Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 17
Laumu-
farþegar
Fyrir um 35 árum kom kínverskt
skip í höfnina í Rangkok. Ekkert
óvenjulegt, ef allt hefði verið með
feldu um borð, en það var nú eitt-
hvað annað. í skipinu fundust
hvorki fleiri né færri en 391
laumufarþegi. Hafnarverðir urðu
sem steini lostnir yfir þessum
ósköpum og þegar skýrzla þeirra
komst í hendur yfirvalda staðarins,
ætluðu þeir ekki að trúa sínum
eigin augum og héldu að hér væri
um misritun að ræða, en svo var þó
ekki, þetta var staðreynd.
Lögreglan í Rangkok hafði
aldrei komist í annað eins, enda
var þetta tilfelli hreint met, sem
ekki hefur verið knekkt, hvorki fyrr
né síðar. Það var engin furða þótt
þeir héldu að hér væru einhver
brögð í tafli. Hvernig gat þessi
fjöldi Kínverja falið sig alla þessa
löngu leið frá Kína, án þess að upp
kæmist? Jú, sagði skipstjórinn, þeir
hafa falið sig á hinum ótrúlegustu
stöðum, t.d. í lestarúmum, í kol-
unum, í stefnisloka, björgunarbát-
um, lífbelta kössum o.s.frv.
Já, en á hverju lifðu þeir á leið-
inni? Jú, sagði skipstjórinn. Kín-
verjar eru neyzlugrannir, þeir geta
lifað á einum hnefa af hrísgrjónum
í lengri tíma. — En enn þann dag í
dag, þykist lögreglan viss um að
skipstjórinn hafi haft óhreint mél í
pokanum, t.d. þegið þóknun frá
hverjum einstökum Kínverja fyrir
/ kínverska skipinu
voru 391
laumufarþegi
VlKlNGUR
201