Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 7
Pabbi var formaður á áraskipi. Hann hét Þorvaldur Klemensson og var líka húsasmiður og á sumrin vann hann að smíðum og hefur smíðað mörg af þessum gömlu notalegu timburhúsum sem enn standa í Grindavík. Með honum við smíðarnar var móðurbróðir minn Sæmundur Tómasson, en hann bjó í Reykjavík á Spítalastíg 3. Hann var líka trésmiður. Þeir voru báðir formenn. Fisklöndun — Hvernig gekk sjósókn og fisklöndun fyrir sig? — Skipin gengu til netjaveiða, línuveiða og handfæraveiða. Þegar skipin komu upp undir lending- una þá var fiskurinn dreginn upp á seilarólar. Sérstakar nálar voru við ólarnar, sem reyndar voru nú snæri en ekki leðurreimar, þegar ég man eftir þessu. Seilarnálunum var stungið undir kjálkabarðið á fiskinum og hann þannig þræddur upp á seilina og fleygt fyrir borð. Neðst á ólinni var spjald til þess að fiskurinn reynni ekki af ólinni hinummegin. Þetta var nauðsyn- legt að gera áður en skipið tók niðri í fjörunni, því annars gat það brotnað undan hleðslunni. — Það varð hlutverk okkar krakkanna að fylgjast með bátun- um í lendingunni. Ætla má að visst fiskmagn hafi verið á hverri seil, því þegar búið var að seila hlupum við heim til þess að segja mömmu og öðrum sem áhuga höfðu hversu margar seilar höfðu verið látnar í sjóinn áður en lent var í vörinni. — Ef mikið brim var í vörinni, eða „lág“ einog það var nefnt. Þá sögðu gömlu konurnar að það væri ekki að marka það, því fleiri voru látnir seila þegar brimaði, en þegar skaplegt var í sjóinn. — Lending á stóru áraskipi í vör var vandasamt verk. Til þess þurfti útsjónarsemi og verksvit. Þýð- ingarmiklir voru svonefndir „skip- haldsmenn11 eða „frammámenn“ en í þann starfa voru valdir hraust- ustu og stærstu mennirnir. Þeir fóru fram á bóg og þegar þeir töldu sig botna í fjörunni, þá stukku þeir fyrir borð. Reyndar var bógurinn nú nefndur „sax“. Sbr. að fara fram á sax einsog það var nefnt. Þegar aldan reið undir skipið að aftan, settu þeir bökin undir kinn- unginn til þess að hindra að skipið steitti í fjörunni og svo þegar út- sogið féll undan skipinu, létu þeir það síga út svo mikið að það flyti. Þetta var vandasamt verk og að- eins á færi sterkustu manna. Þetta gerðu þeir á meðan verið var að „seila út“ kasta fiskinum fyrir borð í seilarólunum. — Frammámenn nutu virðingar og ég heyrði oft sagt frá því að þessi eða hinn hefði í svo og svo mörg ár verið skiphaldsmaður hjá þessum, eða hinum formanninum. Þetta var því virðingarstaða. Þessar myndir eru teknar f Grindavík árið 1936. „Mótorbátar" athafna sig við bryggju í Grindavík. Neðri myndin sýnir Björgviaað snúa og skipstjóri þar er Tómas Þorvaldsson. Á efri myndinni er bryggjan þar sem hægt var að skjótast uppað og landa fiski. V í K I N G U R 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.