Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 5
burðarmikil í þá daga, báru þau
mikinn afla á land og þóttu mikil
framför frá áraskipunum sem
róðið hafði verið úr grýttri vör i
Grindavik, svo að segja frá land-
námsöld að því er talið er.
Þótt Tómas Þorvaldsson sé enn
á besta aldri, fæddur 1919, þá
spannar starfssaga hans eigi að
síður yfir langa þróun í sjávarút-
vegi Grindavikur. Hann man eftir
áraskipum, mótorknúnum ára-
skipum, opnum þilfarsbátum og
svo hinum glæsilegu stálskipum og
skuturum, sem nú sækja til fanga á
hafinu og hann man samanlagða
hafnarsögu Grindavikur, sem ligg-
ur frá grýttri vör inn í Hópið þar
sem viðlegukantar eru fyrir
hundruð skipa.
Það var því fýsilegt fyrir sjó-
mannablaðið að ræða ögn við
Tómas og einn daginn í vertíðar-
lok, hittum við hann að máli í
aðalstöðvum SÍF og báðum hann
að segja lesendum Vikings ofur-
litið af sjálfum sér Grindavik og af
hinni merkilegu skepnu, saltfisk-
inum. Við spurðum hann fyrst:
Rætt við
Tómas Þorvaldsson
— Er lífið ennþá saltfiskur á
íslandi? Hvaða þýðingu hefur
saltfiskurinn á vorum dögum fyrir
þjóðina? Og Tómas svaraði á þessa
leið:
— Talandi um þýðingu saltfisks
fyrir þjóðarbúið verður ekki hjá
því komist að fara nokkuð aftur í
tímann, til þeirra daga þegar
þjóðin lifði nær einvörðungu á
saltfiskframleiðslu og sveitabú-
skap. Þetta tímabil nær talsvert
aftur i seinustu öld og því lýkur
raunverulega ekki i sinni upphaf-
legu mynd fyrr en á stríðsárunum
síðari, þegar saltfiskmarkaðurinn
lokaðist vegna hernaðarins.
Eftir heimsstyrjöldina var þráð-
urinn tekinn upp á ný og menn
voru mjög fljótir að ná sér aftur á
strik með saltfiskframleiðslu og
komst framleiðslan i hámark árið
1952, en þá voru framleidd hér
52.000 tonn. Hluti af þessu var
þurrkaður saltfiskur með gamla
laginu.
— Um þessar mundir varð svo-
lítil breyting á atvinnuháttum Is-
lendinga. Menn fóru að sinna
síldinni meira en áður og bundu
miklar vonir við síldariðnaðinn.
Þá komu nýsköpunartogararnir til
sögunnar og í rauninni mátti eng-
inn vera að því lengur að salta fisk
til útflutnings. Afurð þjóðarinnar
varð blautfiskur, saltsíld og frystur
fiskur. Árið 1966 komst saltfisk-
framleiðslan í algjört lágmark, en
þá voru aðeins flutt héðan á annað
þúsund tonn af saltfiski. (Þurr-
fiski).
— Árið þar á eftir var gert mikið
átak í sölumálum. Það var farið í
heimsókn í ýms ríki Suður- og Mið
Ameríku og til annarra viðskipta-
landa okkar og það tókst að afla
nýrra markaða og auka fram-
leiðslu á þessari afurð og má heita
að stöðug sókn hafi verið allt fram
til þessa dags, þegar nokkrir
örðugleikar eru á sölu þurrfiski.
Munar þar mestu að Brasilíu-
Lagt at stað í róður árið 1922 eða 1923. Þorvaldur Klemensson formaður við
stjórn á teinæringi sínum og vaskur maður í hverju rúmi.
Björgvin í nausti 1929—30. Á myndinni eru talið frá stafni, Bjarni frá Þúfu í
Kjós, sem lengi réri hjá þeim feðgum á Járngerðarstöðum. Jón Tómasson,
símstjóri í Kefiavík, Sveinn Sigurþórsson frá Kollabæ í Fljótshlíð, Tómas
Sigurþórsson frá Kollabæ í Fljótshlíð, sem lengi var í stjórn Dagsbrúnar. Þá er
það Þorvaldur Klemensson, faðir Tómasar. Þá Tómas Þorvaldsson, Gestur
bóndi í Sólheimum í Hreppum, Gunnar Hálfdánsson og Eiríkur Tómasson.
VÍKINGUR
189