Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Qupperneq 35
því þetta var siglingafræðilegt afrek,
sem hver sjómaður gat verið stoltur af.
Owen Rutter, (sérfræðingur um
Bounty málið) segir í riti sínu: Þetta
var eitt hið bezta dæmi um valdstjórn
og aga, og það var rétt notað.
þeim dögum. Skipstjóri gat látið píska
menn sína miskunnarlaust, en jafn-
framt sýnt þeim furðu mikla góðvild
og sanngirni. Dagbók Bligh’s á leið
skipsins til Tahiti gefur gott dæmi um
slíkt. Það var ekkert í sambandi við
meðferð hans á skipverjum, sem rétt-
lætti uppreisn. Það er staðreynd, að
sumstaðar bera bókanirnar með sér,
að hann má jafnvel vera álitinn sann-
gjarn gagnvart mönnum sínum og
hafi hann verið strangur stjórnandi,
þá er það einmitt það, sem af honum
var ætlast og það, sem okkur finnst
hrottalegur agi, var aðeins siðvenja
gagnvart skipverjum. Eftirfarandi
bókun er nokkuð mótsagnakennd við
það almenna álit á Bligh, að hann hafi
verið grimmur og tillitslaus.
„Stundum er afslöppun og
skemmtun algjörlega nauðsynleg, og
ég hef hugsað mér að tíminn eftir kl. 4
á eftirmiðdögum skuli notaður til
slíks. Ég var í vandræðum með að fá
einhvern til að spila á fiðlu fyrir dansi,
en fékk loks viðvaning til þess. Hann
var þó betri en enginn.“ Hér er svo
enn ein bókun: „í kvöld urðu þeir, sem
fóru yfir línuna í fyrsta sinn, að gang-
ast undir hina hefðbundnu athöfn,
nema kaffæringuna, sem ég aldrei
leyfi, því að sá þáttur athafnarinnar,
er hrottalegastur og ómannúðlegast-
ur. Sérhver skipverjanna af hinum 27,
Hvað viðvíkur lifnaðarháttum
Bligh’s, á tímum þar sem drykkju-
skapur og sviksemi var almenn, þá
drakk hann aldrei, og jafnvel verstu
óvinir hans gátu aldrei bendlað hann
við neitt óheiðarlegt. Hann virti og
var virtur af konu sinni og sex dætrum
og bréfaskipti hans við fjölskylduna,
gefa til kynna að hann hefur verið
fyrirmyndar fjölskyldufaðir. Ákveðni
og hugrekki, koma vel í Ijós í leiðarbók
hans í ferðinni til Batavia. „Kjarkur
og bjartsýni ríkti, allir hugsuðu til
skjótra endiloka, þessarar þrautar.
Hvað sjálfan mig snerti, þá fann ég
hvorki til mikils hungurs eða sárs
þorsta, þótt undarlegt megi virðast.
Skammturinn var mér nógur, því að
ég vissi að um annað eða meira var
ekki að ræða.“
Hann var eins ákveðinn og þraut-
seigur sem dæmigerður hermaður
þeirra tíma og hvað hugrekki snerti,
þegar uppreisnin brauzt út var fram-
koma hans honum til sóma.
Bligh hefur verið legið á hálsi fyrir
hörku gagnvart skipverjum, en hún
var engu meiri en jafnan tíðkaðist á
íbúðarhús Bligh í London. Skilti er á húsinu, en þar stendur: „William
Bligh 1754—1817, skipstjóri á Bounty bjó hér.
ÚTGERÐARMENN!
Vér erum umboðsmenn fyrir
þýzku Dieselverksmiðjuna
KLÖCWNER-HUMBOLT-
DEUTZ,
stærstu Dieselverksmiðju í
heimi, hin elzta og reyndasta
í sinni grein.
Margra ára reynsla hér á landi.
HAMAR HF.
Símar: 22123 — 22126
VÍKINGUR
219