Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Page 41
O.EIIingsen 60 ára O. Ellingsen sem var lærður skipasmiður, kom hingað ásamt konu sinni frá Noregi 1903 til að veita forstöðu Slippfélagi Reykja- víkur. Hann opnaði verzlun með veið- arfæri og málningarvörur 16. júní 1916, fyrst í Kolasundi en flutti í desember 1917 í nýtt húsnæði i Hafnarstræti 15, beint upp af Steinbryggjunni sem þá var mið- depill athafnasvæðisins við höfn- ina. Vorið 1956 flutti verzlunin veiðarfæradeild og vinnufatnað í nýtt húsnæði á horni Pósthús- strætis og Tryggvagötu. Haustið 1974 flutti veiðarfæra- deildin í hið nýja húsnæði i Ána- naustum við Grandagarð og vorið 1975 var öll starfsemin flutt í hið nýja húsnæði að Ánanaustum. Verzlunin er nú á ný mjög vel staðsett við aðal athafnasvæði veiðiflotans og samt sem áður skammt frá miðborginni og liggur vel við aðal samgönguæðar borg- arinnar og býður viðskiptavinum sínum næg bílastæði sem nú eru ómetanleg hlunnindi. O. Ellingsen rak verzlun sína af miklum dugnaði og víðsýni til dauðadags janúar 1936. Það var hinum ört vaxandi fiskveiðiflota landsmanna mikil nauðsyn að geta fengið þann besta útbúnað sem þá var fáanlegur í öðrum löndum. Kunnátta hans og reynsla í þessum efnum var flotanum ómetanleg. 1937 var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og hefir sonur hans Othar Ellingsen veitt fyrirtækinu forstöðu siðan. Verzlunin hefur átt því láni að fagna að hafa mjög gott starfsfólk sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í áratugi. Þannig hafa 8 starfsmenn unnið hjá fyrirtæk- inu í meira en 30 ár og starfa nú hjá Ellingsen um 30 manns. Verzlunin er tvímælalaust stærsta og jafnframt elsta veiða- færaverzlun landsins með alls konar útbúnað fyrir skipaflotann, og selur jafnframt vélanauðsynjar, málningarvörur, verkfæri alls konar, ásamt vinnufatnaði fyrir sjómenn og verkamenn. Verzlunin þjónar þannig flestum atvinnu- vegum þjóðarinnar. Viðskiptavinir verzlunarinnar eru um allt landið, enda er kapp- kostað að hafa jafnan á boðstóln- um allar vörur sem þarf til útgerð- ar og fylgst er vel með öllum nýj- ungum og breytingum sem ávallt eru að koma fram með hinni hröðu þróun í veiðitækni. Til að geta þjónað öllúm við- skiptavinum sínum þarf verzlunin jafnan að hafa um 6000 vöruteg- undir á boðstólnum. Vörur þessar eru keyptar beint frá yfir 250 er- lendum og 80 innlendum fram- leiðendum, auk frá um 100 inn- lendum innflytjendum. Þannig þarf verzlunin á hverjum tíma að vera i stöðugu sambandi við milli 400 og 500 framleiðendur. V I K I N G U R 225

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.