Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Qupperneq 16
Prestur nokkur mismælti sig í stólræðu og sagði að Jesú hefði mettað fimm manns með fimm þúsund brauðum og sjö fiskum. Gall þá einn kirkjugestur við: „Það hefði ég lika getað gert.“ Árið eftir lagði prestur útaf sama texta og mismælti sig nú ekki. Gaut hann auganu á kirkju- gestinn frá árinu áður, sem mættur var: „Hefðir þú nú getað gertþetta, Jakob minn?“ ,Já,“ svaraði hinn um hæl, „hefði ég haft leifarnar frá því í fyrra!“ * Hinn heimsfrægi pólski píanó- snillingur Paderewski var með hárprúðari mönnum síns tíma. Eitt sinn, er hann var á skemmtigöngu í New York rakst hann á skóburstara, sem bauð honum þjónustu sína. Paderewski leit á piltinn og sá að hann bar merki iðju sinnar á andlitinu. „Nei, drengur minn, en ef þú þværð þér í framan skal ég gefa þér einn dal.“ Drengurinn hljóp að gosbrunni þar rétt hjá, skolaði af sér mestu svertuna og fékk peninginn. Hann fékk Paderewski hann um hæl. Nei, herra minn, eigið þér hann sjálfur — og farið strax og látið klippa yður. * * Reynslan hefir leitt í ljós, að þeir, sem ávallt vantreysta öðrum, verða aldrei fyrir vonbrigðum. Leonardo da Vinci * Mistök Ungur sjómaður ætlaði að senda kærustunni sinni afmælisgjöf. Hann fór inn í búð og keypti mjúkar og fallegar loðskinnshandlúffur sem þá voru í tísku og liann bað afgreiðslu- stúlkuna að senda þær til kærustunn- ar. Af misgáningi sendi afgreiðslu- stúlkan kvenbuxur. Án þess að vita um þessi mistök, skrifaði sjómaðurinn kærustunni svolátandi bréf: Elskan mín! Ég sendi þér þessa litlu gjöf til þess að þ úsjáir, að ég man eftir af- mælisdeginum þínum, þó að ég sé að heiman. Ég vona að það komi sér vel fyrir þig að fá þær; eru hlýjar núna í kuldanum, og auðvelt að fara úr þeim og í þær. Ég var í vandræð- um að velja hentugan lit, en af- greiðslustúlkan sýndi mér einar, sem hún var búin að nota í þrjár vikur, og það sá varla á þeim. Ég vissi held- ur ekki hvaða númer þú notar — þó að það stæði mér auðvitað næst að vita það — en afgreiðslustúlkan var á stærð við þig, og ég fékk hana til að máta þær, og þær pössuðu henni alveg. Hún sagði, að þú skyldir blása inn í þær, þegar þú hefur notað þær, því að þeim hætti oft til að verða rakar að innan við notkun. Mundu mig um að nota þær í kuldanum, kæra vina. Þinn elskandi Anton Kaupið þið sjálfir Víkinginn. 200 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.