Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Síða 42
MARU.
Viðskeyti á öilum
japönskum skipaheitum.
Eins og flestir hafa tekið eftir hafa
Japanir orðið „Maru“ aftan við
skipsnöfn sín. Þótt einkennilegt
megi teljast virðist enginn vita
hvað þetta orð þýðir, eða hvernig
það er tilkomið. Ýmsar skýringar
hafa komið fram og sumar harla
fáránlegar, aðrar þó ekki ólíklegar.
Eina slíka er að finna i lesanda-
bréfi brezka blaðsins „Sea
Breeses“, hún er að vísu ekki trúleg
en skemmtileg: Þegar Japanir
eignuðust sitt fyrsta gufuskip, með
japanskri áhöfn, kunni vélaliðið
ekki þá kúnst að stöðva vélina.
Eftir margar misheppnaðar til-
raunir, var ákveðið að bíða þar til
gufan var þrotin. Til þess að það
yrði sem fyrst sigldu þeir skipinu í
hringi í höfninni. Áhorfendum í
landi þótti þetta hin mesta
skemmtun, en enginn þeirra hafði
fyrr séð gufuskip. Þeir gáfu skipinu
nafnið „Maru“, sem þýðir
„Hringsól“, eða það sem fer í
hringi. Eftir það fengu öll skip i
Japan viðskeytið Maru, við nöfn
sín.
Rautt og grænt
Það var árið 1848, að settar voru
nýjar samræmdar reglur, sem giltu
fyrir öll skip á heimshöfunum, sem
sagt að hliðarljós skipa skyldu vera
grænt á stjórnborða og rautt á
bakborða, en áður höfðu mörg
skip, rautt á stjórnborðshlið og
grænt á bakborða, sem að sjálf-
sögðu var stór hættulegt misræmi
og hafði oft valdið slysum.
Sandstormur á Suez.
Jafnvel á Suez-skurðinum getur
skipum seinkað vegna óveðurs. Oft
liggur þétt þoka yfir skurðinum, en
stundum kemur fyrir að sand-
stormur frá eyðimörkinni, þýtur
yfir skurðinn, sem gerir skyggnið
eins lítið og í svörtustu þoku. Svo
ekki sé talað um að skipið verður
þakið sandi.
Báta kaupmenn.
Allir sjómenn, sem siglt hafa til
erlendra hafna kannast við litlu
verzlunarbátana, sem koma oft í
stórum hópum út að aðkomuskip-
um, með allskonar varning. Þessi
viðskipti eiga sér langað aldur frá
því á dögum seglskipanna, og
tíðkast víst enn, víða koma málar-
ar um borð í bátunum, sem bjóða
skipstjórunum að mála myndir af
skipunum og þeim sjálfum. Vin-
sælt var meðal skipstjórnarmanna
að fá málverk af sér með sjónauka í
annarri hendinni og sjókort í
hinni.
Engin miskunn.
Fyrr á öldum voru leiðarmerki
fyrir sjófarendur við strendur og á
venjulegum siglingaleiðum næsta
ófullkomin, en ekki síður nauð-
synleg heldur en í dag, með alla
tæknina. Það þótti því ástæða til
að setja ströng viðurlög við að
SÖLUSAMBAND
ÍSLENZERA
FISKFRAMLEDÖENDA
stofnað í júlímánuði 1982,
með samtökum fiskframleið-
enda, til þess að ná eðlilegu
verði á útfluttan fisk
landsmanna.
Skrifstofa Sölusambandsins er
í Aðalstræti 6.
Símnefni: FISKSÖLUNEFNDIN
Sími: 11480 (7 Hnur).
EINKASALAR
HÉR A LANDI
FYRIR HIN HEIMSÞEKKTU
„LION" vélþétti.
Framleiðendur:
JAMESWALKER &Co.Ltd.
Woking, England.
226
VÍKINGUR