 1951 hófu Héð- inn og Raftækjaverksmiðjan h.f. í Hafnarfirði smíði þvotta- véla í sameiningu. Nefnist hún Mjöll og líkar prýðilega. Úr vélsmiðjunni Héðni. V I K I N G U R 275

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.