Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Blaðsíða 28
bil tuttugu ár, og hann var svo ferlegur af sóti og illsku, að Peter var hálfhræddur við hann. „Ég er búinn að fá nóg af þessu“, sagði Ginger, og hljóp að rúminu og hélt sótugum hnefanum upp að nefinu á Isak gamla. „Hana nú, hvar eru peningamir? Ef þú kemur ekki með peningana okkar, sem við höfum unnið fyrir með súrum sveita, áður en tvær mínútur eru liðnar, skal ég brjóta hvert bein í skrokknum á þér“. „Þetta fær maður fyrir að reyna að gera þér greiða, Ginger", sagði gamli maðurinn ásakandi. „Talaðu ekki við mig“, sagði Ginger, „því ég þoli það ekki. Svona nú, hvar eru þeir?“ Isak gamli leit á hann, svo andvarpaði hann og fór fram úr og fór í buxurnar og skóna. „Ég bjóst við að eiga í smá-stímabraki við ykkur", sagði hann seinlega, „en ég var við því búinn“. „Þú skalt komast að því fullkeyptu", sagði Ginger og horfði á hann ógnandi. „Við kærum okkur ekki um að meiða þig, Isak“, sagði Peter Russet, „við viljum bara fá aurana okkar“. „Ég veit það“, sagði Isak, „þú heldur þér á mott- unni, Peter, og sérð um að allt fari sómasamlega fram, og svo skal ég berja þig í kássu á eftir“. Hann rýmdi til á gólfinu, spýtti í lófana og byrjaði að hoppa fram og aftur, kasta höfðinu til og slá út í loftið, svo þeir urðu hissa. „Ég hef ekki slegið mann í fimm ár“, sagði hann og dansaði enn fram og aftur, „slagsmál eru syndsam- leg nema fyrir gott málefni, en áður en ég varð hjarta- bilaður, var ég vanur að slá niður þrjá menn fyrir morgunverð, bara til að örva matarlystina". „Heyrðu nú“, sagði Ginger, „þú ert gamall maður, og' ég kæri mig ekkert um að meiða þig. Segðu okkur hvar peningarnir okkar eru og ég skal ekki blaka við þér“. „Ég geymi þá fyrir ykkur“, sagði sá gamli. Ginger rak upp öskur og þaut á hann, en í næstu andrá skaut Isak fram hnefanum og sendi hann í loft- köstum þvert yfir herbergið, unz hann hafnaði í arnin- um. Það var rétt eins og hross hefði slegið hann, og Peter var afar alvarlegur, þegar hann reisti hann upp og dustaði af honum. „Þú áttir að hafa auga með hnefanum á honum“, sagði hann hvasst. Þetta var heimskuleg athugasemd, því það var auð- séð, að augað í Ginger hafði einmitt komið fullnærri hnefa Isaks, og Ginger kvaðst líka skyldu minnast hans, er hann hefði gert út af við Isak. Hann rauk í gamla manninn aftur, en að litlu kom sem fyrr, og eftir svona þrjár mínútur varð hann feginn að láta Peter hjálpa sér í rúmið. „Nú getur þú slegizt við hann, Peter“, sagði hann, „færðu koddann til, svo ég geti séð“. „Svona, komdu, piltur minn“, sagði sá gamli. Peter hristi höfuðið. „Mig langar ekkert til að mis- þyrma þér, „Isak“, sagði hann góðlátlega. „Æsing og slagsmál eru hættuleg fyrir gamlan mann. „Láttu okk- ur fá peningana okkar, og við skulum sleppa þér með það“. „Nei, piltar mínir“, sagði Isak. „Ég hef tekið að mér að varðveita peningana og það ætla ég að gera, og ég vona, að þegar við förum aftur um borð í „Plánetuna", verði svona tveir þriðju eftir af hýrunni. Mig langar ekki til að beita ykkur hörðu, en nú ætla ég í rúmið, og ef ég þarf að fara fram úr aftur, skuluð þið óska ykkur, að þið hefðuð aldrei fæðst“. Hann fór í rúmið, og Peter skipti sér ekkert af Ginger, sem kallaði hann kvígu, en skreið í bólið við hliðina á Ginger og steinsofnaði. Þeir drukku allir kaffi í litlu kaffihúsi næsta morg- un, og eftir það sagði Ginger, sem ekki hafði sagt orð fyrr, að þá Peter vanhagaði um lítilsháttar vasa- peninga. Hann sagði, að þeir vildu helzt borða út af fyrir sig, þar eð ásjóna Isaks svipti þá matárlyst. „Gott og vel“, sagði gamli maðurinn. „Ég kæri mig ekki um að troða neinum um tær“, og eftir að hafa hugsað fast um stund, stakk hann höndinni í buxna- vasann og rétti þeim átján pence hvorum. „Hvað á að gera með þetta?“ sagði Ginger og glápti á aurana. „Kaupa eldspýtur?" „Þetta eru dagpeningarnir", sagði Isak, „og það er alveg nóg. Það eru níu pence fyrir hádegisverði, fjögur pence fyrir te, og tvö pence fyrir brauðskorpu og ost- bita í kvöldmatinn. Og ef þið þurfið endilega að drekkja ykkur í bjór, þá eru eftir þrjú pence til þess“. Ginger reyndi að tala, en tilfinningarnar báru hann ofurliði, svo hann gat það ekki. Peter Russet kingdi einhverju, sem hann ætlaði að segja, og bað Isak afar kurteislega að láta sig fá eitt pund, þar eð hann ætlaði að heimsækja móður sína í Colchester og vildi ekki fara tómhentur. „Þú ert góður sonur, Peter“, sagði Isak gamli, „og það færi betur, að fleiri væru eins og þú. Ég ætla að fara með þér, ég hef ekkert annað að gera“. Peter sagði, að það væri fallegt af honum, en hann kysi heldur að fara einn, þar eð móðir hans væri afar feimin við ókunnuga. „Jæja, ég skal koma með þér á stöðina og kaupa fyrir þig farmiða“, sagði Isak. Þá missti Peter alveg stjórn á skapi sínu og barði hnefanum í borðið, svo bollarnir brotnuðu. Hann spurði Isak, hvort hann héldi að hann og Ginger væru ung- börn, og ef hann kæmi ekki með alla peningana á stundinni, myndi hann afhenda Isak fyrsta lögreglu- þjóni, sem þeir sæju. „Ég er hræddur um, að þú sért hættur við að heim- sækja móður þína, Peter“, sagði Isak. „Heyrðu nú“, sagði Peter, „ætlarðu að láta okkur fá peningana?" „Ekki þó þið bæðuð um þá grátandi á hnjánum“. „Gott og vel“, sagði Peter og gekk út, „komdu þá með mér til að hitta lögregluna". „Til er ég“, sagði Isak, „en ég hef skjalið, sem þið skrifuðuð undir“. Peter sagðist ekki gefa tvo aura fyrir, þó hann hefði fimmtíu skjöl, og þeir löbbuðu út og leituðu að lög- regluþjóni, nokkuð, sem var mjög óvanalegt fyrir þá. „Ég vona, ykkar vegna, að það verði ekki sami lög- regluþjónninn, sem þið Ginger réðust á kvöldið áður en við fórum á „Plánetuna", sagði Isak og gerði stút á munninn. „Það eru ekki miklar líkur til þess“, sagði Peter og ZBB V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.