Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 21
 Björn Dagbjartsson, verkfræðingur: Hvað er vöruþróun? Hvað er vöruþróun úr fiskafurð- um? Björn Dagbjartsson (Ut- varpserindi, þátturinn „Við sjó- inn“) Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins áætlar í sumar og næsta vetur að halda áfram tilraunum til vöruþrónnar úr kolmunna og spærlingi. Þessu orði „vöruþróun“ hefur verið hampað mjög að und- anförnu, en þar sem ekki er víst að öllum sé ljóst hvað við er átt þá er ekki úr vegi að líta nánar á þetta hugtak. Það má segja að tilraunir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins með vinnslu manneldisafurða úr þessum smáfisktegundum sem gerðar hafa verið undanfarin ár, hafi aðeins fyrsta eða í mesta lagi fyrstu tvö stigin þ.e. undirbún- ingsvinna sem að vísu er óhjá- kvæmilegt að framkvæma en skil- ar ekki árangri nema henni sé fylgt á eftir með mun umfangsmeiri til- raunum. Almennar skilgreiningar Öll stærri matvælafyrirtæki í heiminum vinna stöðugt að vöru- þróun. Yfirleitt er annað hvort verið að leita að „gati“ á markað- inum og reynt að fylla það á undan keppinautunum eða að nýjar vörutegundir, oft eftirlíkingar, eru framleiddar úr hráefnum sem auðvelt er að afla og eru ódýrari en „ekta“ hráefni. Þegar vörutegund og tilsvarandi framleiðsluaðferð hefur verið þróuð á rannsókna- stofu er tekin ákvörðun um það að framleiða nokkra tugi eða nokkur hundruð eininga af vörunni, kanna fyrstu viðbrögð væntanlegs markaðar og fá hugmyndir um hugsanlegt söluverð. Að þessum upplýsingum fengnum er sest nið- ui með „aðal“ forstjórunum sem fjármagninu ráða. Þeir eru mjög oft tæknimenntaðir, gagnstætt því sem hér tíðkast. Niðurstöðurnar eru lagðar fyrir þá, ásamt hag- kvæmnisútreikningum að sjálf- sögðu, og þá kemur að þeirri stóru ákvörðun: Á að hætta því fjár- magni sem þarf til að taka heila verksmiðju eða a.m.k. verksmiðju- einingu, breyta henni og oft búa nýjum vélum, kaupa umtalsvert magn af hráefni vinna það og síð- ast en ekki síst hefja söluherferð á þeim mörkuðum sem þegar er búið að þreifa fyrir sér á. Flestir reikna með verulegu tapi í byrjun, en auðvitað er búið að reikna það út að framleiðslan sjálf þ.e. hráefni, vinnsla, umbúðir, flutningar o.s.frv. borgi sig þegar varan er farin að seljast án verulegrar fyrir- Björn Dagbjartsson, matvæia verkfræðingur. hafnar og fjármagnskostnaður í vélum og búnaði hefur verið greiddur niður að mestu. íslensk dæmi Sem dæmi um íslenska tilburði til vöruþróunar má taka vinnslu manneldisafurða úr kolmunna og spærlingi. En hvar erum við staddir á vöruþróunarferlinum með þessar tilraunir? Rétt er að taka það fram að mjöl og lýsi hefur verið unnið úr báðum þessum fisktegundum án vandkvæða og afurðirnar selst vel. Á því sviði er ekki þörf eiginlegra vöruþróunartilrauna. Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins mun samt nú í sumar gera frekari athuganir á geymslu kolmunna og spærlings til bræðslu, bæði um borð til þess að bátarnir geti verið lengur úti og í verksmiðjum svo að þær geti unnið með sem minnstum tilkostnaði. Stofnunin hefur undanfarin ár efnagreint fjölda sýna af þessum fiskum og gert sér nokkra grein fyrir nýtingartölum þ.e. hve mikið eigi að fást af mjöli og lýsi. Þýð- ingarmikilli spurningu er ósvarað í þessu sambandi. Borgar sig að veiða kolmunna og spærling til bræðslu „við íslenskar aðstæður“? Það er ekkert leyndarmál að Fær- eyingar greiða helmingi hærra verð fyrir kolmunna og spærling til bræðslu en íslenskir fiskmjöls- framleiðendur telja sig geta. Það eru „íslenskar aðstæður“ að fisk- Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins óskaði eftir því að mega ráða einn tæknifræðing, en var synjað. Á sama tíma er tæknistarfs/ið vegagerðarinnar aukið um 20 manns. VÍKINGUR 205

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.