Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 18
að flytja þá og stungið aurunum í
sinn eigin vasa. Hitt er þó alls ekki
útilokað að skipstjórinn hafi verið
saklaus af því. Laumufarþegar
geta orsakað hin mestu vandræði
fyrir útgerðina og spillt andlegri
heilsu skipstjórans.
Þannig var það eitt sinn, á því
herrans ári 1930 að gríska skipið
„Theodoris Galahis“ á leið til
heimalands frá Huelva á Spáni.
Þegar skipið var statt á Mið-
jarðarhafi fundust 3 laumufarþeg-
ar um borð. Skipstjórinn missti al-
gjörlega stjórn á sér og fyrirskipaði
að þeim skyldi kastað fyrir borð —
og það var gert. Skipstjórinn var í
þann mund að halda ferðinni
áfram, þegar kona hans, sem var
með í ferðinni, kom upp á þilfar.
Hún fékk taugaáfall, þegar hún sá
hvað gerzt hafði og bað mann sinn,
að taka mennina aftur um borð.
Skipstjórinn fékk nú samvizkubit
og bátur var settur út. Það heppn-
aðist þó aðeins að bjarga tveimur
mannanna, en sá þirðji drukknaði,
áður en báturinn komst að honum.
Skipstjórinn var nú orðinn all
smeykur og bauð þeim, sem lifðu,
stóra fjárupphæð fyrir að þegja
yfir þessu. En Spánverjunum varð
ekki mútað, og skipstjóranum var
síðan stefnt fyrir rétt og hlaut
þunga refsingu. Á vissan hátt
vorkun. Laumufarþegar valda
ætíð miklum vandræðum, töfum,
ætíð mikil vandræði, töfum,
auknum útgjöldum og stríði við
yfirvöldin, þar sem skipið kemur
að landi með þessa vandræðagripi
innanborðs.
Að lokinni heimstyrjöldinni
síðari og í kalda stríðinu milli aust-
urs og vesturs, sem fylgdi á eftir,
jókst tala laumufarþega mjög
mikið. Það er meiri vandkvæðum
bundið að losna við óæskilega far-
þega nú, heldur en var fyrir
nokkrum áratugum. Eftir
styrjöldina var meirihluti þessara
farþega hinir svokölluðu „Land-
laust“ fólk. (Displaced persons),
sem hefur gefið skipaútgerðum
tilefni til alvarlegra viðræðna, um
heim allan. Þessir ólánsömu menn
eru orðnir alvarlegt vandamál.
Engin þjóð vill fá þá inn í land sitt,
því að víðast hvar er meira og
minna atvinnuleysi og nógu erfitt
að sjá mönnum fyrir fæði og öðr-
um nauðsynjum og svo bætist við
óttinn við njósnara.
Skipstjóri getur átt það á hættu
að þurfa að sigla, jafnvel í kringum
jörðina, með einn eða fleiri óæski-
lega farþega um borð, áður en
hann losnar við þá, kannski eftir
mikið þras við útgerðina, stjórn-
málamenn og stjórnvöld, en á
meðan þeir eru um borð í skipinu,
ber hann ábyrgð á að þeir læðist
ekki einhversstaðar í land og svo
verður hann að fæða þá og veita
þeim kojupláss um borð.
Allt þetta veldur útgerð skipsins
fjárútlátum, en það versta er þó, á
meðan þeir eru í felum, stafar af
þeim mikið eldhætta, þar sem þeir
eru að matbúa og fara með eld á
hinum ólíklegustu stöðum á skip-
inu. Þá hefur það komið fyrir, að í
vissum tilfellum er skipshöfnin,
202
VÍKINGUR