Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Qupperneq 25
framleitt um 1 tonn af spærlings- krafti, sem fæst með því að eima soðið af ferskum spærlingi þar til eftir verður sýrópskennd blanda af bragðefnum sem nota má i súpur á sama hátt og kjötkraft. Búið er að senda sýni af þessum krafti til ým- issa súpuframleiðenda erlendis, en viðbrögðin hafa enn ekki orðið eins jákvæð og vonast var til. Þó er vit- að að fiskkraftur er framleiddur bæði i Japan og Noregi en tiltölu- lega fáir, sterkir aðilar virðast hafa mikil völd á þessum markaði. Það er því liklegt að hér þurfi að koma til verulegt áhættufjármagn í sölustarfsemi og markaðsleit. Þó að tilraunaframleiðslan hafi tekist i tækjum Hvalstöðvarinnar, þarf að athuga betur nokkur tæknileg atriði í þessu sambandi, auk þess sem hönnun verksmiðju og arð- semisútreikningar eru óunnin. Að þessu verkefni mun Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins vinna áfram. Niðursoðinn og heiifrystur spærlingur Þá er rétt að minnast á nokkrar afurðir úr þessum tegundum, sér- staklega spærlingi sem enn hafa ekki komist nema á „rannsókna- stofustig“ vöruþróunar. Heil- frystur (IQF), slægður og hausað- ur spærlingur hefur verið sendur til fulltrúa sölusamtakanna í Evr- ópu, en umsagnir þeirra um sölu- möguleika hafa ekki borist enn. Vitað er að ýmsar Suður-Evrópu- þjóðir borða allmikið af heilsteikt- um smáfiski og hundruð þúsunda verkamanna frá Miðjarðarhafs- löndunum stunda vinnu í Norð- ur-Evrópu. Hugmyndin er að reyna að ná til þessa fólks sem til tekst. Aðgerð og sérfrysting á smá- fiski eins og spærlingi er nokkuð dýr. Frekari tilraunir með vél- vinnslu, markaðsleit í samvinnu við sölusamtökin svo og arðsemis- útreikningar eru á verkefnaskrá VÍKINGUR Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, þegar tími vinnst til. Niðursoðinn spærlingur er mjög ljúffengur hvort sem hann er í eigin safa, olíu eða ýmsum sósum. Hingað til hefur hann aðeins verið soðinn niður í nokkrar dósir, en Rannsóknastofnunin ætlar í sum- ar í samvinnu við Sölustofnun lagmetis, að sjóða niður á ýmsa vegu nokkuð magn af spærlingi sem Sölustofnunin mun svo nota til markaðsleitar. Hér verða að sjálfsögðu að fylgja arðsemisút- reikningar og athuganir á vélbún- aði og vinnslutilhögun. Þessar frumtilraunir munu kosta nokkuð fé, en þó varla meira en svo að Rannsóknastofnunin og Sölu- stofnunin muni ekki ráða við þær í sameiningu. Ef viðbrögð markað- arins verða jákvæð og gera þarf stórar framleiðslutilraunir og hefja söluherferð, þá er hætt við að nokkuð áhættufjármagn þurfi til að koma. Ýmsar hliðarrannsóknir Nákvæmar efnagreiningar og næringarfræðilegar mælingar á báðum þessum fisktegundum hafa verið á verkcfnaskrá stofnunarinn- ar um skeið og verður haldið áfram. Slikar mælingar eru að vísu oftast ein af fyrstu athugunum sem gerðar eru í hverju vöruþróunar- verkefni, enda var það einnig gert hér að því er varðar helstu efna- flokka. Það sem eftir er að mæla eru vítamín, ýmis steinefni, eggja- hvítusamsetning o.fl. Fleiri hugmyndir hafa fæðst um mögulegar afurðir úr þessum fisk- tegundum og athuganir sem gera þarf, en ekki unnist tími til að sinna eða prófa, ekki einu sinni á rannsóknastofunni. Hvað þarf t.d. miklar fjárfestingar í fiskmjölsiðn- aðinum til þess að það borgi sig að veiða kolmunna og spærling til bræðslu hér og hver er aðrsemi slíkra fjárfestinga t.d. miðað við Borgarfjárðarbrú? Hvernig litist Japönum t.d. á hrognafullan spærling og er hægt að vélflokka spærling í hæng og hrygnu? Er hægt að sjóða niður kolmunna- lifur, fyrst það þarf að vélslægja fiskinn hvort sem er? Hvernig er með gerlainnihald afurðanna? Eru sníklar (ormar) áberandi? O.m.fl. Niðurlag Það má ljóst vera af framan- sögðu að þetta verkefnasvið mun yfirgnæfa aðra arðsemi Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins á næstunni. Stofnunin er lítil og fá- menn. Hún óskaði eftir heimild til að ráða sér einn tæknifræðing, en því var synjað. Hagfræðingarnir og stjórnmálamennirnir sem það gerðu hafa örugglega metið það þannig að arðsemi og gagnsemi i vega- og brúabyggingum væri meiri en í nýjungum í fiskiðnaði því að gert er ráð fyrir upp undir tuttugu manna aukningu á tækni- legu starfsliði Vegamálaskrifstof- unnar á þessari nýju 20 milljarða vegaáætlun. Margir segja sem svo að það sem hér hefur verið til umræðu séu fjarlægar og óraunhæfar bolla- leggingar. Þeim má benda á það að þetta sama var sagt um loðnu- vinnslu fyrir 15 árum síðan. Gæti ekki einhver snjall hagfræðingur reiknað út arðsemisvexti eða lagt eitthvað annað hárfínt hagfræði- legt mat á tilraunir dr. Þórðar Þorbjarnarsonar og nokkurra fisk- mjölsframleiðenda til að finna loðnu á árunum í kringum 1960. O.ELLINGSENHF ÁNANAUSTUM SlMI 28855 Elita og stærsta veiðarfæra- verzlun landsins. 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.