Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Page 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Page 35
Stormar Kyrrahafsins Þótt við íslendingar hefðum við marg-a erfiðleika að etja á stríðsárunum, þar eð við misstum bæði menn og skip, þá var það samt lítið í samanburði við hinar stríðandi þjóðir. Ég- hef lauslega þýtt hér frásögn af því, er bandarísk flotadeild lenti í ofsaveðri á Kyrra- hafinu 1944. Slík fárviðri koma, sem betur fer, aldrei fyrir hér við land. Það var hátíðlegt augnablik, þegar hinn sterki, þriðji floti Bandaríkjanna, undir stjórn William F. Hasey aðmíráls, dró sig út úr orustunni við Luson, eftir svo til unninn sigur. Engum gat dottið í hug, að einmitt þá sigldu þeir á móti langtum sterkari óvini, og í orustunni við þann óvin myndu þeir hljóta hræðilegt tap, bæði á skipum og mönnum, þyngra tap en þeir höfðu áður hlotið í hinum mörgu, skæðu orustum á Kyrrahafinu. Það var í miðjum desember 1944. Nokkrum vikum áður höfðu hin japönsku hemaðaryfirvöld orðið fyrir stórkostlegu tapi. Sjóorustan í Leytebuktinni við Filipseyjarnar tilheyrði þegar liðna tímanum. Hinn 15. desember hófst landgangan á hina herteknu jap- önsku ey, Mindor. Fólkið um borð í þriðja flota Banda- ríkjanna var þreytt eftir stöðuga skothríð á stöðvar Japana á eyjunni Luson. Þegar flotinn dró sig til baka úr orustunni, til að fylla neyzluhylki sín af olíu, var þegar séð hvernig fara myndi. Hinn 16. desember gaf Halsey aðmíráll, frá orustuskipinu New Jersey, skipun um að setja stefnu að stað um 900 kílómetra austur af Luson. Skipunin hvein í gegnum himinhvolfið til allra 38 skipa þriðja flotans, orustuskipa, beitiskipa, flugvélamóður- skipa, torpedobáta og tankskipa, en nóttina þann 17. fór að hvessa og sjórinn að aukast, og það var einhver þungi í loftinu, sem benti á að stormur væri í aðsigi. Er dagaði sunnudaginn 17. desember, var sjór úfinn og veðrið ískyggilegt, krappur sjór og vindur af ýmsum áttum, og skipin ultu mikið. Áfram héldu skipin í sömu átt, þótt dreifð væru. Hérna var á ferðinni sá floti, sem hafði unnið sigur á Japönum, yfir 20 flug- vélamóðurskip, 8 stór orustuskip (bryndrekar), mörg beitiskip og torpedobátar. Flotinn fékk nú samband við hin 24 stóru olíu- flutningaskip, sem voru í fylgd með mörgum beitiskip- um. Orustuskipin byrjuðu þegar að fylla hin tómu olíuhylki sín frá tankskipunum, þrátt fyrir mikinn sjó- gang. Vegna þess hve létt beitiskipin voru, reyndist þeim erfitt að athafna sig við töku olíunnar. Aðeins fáum heppnaðist að ná í nokkur þúsund lítra. Allar leiðingar og trossur springa, mannskapurinn bölvar hátt og í hljóði, en hvað þýðir það. Skipin eru undirlögð og við ekkert er ráðið. Loftvogin fellur, vindurinn hvín í rá og reiða. Mánudagurinn 16. desember. Nóttin verður reynslu- nótt. Menn reyna að binda sig fasta í kojurnar, til að njóta einhvers svefns. Sjórinn eykst með hverri stundu. Skipunum veitist æ erfiðara að halda sig á sínum stað í röðinni. Allt er reynt til þess að fá það staðfest í hvaða átt fárviðrið (Tyfon) heldur. Fyrst í birtingu um morguninn er fengin vissa fyrir því, að flotinn er einmitt í vegi þessa hræðilega storms. Þetta er ekki neinn vanalegur „orkan“, nei, þetta er einn af þeim hræðilegustu hvirfilstormum, sem blása á Kyrrahafinu. Stefnu flotans er breytt í 180” beint í suður, en það er of seint, orkaninn er þegar skollinn á. Með hverjum tíma eykst sjór og vindhraði. Skipin sjá ekki hvert til annars, en í radarnum sjást skipin, hvítir blettir, sem ýmist fjarlægjast eða nálgast hvert annað. Öll stjóm á flotanum virðist þegar úr sögunni. Hin þunglestuðu tankskip og hin stóru orustu- og flugvélamóðurskip höggva þungt í hina f jallháu sjóa. Þau eru ekki í beinni hættu ennþá. Aftur á móti eru hin smærri flugvéla- móðurskip, um 10.000 tonn, og beitiskipin, í bráðri hættu. Þau berjast upp á líf og dauða. Sum af skipum flotans drífa beint að miðpunkti stormsins og sum eru rétt við miðpunktinn, þar sem hvirfilstormurinn djöfl- ast og hinar fjallháu bylgjur skella saman með ógur- legum krafti. Skip eftir skip lætur ekki að stjórn. Við ekkert er ráðið. Á einu af minni flugvélamóðurskip- unum, „Cowpens", losnaði ein af flugvélunum, er skipið hallaðist 45 gráður, og hentist með miklum krafti út í aðra hliðina. Um leið kviknaði í vélinni, svo eldtung- urnar sleiktu allt miðþilfarið. En það er ekki ein báran stök. Meðan mannskapurinn barðist við eldinn, kom sjór, sem reif upp siðu skipsins undir flugvélaþilfar- inu. Einnig losnaði stór fallbyssa á framþiljum. Bómur dönsuðu lausar um allt þilfarið. Síðan reið stórsjór yfir skipið, sem tók með sér allt lauslegt og slökkti eldinn um leið. Svona leit út um borð í „Cowpens“, en það var sannarlega ekki betra um borð í hinum skipum flotans. Vindáttin breytir sér fljótt í hinum ofsafengna orkan, ýmist er vindurinn frá norðri, suðri, vestri eða austri, áttavitinn í hring, eins og alltaf í hvirfilstormi. Hann vex upp í vindhraða 17, langt yfir allan vana- legan mælistokk sjómannsins. Mörg af hinum minnni beitiskipum eru þegar hjálp- arlaus, drífa stjórnlaus fyrir sjó og vindi, hvorki skrúfa VÍ K I N G U R 295

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.