Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 10
Þarna flöttu menn fiskinn og söltuðu hann. Þorskhausar voru hertir og seldir austur í sveitir. Sveitamenn komu með afurðir sínar og seldu fyrir harðfisk, herta þorskhausa og tros. Man ég eftir miklum lestarferðum af þessu til- efni. Bændur komu með skinna- vöru kjöt, smör, kæfu og annan mat og fengu í staðinn þorskhaus- ana, og harðfiskinn sem þá þótti herramannsmatur. — Menn verkuðu sinn fisk sjálfir. Söltuðu hann og umstöfl- uðu honum. Um vorið kom skyldulið þessara manna, konur og börn og rifu fiskinn upp, vöskuðu hann og breiddu til þerris, ýmisst á sjávarkambinum, eða upp á hrauninu. Fiskreitir voru á hraun- inu fram undir stríð með fram veginum frá gamla samkomuhús- inu í Grindavík og upp fyrir þar sem félagsheimilið stendur i dag, eða á því svæði sem nú stendur á meginhlutinn af hinni nýju Grindavík. Á góðviðrisdögum náðu fisk- breiðurnar talsvert út frá veginum og fiskurinn var hvítur einsog brúðarsæng til að sjá. — Hver einasti maður sem vettlingi gat valdið kom út á fiskreitina til þess að breiða fiskinn og taka hann saman. Fiskvinna og heyskapur — I þá daga var fiskurinn yfir- leitt fyrsta flokks, en þó kom fyrir að ekki varð komist til þess að vitja um netin og fiskur gat skaðast í netunum og sá fiskur fór til neyslu heima. Við erum nefnilega aldir upp á trosi, og trosið var m.a. þessi fiskur, sem ekki hentaði til út- flutnings. — Þessi fiskur kom aðallega á land þegar gerði „rumbur“ en það er orð Grindvíkinga yfir það sem nú er almennt kallað bræla. — Þetta sem hér er lýst, nær yfir um það bil 15 ára tímabil einsog ég man þetta. Svo hagaði til heima á Járngerðarstöðum að við höfðum dálitla grasnyt og það höfðu reyndar flestir í Grindavík. Þegar búið var að breiða fiskinn, þá var keppst við til þess að komast heim í heyskapinn. Það var þá ýmisst verið að breiða hey eða taka það saman, slá og raka yfir daginn, svo seinni part dags var farið út á fisk- reitina til þess að taka saman fisk- inn. Svona var þetta á sólardög- um. Þetta var gert klukkan 4—6 um eftirmiðdaginn, eftir því hvort búist var við,,áfalli“ eða ekki. Að því loknu var þotið heim aftur og tekið til við heyskapinn. Þetta var sumarvinnan hjá okkur, sem allir tóku þátt í. Þegar fiskurinn var orðinn nægjanlega þurr til útflutnings, þá var hann tekinn heim í hús og lengi vel eða um og fram yfir 1930 voru það fiskkaupmenn sem komu Fiskur á seilum í flæðarmálinu í Grindavík áður en bryggjurnar komu. Fisk- urinn flýtur í seilarólunum og verið er að draga hann upp og flytja yfir á burðarólar, einsog greint er frá í samtalinu. Á myndinni eru talið frá vinstri, Ólafur Sigurþórsson frá Kollabæ í Fljótshlíð, sem síðar var lengi gjaldkeri Mjólkursamsölunnar, Guðmundur Tómasson, sem einnig var ættaður austan úr Fljótshlíð, nú látinn fyrir mörgum árum og Sveinn Sigurþórsson frá Kolla- bæ. 194 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.