Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Síða 3
Lífið er
dsson forstjóra
saltfiskverkun að
M/B (Hrungnir þýðir Jötunn, en Þorsteinn Hrungnir var sonur Molda-Gnúps, sem var landnámsmaður í Grindavík.) Á
myndinni eru talið frá mastrinu: Tómas Þorvaldsson, Sigmundur Guðmundsson, sem lengi hefur verið stýrimaður
á Víkingi og nú á Vigra. Hinir eru allir dánir, en þeir eru Magnús ívarsson, Vilbergur Aðalgeirsson, sem var kunnur for.
maður í Grindavík og Sigurður Jónsson frá Hópi, velþekktur Grindvíkingur. HRUNGNIR Var einn fyrsti dekkbáturínn,
sem smíðaður var fyrir Grindvíkinga.
Tómas Þorvaldsson, útgerðar-
maður í Grindavík er fyrir löngu
landsþekktur og þá fyrst og fremst
fyrir opinber sörf og afskipti af
fisksölumálum, en hann er for-
maður Sölusambands íslenskra
fiskframleiðenda, og hefur verið
það frá árinu 1965.
Þá er hann einnig kunnur fyrir
afskipti sín af slysavarnamálum
og er formaður Þorbjörns, hinnar
dugmiklu björgunarsveitar Slysa-
varnarfélags íslands, en sveitin
hefur sem kunnugt er oft unnið
mikil afrek við að bjarga mönnum
úr skipum sem strandað hafa við
hina klettóttu strönd, og þá oft við
mjög erfiðar aðstæður.
Tómas Þorvaldsson er öllum
hnútum kunnugur, þegar sjó-
mennska og sjávarafli er annars-
vegar. Hann var í vinnuflokki, sem
byrjaði að grafa rennuna inn í
Hópið í Grindavík með haka,
skóflu og berar hendur að vopni og
þeir föðmuðu kalt grjótið og báru
upp og eftir þriggja vikna starf
mátti fleyta bátum inn á Hópið á
hálfföllnum sjó og þá þurfti ekki
lengur að setja alla báta í Grinda-
vík á höndum að afloknum róðri.
Tómas hóf sjómennsku með
föður sínum og frændum strax á
fermingaraldri og formaður á
vetrarvertíð varð hann aðeins 18
ára gamall. Báturinn var áraskip,
sem búið var að setja i mótor og
dálítið skýli yfir vélina, en ekki
stýrishús og höfuð og herðar for-
mannsins stóðu upp úr vélarhús-
inu á stímum, einsog stundum má
sjá á merkilegum málverkum
Gunnlaugs Schevings, sem mikið
málaði í Grindavík.
Þótt ekki væru skipin stór né
187
V í K I N G U R