Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Page 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Page 9
Á skiptavelli Fiskurinn var borinn upp á bakinu. Formaðurinn stóð í lendingunni og deildi af seilar- ólunum yfir á svonefndar burðar- ólar og á þeim var fiskurinn síðan borinn á kamb. Þá var oft metn- aður í mönnum að bera sem flesta þorska upp vörina. Það voru ótrú- legar byrðar sem sumir lögðu á sig þarna. Skipið var síðan sett á höndum. — Þessi vinnubrögð tíðkuðust hjá okkur fram undir 1930 og jafnvel lengur. Þá voru fyrstu bryggjustubbarnir byggðir i Grindavík og þá var unnt að aka fiskinum á handvögnum, síðar hestvögnum og svo loks á bílum, Fyrstu bryggjurnar urðu til þannig að útgerðin gaf einn hlut af hverju skipi til bryggjugerðarinnar og fékkst þá framlag frá ríkinu á móti. Með sama hætti var fyrsti akvegurinn frá Grindavík að Stapa gerður. Með einum hlut af hverju skipi, en það er önnur saga. — Aflanum var skipt á „skipta- vellinum“. Það var skipt þannig að tveir áttu „kastið“. Tveir hlutir voru í hverju kasti. Ég man að sumir fengu meira í hlut og það þótti drjúgt að „eiga kastið“. Síðan gerði hver að sinum hlut i kofum og litlum fiskhúsum. Þeir sem áttu kast saman, þeir gerðu oft saman að hlutum sinum. Tómas Þorváldsson, formaður í Grindavík 17 ára að aldri. Myndin er af sama skipi, Björgvin frá Grindavík, en á bak við það sést fyrsta skipið sem var „dekkað“ úr opinni trillu í Grindavík, Sæborg, en á það skip fiskaðist mjög mikið. Við skipið standa talið frá stafni, Magnús frá Skúfholti í Holtum, Tómas Þorvaidsson, Haraldur Teitsson frá Hvammstanga, en hann réri 10 vertíðir hjáokkur og Eiríkur Tómasson. Þann sem stendur í stafni hefur Tómasi ekki tekist að bera kennsl á, en maðurinn með hattinn er Kristján heitinn Bender, rithöfundurog stjórnarráðsfuiltrúi, Þorgeir Þorleifsson, bróðir Skúla, glímukappa og svo er það Þorvaidur Klemensson, formaður, sagði Tómas. Þessi mynd af hensti og vagni þáknar eflaust liðinn tíma í augum flestra, en þessi mynd er þó af umtalsverðri nýjung í Grindavík á árunum 1929 eða 30, en hún sýnir Þorvald bónda og formann á Járngerðarstöðum og einn fyrsta hestvagninn sem notaður var til þess að aka fiski upp í Grindavík. Áður báru menn fiskinn á skiptavöll á sér sjálfum. Hestvagninn komst í gagnið með fyrstu bryggjunum og svo komu bílarnir og tóku hlutverkið af þarfasta þjón- inum þar sem víðast hvar annarsstaðar. VÍKINGUR 193

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.