Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Síða 33
■
1
Munir í eigu Bligh, dagbók hans og sjóferðabók, innsigli hans, kanna og
púðurmál.
yfirmenn, sem og aðra skipverja,
þannig að leiddi til uppreisnarinnar.
Nú á tímum hefði þetta gefið fullt til-
efni til málssóknar.“
Hinn virti stríðsfréttaritari í fyrri
heimsstyrjöldinni, mikill áhugamaður
á sjóferðum, H.M. Tomlinson, ræddi
eitt sinn um Bligh, eins og hann var
sýndur í kvikmyndum, hafði hann orð
á hve auðvirðilega sé farið með heim-
ildir og séu þær notaðar til þess að
sanna rangfaerslur í sögunni, eins og
þeir vilja helzt hafa þær, ekki sízt
kvikmyndaframleiðendur. Við
hefðum fyrir löngu getað komist að
raun um, að skipstjóri, sem sigldi
opnum báti lengstu vegalengd, sem
um getur í sögunni við verstu aðstæð-
ur, og sýndi með því bæði siglinga-
fræðilegt afrek og frelsaði líf og limi
manna sinna. Slíkur skipstjórnarmað-
ur, gat trauðlega hafa verið svo harð-
svíraður óþokki, að hann einn ætti sök
á uppreisninni.
Hafa verður í huga að á þessum
tímum var aginn til sjós harður, þegar
áhöfnin var þvinguð um borð í skipin,
ferðirnar langar og viðurværi og að-
búnaður hræðilegur. Við gætum spurt
hversvegna Cook skipstjóri hinn mikli
siglingafræðingur, bar svo mikið
traust til hans. En söguritarar álitu
betra að lýsa Bligh, sem þrælmenni,
og að hann hefði fengið verðskulduð
eftirmæli. Að minnsta kosti var kvik-
myndasagan áhrifaríkari fyrir al-
menning, túlkuð á þann hátt. Charles
Laughton túlkaði Bligh, sem kjaftfort
illfenni, einræðissegg og bleyðu, djöf-
ul, sem kvaldi jafnt yfir- og undir-
menn með svipunni, eða með öðrum
orðum, hann var svívirðing fyrir ein-
kennisföt Hans Hátignar. Eflaust var
þessi lýsing spennandi söguefni, en
einfaldlega rangtúlkað. Það er ótrú-
legt að sjómaður, sem hlaut hrósyrði
frá hinum fræga Nelson, fyrir góða
skipstjórn við Kaupmannahöfn og
sem síðar hlaut eigin fána, skyldi svo
oft og tíðum, vera svertur í umtali,
aðeins ef nafn hans var nefnt.
Enginn vafi er á því að Bligh var
bráðlyndur maður, sérstaklega ef við
bjálfa var að eiga. Hann var orðhvat-
ur, og það kom jafnvel fram í dag-
bókum hans, með viðeigandi orð-
bragði. Hann gat verið ósanngjarn í
dómum sínum um aðra, og skammir
hans við misgerðarmenn voru ekki af
betri endanum, en hann var síður en
svo verri heldur en aðrir skipstjórar á
þeim tímum, og jafnvel betri.
Ef miðað er við átjándu aldar við-
urkenndar venjur, var Bligh vissulega
manneskjulegur og sanngjarn skip-
stjóri, sem var á móti líkamlegri refs-
ingu, og lét píska menn sjaldnar held-
ur en starfsbræður hans. Maður, sem
hafði ekki annað tii að bera heldur en
að vera hrottalegur sjómaður, hafði
aldrei verið dáður af mönnum eins og
Cook, Nelson og Sir Joseph Banks,
sem voru harla ólíkir menn. Sem
landkönnuður og siglingafræðingur
ávann Bligh sér hina mestu virðingu.
I hlutlausri rannsókn á Bligh (1952)
kallar Dr. George Mackaness hann
„Mikinn siglingafræðing".... verðug-
an til að sitja sama bekk og Vancouv-
er, Flinders og King.“
Bligh var einn þeirra, sem tileink-
uðu sér vísindalega siglingafræði
þeirra tíma, og lagði, að fyrirmynd
Cooks, afar mikla áherzlu á gott
heilsufar skipverja, með rétt samsettu
mataræði og kröfu um sem mestan
þrifnað. Þessi atriði voru viðurkennd
bæði af þeim sem voru trúir Bligh og
hinum, sem gerðu uppreisnina. Hann
var vel menntaður og framúrskarandi
skilningsgóður og hinn áberandi sterki
karakter, kom best í ljós, við afrek hans
í lengstu ferð á opnum báti, allra tíma.
Þegar Bligh var látinn í lítinn bát,
ásamt 18 öðrum mönnum, af upp-
reisnarmönnum á Bounty, sýndi hann
hvað einbeittur og fær skipstjórnar-
önnumst viðgerðir á rafvél-
um og raflögnum fyrir skip
og í landi.
Góðir farmenn. Vönduð
vinna.
VOLTI H/F
Norðurstfg 3, símar 16458
og 16398
VÍKINGUR
217