Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 1
SJÓMANNABLAÐIÐ
EFNISYFIRLIT
Jónas Guðmundsson:
Fiskur og olía
Lífið er saltfiskur
Rætt við Tómas Þor-
valdsson forstjóra
Laumufarþegar
Hvað er vöruþróun
Sjómannadagurinn 1976
Uppreisnin á Bounty
Aðalfundur Stýrimannafé-
lags Islands
Ellingsen 60 ára
o. fl.
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
Útgefandi: F.F.S.I.
Ritstjórar: Guðm. Jensson (áb).
og Jónas Guðmundsson.
Ritnefnd: Guðm. Ibsen, Jón
Wium, Ólafur Vignir Sigurðsson.
Varamenn: Ásgrímur Björnsson,
Guðm. Jónsson, Guðni
Sigurjónsson.
Ritstjórn og afgreiðsla er að
Bárugötu 11, Reykjavík.
Utanáskrift:
Sjómannablaðið Víkingur,
Pósthólf 425, Reykjavík.
Sími 15653.
Setning, umbrot, filmuvinna:
Prentstofa G. Benediktssonar.
Prentun: Isafoldarprentsm. h.f.
Árg. kr. 2.500.00
VÍKINGUR
VÍKINGUR
38. ÁRGANGUR — 6.-7. TÖLUBLAÐ 1976
Jónas Guðmundsson:
Fiskur og o/ía
Olíukreppan í heiminum hafði
geysileg áhrif á verðþróun í mörg-
um ríkjum heims. Lönd sem ráða
yfir bróðurpartinum af olíufram-
leiðslu heimsins tóku sig saman og
margfölduðu verð á jarðolíu með
þeim afleiðingum að efnahags-
ástandið í heiminum breyttist
Að vísu höfðu ýmsir spáð
arabaríkjunum meiri árangri en
þau í rauninni náðu, en ný hag-
fræðiregla skaut upp kollinum,
regla sem hagfræðingar höfðu ekki
séð fyrir, sumsé, að sá sem eignst
alla heimsins peninga verður i
rauninni auralaus. Verðhækkan-
irnar, sem fylgdu í kjölfar olíu-
kreppunnar bitnuðu harðast á
þeim sem mest keyptu af fram-
leiðsluvörum iðnríkjanna og
kaupendurnir voru að verulegu
leyti arabaríkin, sem stóðu fyrir
olíukreppunni, og gróði þeirra
varð því ekki eins mikill og efni
stóðu til.
Olíukreppan hefur legið þungt á
líflæknum efnahagslífsins, hag-
fræðingum, fjármálamönnum og
stjórnmálamönnum og menn
renna augunum í ríkara mæli til
samræmdra aðgerða þjóðanna.
Voldugar þjóðir ráða ráðum sín-
um og reyna að styrkja gjaldmiðla
sína til þess að hindra brask og ó-
eðlilegar sveiflur og Sameinuðu
þjóðirnar gengust nýverið fyrir
ráðstefnu í Afríku þar sem meðal
annars var rætt um hráefnisverð á
heimsmarkaði, en fátæk lönd, sem
flytja út málma og önnur óunnin
efni til iðnaðar, hafa tilhneigingu
til þess að fara svipaðar leiðir og
olíuríkin fóru í von um bættan
hag. Auðlindir þessara landa eru
forsenda iðnaðarframleiðslunnar á
Vesturlöndum, ekki síður en olían,
sem margfölduð var í verði.
Islendingar hafa ekki til þessa
sinnt alþjóðapeningamálum neitt
verulega, enda peningalausir
menn á þann mælikvarða. Þó
mættu þeir hyggja betur að nýjum
leiðum í þessu efni. Þegar 200 sjó-
mílna reglan hefur hlotið viður-
kenningu ríkja heims, mun staðan
breytast nokkuð. Efnahagsbanda-
lagið hefur sýnt að það kann vel að
notfæra sér aðstöðu sína til efna-
hagslegra þvingana og nægir að
benda á bókun sex því til sönnunar
og brot á samningum um fríversl-
un með löndunarbanni á ísvarðan
fisk í Bretlandi og Þýzkalandi, og
það er ekki verið að fara í neinar
felur með þessar aðgerðir. Það sem
athyglisverðast er virðist þó það,
að íslendingar hafa tekið upp ein-
angrunarstefnu til andsvara. Tala
185