Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 15
hefur orðið að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Hér áður fyrr var þetta unnið af fjölskyldum, vinnu- kraftur sem var fyrir hendi hvort eð var á heimilunum nýttist, en nú er aðkeypt vinna komin í staðinn við verkunina. — Hvernig er tæknivæðingu háttað erlendis. Erum við sam- keppnisfærir í tækni við saltfisk- verkun t.d. við Kanadamenn og Norðmenn? — Eftir því sem ég þekki til þessara hluta þá erum við í engu eftirbátar keppinauta okkar í tækni. Við stöndum þeim framar held ég á flestum sviðum. Kana- díska stjórnin er núna að setja upp stórar stöðvar til þess að taka við saltfiski af smáframleiðendum sem hafa í rauninni ekki bolmagn til þess að annast verkunina til fulln- ustu. Þetta eru mikil og dýr bákn og hræddur er ég um að við stæð- um ekki undir slíku hér, en það er kanadíska ríkið sem annast þetta. Ég hefi séð stórar stöðvar víða í Noregi og tel þær ekki eins full- komnar eða hagkvæmar og stöðv- arnar hjá okkur, en auðvitað er þetta mjög mismunandi, hér og þar. — þá vil ég aðeins vikja að ein- um þætti saltfiskverkunar, skipu- lagsatriði ef svo mætti segja. Nokkrir menn hafa atvinnu af því að kaupa blautfisk og þurrka. Þetta hefur gefist mjög vel og leysir vissan 'vanda fyrir framleiðendur og sölusamtökin. — Hinu er ekki að leyna að þessi þáttur á í miklum erfiðleikum, eftir að Brasilíumenn skelltu hurðum á okkur svona til hálfs og það er ekki enn búið að sjá fram úr þessum vanda. Að éta útsæðið — Nú standa málin þannig að það á að fara að skammta fiskinn upp úr sjónum, og farið er að krefjast sérstakra leyfa til svotil allra fiskveiða. Hvernig lýst þér á þessi skipulagsmál? — Eg vil segja það hér og nú að mér lýst ekki vel á allt sem gert hefur verið. Á hinn bóginn viður- kenni ég að þeim mönnum sem að þessu hafa starfað er vandi á höndum. Þessi mál eru komin í óefni. Síldin gekk upp og glataðist okkur um árabil svo sem kunnugt er og fleiri stofnar eru í hættu, þar á meðal þorskstofninn. Hinsvegar hefi ég ekki farið dult með það að ég tel að við höfum hagað okkur mjög óskinsamlega í útgerðar- málum. Við sveiflumst úr einu horninu í annað og sjáumst ekki fyrir. Eg átel því hvernig við höfum staðið að, og seinasta dæmið eru skuttogarakaupin. Ég tel það mjög alvarlegt mál hvernig þjóðin hefur hellt sér út í stórfelld skuttogara- kaup á skömmum tíma. Þessi skip verða svo úrelt öll í einu eftir vissan árafjölda. 20 togarar hefðu verið nóg, svo var unnt að bæta við. Þessi togarafjöldi sem nú er kom- inn verður að veiða smáfiskinn, sem alls ekki má veiða. Það má leggja það að jöfnu við að éta út- sæðið, einsog gert var hérna um árið. Við erum neyddir til þess að stunda smáfiskadráp á þessum skipum, eða leggja þeim ella, og það er voðalegur hlutur, sagði Tómas Þorvaldsson að lokum. JG. Dæmigerð mynd úr nútíma saltfiskverkun. Gaffallyftari með nokkur tonn af flski. Lyftarinn leysir manneskjuna af hólmi við ömurlegan og erfiðan fiskburð. Manneskjan er þó ekki alveg úr sögunni enn. Jón Árnason, verkstjórl „les fram- tíðina" úr saltfiski, einsog úr blaði eða tímariti. Milljónir og milljóna tuglr geta verið í húfi í stórri saltfiskverkunarstöð ef eitthvað fer úrskeiðis í verkuninni. Þorbjörn hefur eigin netagerð. Hér sést Jón Leósson, netagerðarmelstarl við vinnu sína. VlKINGUR 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.